Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Side 9
tonna olíuskip var á siglingu í
Ermarsundi. Bjart og fagurt
veður, hægur vindur og sléttur
sjór. Nýbakaður 3. stýrimaður
var á verði og þilfarsdrengur
við stýrið. Skipið var á vestur-
leið og nálgaðist hina fjölförnu
siglingaleið milli Southampton-
Portsmouth og Ushant.
Stórt farþegaskip nálgast olíu-
skipið og miðunin til þess helzt
stöðug 20° fyrir aftan þvert á
stjórnborða. 3. stýrimaður fylg-
ist nákvæmlega með stöðu skip-
anna: „Ef skip það, sem siglir
annað uppi, getur ekki með vissu
ákveðið hvort það er fyrir fram-
an eða aftan ofangreinda stefnu
frá hinu skipinu, skal það líta
svo á að það sé að draga hitt
skipið uppi og víkja úr leið“.
Þetta er dálítið skrítið. Ætli
hann fari ekki fyrir aftan mig,
úr því hér er um að ræða til-
felli, sem er svona alveg á tak-
mörkunum. Ástandið hlýtur aö
batna, þegar við nálgumst meir.
(Það er stærðfræðilegt lögmál,
að slíkt ástand getur aldrei batn-
að meðan bæði skipin halda
stefnu og ferð óbreyttri).
Hann langaði ekkert til að
heygja um h. u. b. 120° til
stjórnborða móti hinu skipinu
eða til að gera 360° kúfvend-
ingu til bakborða. Hvorttveggja
fannst 3. stýrimanni „klaufaleg"
og lítið sjómannsleg aðferð. Þess
vegna hringdi hann á hæga ferð
og hugsaði sem svo: „Þegar ég
set nú á hæga ferð, get ég eftir
stutta stund haldið áfram aftur
á fullri ferð, um leið og ég fer
fyrir aftan hann með laglegri
heygju til stjómborða.
Það er blásið í talpípu skip-
stjórans: „Hvað er að?“
„Ekkert, skipstjóri, ég hringdi
bara á hæga ferð. Eftir andar-
tak set ég á fulla ferð aftur“,
svaraði stýrimaðurinn.
„Er það vegna skipsins um
stjórnborða, sem þér hægið
ferðina?"
„Já“.
Þá segir skipstjórinn: „Hring-
ið samstundis á fulla ferð og
komið hart í stjórnborða“.
VÍKINGUE
Eiríkur Kristófersson hefur lengi elt g'rátt silfur við Bretann og aldrci látið hlut sinn,
þegar hann velt sig hafa réttlætismál að verja. En þó að hann standi í ströngu við
Bretann, er hann enginn Bretahatari, þó að hann reyki til „öryggis" amerískt píputóbak.
„Já, skipstjóri“, og kallar um
leið til piltsins við stýrið: „Hart
í stjórnborða". Stýrimaðurinn
hringdi á fulla ferð.
Þegar skipstjórinn sá skipið
úr glugganum á svefnklefa sín-
um hafði staðan þegar lagazt
nokkuð við það að farið var að
draga úr ferð olíuskipsins.
Um leið og stefna olíuskipsins
var laus við afturenda hins
skipsins, lét stýrimaðurinn gefa
eftir á stýrinu. Auðvitað.
Það var þannig sem hann
hafði ætlað sér að fara að. Skip-
stjórinn hafði aðeins flýtt dálít-
ið því sem verða átti.
Á ný þýtur hátt í talpípunni.
Skipstjórinn hrópar: „Hvað er
þetta? Stýrið er ekki hart í
stjórnborða nú“.
Atburðarásin var nú í fáum
orðum þessi: Hart í stjórnborða
aftur samkvæmt skipun frá
skipstjóranum í svefnklefanum.
3. stýrimaður flautar til skip-
stjórans til að spyrja hve lengi
þessu skuli haldið áfram.
Hann var nú orðinn hræddur
— við skipstjórann.
Skipstjórinn stóð nú allt í
einu á stjórnpallinum. „Hvað er
það sem 3. stýrimaður leyfir
sér, hringja á hæga ferS! Niður
af stjórnpallinum nú þegar!“
Um kvöldið var hann settur á
vörð með 1. stýrimanni fyrir að
hafa notað vélsímann hárrétt.
Yfirsjón 3. stýrimanns var sú,
að halda ekki áfram því, sem
hann var byrjaður á, þar til
skipstjórinn var kominn á
stjórnpall.
113