Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 15
tflihHihyarApjölíf í>. fl. £. Happdrætti DAS, Vesturveri — Sími 1-77-57 Veiðarfæraverzlunin Verðandi — Sími 1-37-86 Sjómannafélagi Reykjavíkur — Sími 1-19115 Guðm. Andrésson, gullsm., Laugavegi 50 — Sími 1-37-69 Hafnarfjörður: Pósthúsið — Sími 5-02-67 í stól. Skriffæri voru fyrir fram- an hann, en skuggsýnt var inni, svo þeir sáu aðeins móta fyrir hlutunum. Warren og menn hans stigu nú upp á dekkið og ruddu sér braut til Káetunnar. Þeir komu nú í káetuna, þar sem þeir höfðu séð hina skuggalegu sýn. Mað- ur sat við skrifborð, og var svo eðlilegur, að þeim fannst sem hann hirti ekki um, þótt þeir kæmu inn. Warren gekk nær og sá þá, að rnaðurinn var dauður. Græn slíkja þakti kinnar hans og lá eins og blæja yfir augna- lokunum. Hann hélt á penna í hendinni og borðinu fyrir framan hann lá skipsdagbók. Síðasta setningin, sem skrifuð hafði verið á opnu síðuna hljóðaði þannig: „11. nóvember 1762. Við höf- Um nú verið innilokuð í ísnum í 17 daga. Eldurinn slokknaði í gær, og skipstjórinn hefur alltaf síðan verið að reyna að kveikja hann aftur. Konan hans dó í morgun. Hér er ekki um neina björgun að ræða“. Warren skipstjóri og menn hans hörfuðu frá, án þess að ftiæla orð. Þegar þeir komu inn í aðal- herbergið, sáu þeir konulíkama hggjandi á bekknum. TJtlit kon- unnar benti frekar til þess að hún væri lifandi, en stilling út- hmanna báru það með sér að væri látin. Á gólfinu var lík ungs manns 1 sitjandi stellingum. 1 höndum unga mannsins lá stálbútur og Ihina, og hefur hann auðsjáan- higa verið að reyna að tendra eld í spæni, sem lágu við hlið hans. í lúkarnum fundu þeir nokkra haseta liggjandi dauða í kojum sínum, og við neðsta stigaþrepið lá unglingslík í hnút. Hvergi sáu þeir vistir eða eldsneyti. Vegna hinna hjátrúarfullu skipverja sinna gat Warren skip- stjóri ekki rannsakað skipið eins VÍKINGUR nákvæmlega og hann hefði vilj- að, en hann tók þó skipsdagbók- ina með sér. Þegar hann kom um borð í sitt eigið skip, setti hann öll segl og hélt í suðurátt, með óhugnanleik hins dauða skips á hælum sér. Þegar Warren kom til Eng- lands, gerði hann margar fyrir- spurnir um, hvort nokkurt skip hefði verið saknað frá þeim tíma, sem skipsdagbókin greindi frá. Að lokum birtti hann nafn skipsins og frásögnina. Nafnið nú gleymt, en Warren staðfesti, að hér hefði verið um hvalveiði- skip að ræða, og hefði það senni- lega lokast inni í ísnum 13 árum áður en hann fann það. Hér er því aðeins um sorglega munnmælasögu að ræða, sem lif- að hefur á vörum kynslóðanna. Hvalveiðisagnir frá fyrri öldum geyma urmul slíkra tilfella. fögur fleytan lagði úr höfn og stefndi í norðurátt, — en kom aldrei til baka. Við skulum t. d. taka frásögnina af Violet, sem sigldi frá Hull árið 1854. Dag nokkurn, þegar skipið var á siglingu í Norðuríshafinu, kom skyttan, Bill Reynolds, auga á dökkleita þúst á ísjaka. Báturinn var þegar settur á flot. Þeir héldu, að hér væri selur, en þeim til skelfingar sáu þeir, þegar þeir komu nær, 5 menn, alla hel- frosna. Sjötti maðurinn var á smájaka skammt frá. Hinn eftirlifandi maður lá á hnjám og höndum á ísnum með bátstjaka með tusku á endanum sem neyðarflagg. Hann gat ekk- ert talað til að byrja með. Hon- um var hjálpað um borð í Violet, og líkin voru einni gtekin um borð. Þegar hann hafði náð sér svo, að hann gat talað, skýrði hann frá því, að hann hefði ver- ið á dönsku skipi og þeir félagar höfðu misst af skipi sínu í stormi, þegar þeir voru að sel- veiðum á ísnum. Bátur þeirra lokaðist inni, og þeir urðu að skríða út á ísinn og urðu að líða þar óbærilegar þjáningar. * Hinn óhamingjusami ma'Sur hafði þraukað í 26 daga áður en þeir fundu hann. Til þess að freista að bjarga lífi hans voru teknir af honum báðir fætur, en hann dó um borð sex vikum síðar. Hann hlaut hina votu gröf, eins og félagar hans áöur. Lauslega þýtt G. J. 119

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.