Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 10
£oanir keintAajfahHa Eitt hinna stærstu seglskipa heimsins var ,,Preussen“, tilheyr- andi hinu þýzka útgerðarfélagi F. Laeisz. En Ferdinand Laeisz skírði sitt fyrsta skip 1852 „Pudel“, síðan hétu öll hans stærri seglskip P. nöfnum. P.-útgeðin var síðar nefnd „Flying P-line, ekki að ástæðu- lausu, því skipin, sem mörg voru byggð á frægustu skipasmíða- stöðvum, Blohm & Voss í Ham- borg og J. E. Tecklenberg Unter- weser urðu fræg fyrir að vera fljót í ferðum. Þau voru vandlega byggð og báru seglin vel, í vond- um veðrum. Skipstjórar Laeisz’ voru kunnir fyrir að sigla mik- inn. * Hér verður sagt frá síðustu ferð og endalokum stórskipsins „Preussen“. Það var 5081 brúttó smálestir að stærð og gat lestað 8000 smál. Það var byggt hjá Tecklenberg Unterweser 1902. Skip þetta var stolt þýzka verzl- unarflotans, en varð ekki lang- líft. Hinn 31. október 1910 lét skipið úr höfn í Hamborg hlaðið ýmsum varningi til Valparaiso. Dráttarbátur aðstoðaði skipið niður Elbe og að Ermasundi. Hinn 5. nóvember var farið fram hjá Royal sovereign vitaskipinu. Var þá kominn norðvestan stinn- ingskaldi, öll segl sett og dráttar- báturinn kvaddur. Um kvöldið lygndi og hraði skipsins varð að- eins 4 sjómílur. Dimmviðri var og gefin voru hljóðmerki með þokulúðri. Vitinn á Beacy Head sást í 5—6 sjóm. Rétt fyrir mið- nætti sáust tvö toppljós og rétt síðar hið rauða hliðarljós frá gufuskipi, 6 gr. um stjórnborða í ca. 2ja sjómílna fjarlægð. Þetta reyndist síðar vera gufuskipið „Brighton“ á áætlun sinni frá Newhaven til Dieppe. Um borð í „Preussen“ var haldið áfram að gefa hljóðmerki. Á stjórnpalli „Brightons“ varð nokkru seinna vart hins græna Ijóss „Preussens" 2 gr. á bakb. Þar sem gufuskipið fór 17 sjó- mílur, varð það strax Ijóst, að fjarlægðin var of lítil til þess að geta farið fyrir aftan seglskipið, það var þess vegna sett hart til stjórnborða og stjórnborðsvél sett á fulla ferð afturá. Þessi á- kvörðun var tilkynnt með hljóð- pípunni. Þegar skipstjóranum Nissen varð það ljóst að gufuskipið ætl- aði fyrir framan hans skip, skip- aði hann um leið stýrið hart til bakborða og afturrærnar í þá að- stöðu að vindur stæði beint í seglin að framan. Ásiglingu varð þó ekki afstýrt, og bugspjót segl- skipsins lenti á framsiglu og reykháfi gufuskipsins og losaði hvoru tveggja, um leið og það brotnaði. Þar að auki fékk „Preussen" 15 feta langa rifu, sem náði niður fyrir sjólínu og sjór gekk inn í fremstu botnhylki skipsins. Nissen skipstjóri bað skipstjórann á „Brighton" um að láta senda dráttarbát út til að- stoðar, sem hann og gerði þegar hann var snúinn við til Newhav- en; kom þá dráttarbáturinn „Al- bert“. Eftir að búið var að greiða úr reiðaflækjunni á „Preussen", sem fallið hafði niður, var skip- inu lagt á vestlæga stefnu og reynt skyldi að ná til Portsmouth en það reyndist ekki hægt að sigla skipinu nálægt vindi í því ástandi, sem það nú var í. Var því ákveðið að sigla skyldi til Dover og lagfæra. Þetta var til- kynnt til útgerðarinnar með flöggum við Beachy Head. Er siglt var austur með landi jókst vindur og sjór, en Nissen fannst ástandið ekk mjög alvarlegt. Hann reiknaði stöðugt með því að „Preussen“ gæti bjargað sér hjálparlaust og þegar farið var framhjá Dungeness, ákvað hann að leggja skipinu í vari við nes- ið. Hér skyldi vera möguleiki á því a ðskipshöfnin gæti sjálf lag- fært skipið svo að það gæti siglt til baka til Hamborgar. Þrír dráttarbátar höfðu komið til aðstoðar: Alert, sá belgíski John Bull og hinn þýzki Alba- tross. Hinn 6. nóvember kl. 14.30 var siglt framhjá Dungeness. Voru segl þá tekin og akkeri lát- ið falla á 12 fdm. en vindur og straumur það mikið að skipið rak. Var þá hitt akkerið látið fara, en keðjurnar runnu út til enda og keðjulásar brotnuðu. Nú var skipið í mjög hættulegu á- standi, bæði akkerin og keðjum- ar tapað, vindur genginn til suð- vesturs og fór vaxandi. Voru nú hinir 3 dráttarbátar kallaðir til VÍKINGUB 114

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.