Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Page 5
var kringum 200 jnetrar og síld-
arbáturinn gaf ekki þokubend-
ingar vegna þess að hann reiddi
sig á ratsjána.
Um 2. I þoku o. s. frv. á sér-
hvert skip eða sjóflugvél á floti
að draga úr ferð og taka ná-
kvæmt tillit til kringumstæðna
allra og ástands.
Öll skip eiga að draga úr ferð
þegar skyggni er ekki gott. Þau
skip sem hafa ratsjá, hafa ekki
fengið neina undanþágu frá
skyldunni að draga úr ferð. Sá
sem siglir fulla ferð eða of
niikla ferð í dimmviðri, getur
bakað sér mikla ábyrgð. Hann
brýtur lögin. Hann leggur skip-
ið, sjálfan sig og skipshöfnin'a
í hættu. Hann leggur einnig önn-
ur skip og áhafnir þeirra í
hættu.
Það þarf oft meira hugrekki
Ul að draga úr ferSinni en til
að sigla of mikla ferð.
Á samvizkusömum skipstjóra
á nýtízku skipi hvílir oft andlegt
fnrg í dimmviðri, sem varla
skilja aðrir til fulls en skipstjór-
arnir sjálfir.
Annarsvegar er 16. gr. sigl-
mgareglnanna, yfirvöldin með
refsivöndinn, tillitið til vátryggj-
enda og vandamanna áhafnar og
farþega auk atvinnu sjálfs sín.
Hinsvegar tillitið til eigenda eða
utgerðarmanna, farþega, bíðandi
hafnsögumanna, sjávarfalla,
Pósts o. fl., að ógleymdri eigin
ntvinnu.
Það er ekki nema hársbreidd
niilli dýpstu örvæntingar og
eyðilagðs lífs og heiðursmerkja
°g verðlauna, þegar hann lætur
af sjóferðum og fær þennan vitn-
isburð í blöðunum: ,,Hann hef-
ur í öll þessi ár haldið áætlun
hvernig sem viðraði".
Kafli úr radíósamtali:
Skipstjórinn: Góðan dag, allt
1 lagi hér, en það er svarta þoka.
Sá í landi: Góðan dag, góðan
hag, ágætt að allt er í lagi. Við
höfum pantað tvö gengi kl. 8 í
fyrramálið.
Skipstjórinm: Já, við skulum
VÍKINGUR
gera það sem við getum til að
komast inn, en hann er sem sagt
alveg kafþykkur.
Sá í lcmdÁ: Fyrir alla muni
skipstjóri, teflið ekki. í tvísýnu,
ekki í tvísýnu. Við höfum sem
sagt tilbúin tvö gengi kl. 8. Sæl-
ir á meðan.
Hvað átt er við með minnkaðri
ferð verður skipstjórinn eins og
áður að dæma um hverju sinni
eða varðstjórinn í hans stað. Ef
illa tekst til, mun sjórétturinn
einnig dæma um hraðann. Þá er
ekki alveg víst, að útkoman
verði hin sama.
í enskum umsögnum er sagt
berum orðum, að hraðinn sé ætíð
of mikill að dómi réttarins.
Flestir norskir skipstjórav
halda sig á stjórnpalli í dimm-
viðri, en að sjálfsögðu eru tak-
mörk fyrir því hve lengi maður
getur þolað að missa svefns.
Meðan skipstjórinn er á stjórn-
palli, er hann ábyrgur fyrir
hraða skipsins, en taki hann sér
hvíld í stjórnklefa ber stýri-
maður á verði ábyrgð á því að
siglt sé með hæfilegri ferð.
Sé skipstjóri ekki á stjórn-
palli skal stýrimaóur á verSi
dæma um hraðann i samræmi
viS 16. gr. hinna alþjóSlegu sigl-
ingareglna.
Þetta var áður en ratsjáin
kom til sögunnar. Kínaströndin.
Norskt eimskip. Þoka. 1. stýri-
maður á verði. Lét skipstjórann
vita. Hæg ferð. Þokubendingar.
Skipstjórinn kemur upp. Hann
hringir á fulla ferð, lítur á stýri-
manninn og segir um leið og
hann fer niður aftur: „Við erum
á leið til Shanghai, stýrimaður".
Hæg ferð aftur. Skipstjórinn
kemur aftur upp og hringir á
fulla ferð. Eftir það er hann
kyrr á stjórnpalli.
Skömmu síðar ristir japanskt
farþegaskip norska skipið inn í
miðja lúku.
Tjón af árekstri miSaff viS
hraSa.
Tjón það, sem skip getur vald-
ið á öðru skipi við árekstur er
í beinu hlutfalli við særýmið og
tvíveldi hraðans Uh M V2).
Jafnan Dv2 = dV2 gefur góða
hugmynd um hættuna, sem of
mikil ferð getur valdið, þar sem
D = særými stærra skipsins
d = særými minna skipsins
v = hraði stærra skipsins
(minnsti hraði).
V = hraði minna skipsins
(mesti hraði).
Af jöfnunni sjáum við t. d.,
að skip með 5000 tonna særými
sem fer með 15 sjómílna hraða,
getur gert jafnmikið tjón og
45000 tonna skip með 5 sjómílna
hraða. Á sama hátt sést, að færi
45000 tonna skipið með 15 sjó-
mílna hraða, gæti það valdið
jafn gífurlegu tjóni og skip með
405.000! tonna særými, sem færi
með 5 siómílna hraða.
Of mikil ferð hefur verið meg-
inorsök flestra og Ijótustu á-
rekstranna sem sögur fara af. 1.
marz 1959 klippti ameríska far-
begaskipið ,,Constitution“ fram-
hlutann af norska tankskipinu
„Jalanta".
Um 3. Skipstjórinn er skyldur
til að sjá um, að ávallt sé hafð-
ur maður á varðbergi (lög um
sjóhæfni skipa 82. gr.).
öllum undirmönnum skipsins
ætti að kunngera efni 29. gr.
siglingareglnanna, þar sem segir,
að „ekkert í reglum þessum leys-
ir. . . . (ætti að prenta í við-
skiptabókina eða annarsstaðar
vegna undirmannanna). Skýra
ætti varðbergsmanni rækilega
frá hvað hann á á hættu, ef hann
fer af verði án leyfis varðstjór-
ans. Þurfi hann að vekja um
varðskipti, laga kaffi eða annað,
á hann fyrst að láta varðstjór-
ann vita og fá greinilegt leyfi
hans til að fara af verði.
Ratsjáin leysir alls ekki undcun
þeirri skyldu aS halda dyggileg-
an vörð eins og tíSkast hefur
ójSur.
Er skip búið ratsjá skyldugt
til að nota hana í dimmviðri, sé
hún í lagi?
Já, skilyrðislaust. Ratsjána á
109