Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Síða 10
Þorkell máni hætt kominn Þann 16. febrúar sl. fengu frétta- menn tækifæri til að ræða við Martein Jónasson skipstjóra á togaranum Þorkeli mána. Með honum var Þorsteinn Arnalds, skrifstofustjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Þorsteinn kynnti Martein skipstjóra fyrir frétta- mönnum og sagði um leið, að hann hefði ráðizt til Bæjarút- gerðar Reykjavíkur í marz 1956 og starfað þar síðan sem skip- stjóri á Þorkeli mána við bezta orðstír. Togarinn Þorkell máni var einn af íslenzku togurunum, sem voru á Nýfundnalandsmiðum, þegar fárviðrið gekk þar yfir. Til marks um það, hve hætt skipið var kom- ið má vitna í ummæli Marteins skipstjóra á blaðamannafund- inum: Við gerðum eina tilraun til þess að slá hann af og venda, þegar dúraði og við vorum búnir að berja vel klakanr. af vöntum, hvalbak og brú, en þá kom svo mikill halli á hann, að við hætt- um við tilraunina. Hann lagðist á brúargluggann. I vélinni er hallamælir og sögðu vélstjórarn- ir, að skipið hefði fengið 60 gráða halla. Þetta var á sunnudags- kvöld. Þetta sagði Marteinn skipstjóri og má bæta því við, að reynt var að venda til þess að unnt væri að slóa undan veðrinu í austur, þar sem sjór er miklu hlýrri og ekki eins hætt við ísingu. Með því að andæfa upp í veðrið fór skipið alltaf lengra og lengra inn í frost- beltið. Má geta þess hér, að Mar- teinn skipstjóri sagði, að ef eng- in ísing hefði verið, þá hefði ekk- ert gerzt. Hann sagði einnig: — Ég tel vafalaust, að klaka- barningur skipshafnarinnar hafi bjargað skipinu. Frásögn skipstjórans. Hér á eftir fer frásögn skip- stjórans: — Við komum á Nýfundna- landsmið 4. febrúar sl. og var þá allsæmilegt veður. Við hófum þá þegar veiðar syðst á Ritubanka við ágætar aðstæður og fiskuðum í þrjá daga. Þar voru íslenzku togararnir í hnapp á litlu svæði. Það stóðst nokkurn veginn á end- um, að þegar við höfðum fyllt skipið, þá skall veðrið á mjög snögglega. Það var síðari hluta dags 7. febr. Þá vorum við ná- kvæmlega staddir 50 gr. 28 mín. norður og 51 gr. vestur, en láta mun nærri, að það sé álíka sunn- arlega og syðsti oddi Englands. Dýpið þarna var 155—185 faðm- ar. — Þegar veðrið var skollið á á laugardag, var haldið upp í sjó og vind og skipið gert sjóklárt að svo miklu leyti, sem hægt var. Hann var á norðvestan og veðrið jókst stöðugt, þegar á kvöldið leið, og um miðnætti voru komin að minnsta kosti 12 vindstig með miklum sjó, frosti og byl. Veðrið skall mjög snögglega á og hygg ég fæstir hafi búizt við þvílíkum ofsa, þó að loftvogin sýndi slæmt útlit og frétzt hefði af lægðum. En það er ekkert nýtt, að mjög djúpar lægðir gangi þarna yfir og hefur slíkt ofviðri ekki fylgt í kjölfar þeirra áður. Við andæfð- um svo þarna, hélt Marteinn skip- stjóri áfram, og þegar kemur fram yfir miðnætti, þá herðir hann frostið til muna, svo skipið yfirísast mjög fljótt. Sást það m. a. af því, að skipið lagðist þá á bakborðshliðina og fékk mjög mikinn halla. Um leið voru allir skipverjar kallaðir út til að hefja klakabarning og litlu síðar var bakborðsbátnum sleppt. Annars er tímaskynjun manns ekki svo örugg á slíkum stuudum og þori ég ekki að segja neitt ákveðið um, hve lengi skipið lá á hliðinni eða hve langan tíma tók að losa björg- unarbátana o. s. frv. Það sem mér hefur e. t. v. fundizt 10—20 mín., hefur kannski ekki verið meira en 1—2 mínútur. Þegar við höfð- um sleppt bakborðsbátnum, rétti skipið sig aftur um stund, en litlu síðar virtist það leggjast til hinn- ar hliðarinnar og slepptum við þá líka stjórnborðsbátnum. Til að losa bátana þurfti að leysa fest- ingarnar og skera á talíurnar og þá ultu þeir í sjóinn. — Svo líður nóttin og skipverj- ar berja klaka þrotlaust í reiðan- um, á stjórnpalli og hvalbak og notuðu til þess öll tiltæk verkfæri, spanna, járnbolta, sleggjur o. f 1., en ekki höfðum við neinar axir, sem tvímælalaust eru bezt til þess fallnar að berja klakann. Þær verða áreiðanlega hafðar með í næstu túrum. Skipshöfnin sýndi mikla hörku og dugnað við þetta starf, enda var hún samvalin, allt vanir sjómenn og þrekmiklir. Þrátt fyrir klakabarninginn fékk skipið hvað eftir annað hættuleg- an halla ýmist á bak eða stjórn og var þá horfið að því ráði að log- skera bátauglurnar (eða davíð- urnar) í sundur. Það gerði fyrsti vélstjóri, Þórður Guðlaugsson. Ekki var hann bundinn við þetta starf, en þurfti að leita lags, er hallinn var sem minnstur. Miðað 42 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.