Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 26
nám árið 1877, og um þrítugs- aldur varð hann stærðfrasði- kennari við háskólann. Burejew er hamingjusamur heimilisfaðir, afi og langafi. Þegar hann tekur yngsta meðlim ættarinnar á kné sér segir hann, „aldursmunur okkar er aðeins 99 ár!“ Elzta barna, barna-barn- ið, Aljoscha, er að læra undir stúdentspróf. Hann hefur erft reikningsgáfu langa-langafa síns, og hefur m. a. fengið sérstaka viðurkenningu fyrir unnin afrek á sviði skáklistarinnar. Og hinn aldraði prófessor hefur ánægju af því, að leggja fyrir hann sér- staklega erfiðar reikniþrautir til úrlausnar. Og hvaða ástæður liggja nú helzt til þess að menn nái mjög háum aldri? Hár aldur foreldra eða nákom- inna skyldmenna gefa góðar lík- ur, en eru þó ekki grundvallar skilyrði. Af þeim rannsóknum, sem fyrir liggja voru aðeins um 20 til 25% hins háaldraða fólks, sem einnig hafði háaldraða for - eldra. En áhrifa mesta skilyrðið virðist vera líkamsbygging hvers einstaklings fyrir sig, og jafn- hliða áhrif umhverfisins. Allir hinir háöldruðu telja sig hafa unnið að staðaldri alla sína löngu ævi og að vinnan hafi ver- ið þeim til gleði. Líkamleg utan- hússvinna virðist vera mjög góð undirstaða til langlífis. Það hef- ur sérstaklega vakið athygli vís- indamannanna, að meðal hinna langlífu er ekki einn einasti and- lega vanheill einstaklingur. Kanadískir vísindamenn leita nú nýrra karfamiða af miklu kappi úti fyrir ströndum Ný- fundnalands og Nova Scotia og í Norður-Atlantshafi. Raunar hafa rannsóknir á eðli og göng- um karfans staðið yfir frá því fyrir síðustu heimsstyrjöld, þó að aldrei hafi verið gert eins mikið að því og síðustu árin. Á fyrrnefndum svæðum eru tvær aðaltegundir af karfa, stórikarfi og djúpkarfi, og er helzti munur þeirra sá, að djúp- karfinn hefur mjög framstæðan neðri skolt og stór augu, en stórikarfi engan eða lítt áber- andi útvöxt á skoltinum og til- tölulega smá augu. Karfalirfur og ungfiskur hafa fundizt í stórum stíl í Noregs- hafi, vestur og suður af Islandi, við Suður-Grænland og við Ný- fundnaland, á Stórabanka, í St. Lawrence flóa, við Nova Scotia og í Maineflóa. Samkvæmt skýrslum alþjóða- nefndarinnar um fiskveiðar á Norðvestur Atlantshafi, veiddust 159 þúsund lestir af karfa á því svæði árið 1957. Mest veiddu Bandaríkjamenn, 61 þúsund lestir, þá Rússar, eða 49 þúsund lestir. og þriðju Kanadamenn með 21 þúsund lestir. íslending- Að verulegu leyti virðist það undir hverjum einstakling sjálf- um komið, að leggja sér sjálfur til, þá undirstöðu, sem nauðsyn- leg er til þess að ná langlífi, en það er: hóflegt matarræði, en kjarngóð fæða og reglubundin matmálstími, og yfirleitt á öllum sviðum reglubundið líf, og af- neitun á eiturlyfjum eins og á- fengi og tóbaki. Vér teljum í stuttu máli, að listin við að lengja lífið sé í undirstöðuatriðum einfaldlega sú, að gera ekki ráðstafanir sjálfur til þess að stytta það. (Úr „Wissen ist Macht“). ar voru fimmtu í röðinni, veiddu 13 þús lestir. Afli Evrópulanda innan vá- banda Alþjóðahafrannsóknar- ráðsins árið 1956 var samtals 250,771 lest. Þjóðverjar veiddu um helming þessa magns, eða 125,470 lestir, íslendingar 66.- 863 lestir og Rússar 41.383 lest- ir. Afli Breta varð aðeins 10.835 lestir. Mest af karfaafl- anum kom af íslandsmiðum, eða 92.899 lestir. Aflinn af svæðinu við Spitzbergen, Bjarnareyjar og í Barentshafi jókst allmikið á árinu 1956 miðað við árið á undan, en aflinn við Færeyjar, ísland og Grænland varð nokkru minni, einkum við Færeyjar. Kanadísku fiskifræðingarnir segja, að djúpkarfinn kunni bezt við sig á 350 faðma dýpi við 3-—4 stiga sjávarhita, og að beint botnsamband sé á milli Vestur-Grænlands og Baffin- eyjar. þar sem of djúpt sé fyrir stóra karfa. Dýpi og hitastig, sem hentar karfanum, er meðfram suður-, vestur- og austurströnd Græn- lands, þvert yfir suðurslakka neðansjávarhryggjarins til Is- lands og þaðan til Færeyja og síðan áfram til norðausturs að yztu mörkum karfasvæðisins. Ál- arnir milli meginlanda eru oft of djúpir til að stóri karfi geti lif- að þar í verulegu magni. Út af Vestur-Grænlandi er mikið af stóra karfa og sennilega talsvert magn af djúpkarfa, en gnægð af báðum tegundunum út af aust- urströnd Grænlands. Samkvæmt nýjustu rannsókn- um er stóri karfi algengari á miðunum við ísland og Noreg og í Barentshafi, en djúpkarfi hins vegar aðaltegundin á ís- land-Færeyjahryggnum og á miðunum við Bjarnareyjar. Stóri karfi veiðist grynnra og er stærri og eftirsóttari fiskur en djúpkarfinn, og á þeim stöð- um, þar sem jafnt er af honum VÍKINGUR 130

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.