Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 8
hraðinn sem þau mætast með, hefur einnig verið minnkaður hæfilega. Hættulegasta bergmálshornið er framundan, álitið h. u. b. 20° sitt hvorum megin við eigin stefnu. Hafi skipin ekkert tekið fyrir áður en þokumerki heyrðist eSa gæti hafa heyrzt, eiga þau, þeg- ar merkið heyrist eða gæti hafa heyrzt, að stanza samkv. b-lið 16. gr. og sigla með varkárni, þ. e. þreifa sig áfram hvort á móti öðru eða hvort framhjá öðru án þess að breyta stefnu. Þá fyrst, er skipin sjá hvort annað, tekur 18. gr. siglinga- reglnanna gildi og skipin geta beygt til stjórnborða, eftir að hafa áður gefið um það merki samkv. 28. gr.: Eitt stutt hljóð sem þýðir: „Ég sný til stjórn- borða". Hvað gerist nú ef annað skip- ið er seglskip, sem kemur beint á móti eigin skipi með vindinn á eftir. Þá fyrst er þokumerkið heyrist, er unnt að greina, að um seglskip er að ræða. Þar sem seglskip á að gefa sínar bend- ingar með þokuhorni, er varla hægt að búast við að þær heyr- ist mjög langt. Samkv. a-lið 15 gr. á þokuhornið að vera hljóm- sterkt. (Hvað þýðir það? Til er mælieining fyrir hljóð) . Heyri rnaður 3 hljóð frá þoku- horni og stanzi samkv. b-lið 16. gr., er skylt að víkja úr leið fyrir seglskipinu samkv. 20. gr., en ekki fyrr en seglskipiS er komið í augsýn. Ef þokan er nú svo dimm, að ekki sést framendi eigin skips, hvað á þá að gera? Hér mætast gamall tími og nýr, segl and- spænis ratsjá og atómum. Samkv. 29. gr. má ekkert skip, hvemig sem á stendur. van- rækja að viðhafa tilhlýðilegar varúðarreglur. Hvernig á að ráða fram úr þessum vanda? Það mætti með sanngirni spyrja, hvort fyrsta flokks skip, búið ratsjá m. a., sé neytt til þess samkv. alþjóða siglingareglum og dómum uppkveðnum í árekstrar- málum, að liggja kyrrt og eiga á hættu að verða fyrir ásiglingu af safngiúp (jafnvel þótt fallegur sé), sem samkvæmt eðli sínu get- ur ekki stöðvað ferð sína. Eða ef tvö vélskip, bæði búin ratsjám, lenda í slíkri aðstöðu, að bæði liggja með stöðvaða vél og hreyfingarlaus, eftir að hafa ,,þreifað“ sig svo nærri hvort öðru, sem talist getur verjandi? Gert er ráð fyrir, að þokan sé jafndimm í báðum .þessum dæm- um. Eiga þessi tvö skip að liggja kyrr og bíða þess að þokunni létti? Hér er epurt svona til þess að fá úr því skorið, hvað sé í raun- inni hægt að gera, ef fara á bók- staflega eftir siglingareglunum. í athugasemdum sínum við siglingareglurnar segja G. Blom og N. Nickelsen bæði í eldri og nýrri útgáfum: Spurt hefur ver- ið um hvort skipi undir þeim kringumstæðum, sem gert er ráð fyrir í b-lið 16. gr., sé leyfilegt að leggjast um kyrrt, gefa við- eigandi hljóðmerki (15. gr. c, 2)' og láta hitt skipið um að komast framhjá. Þessu verður að svara þannig að skylda vélskips til að gera eitthvað, fellur ekki niður við betta. þar sem það er ..laust" (under wav) eftir sem áður. Það verður bví að vera viðbúið að geta gert eitthvað. Og frá sömu höfundum: Meðan 2. liður 16. gr. á við, þ. e. a. s. pieðan vélskinið getur ekki ákveðið stað hins skipsins, er yfirleitt varhugavert fyrir vélskipið — eftir að það hefur stöðvað vél sína — að breyta nokkuð um stefnu, þótt ekki sé unnt að slá því föstu sem ófrá- víkjanlegri reglu, að ekki megi breyta stefnunni. En snúum aftur að hinum tveimur vafaatriðum okkar. Við erum jafnnær. Ef óheppnin er með og illa fer, mun sjórétturinn eftirá skýra frá hvernig leysa hefði átt hið sérstaka vandamál okkar. Þetta er okJcar rwS: Minnkið bergmálshraðann nið- ur í hraða hins skipsins með því að stöðva eigin hraða. Raun- veruleg stefna og hraði hins skipsins kemur nú í Ijós á rat- sjárskífunni. Gefið tíðar þoku- bendingar, en hvílið taugarnar og bíðið í nokkrar mínútur. Það mun brátt koma í ljós, hvort hitt skipið veit af okkur. Fylgist stöðugt með honum í ratsjánni. Ef bergmáls-hraðinn verður lítill, er samvizkusamur stéttar- bróðir á hinu skipinu og það verður aldrei neinn árekstur. Við notum undratækið ratsjá og siglum úr hættu á lítilli ferð. 19. gr., 21. gr. 1. og 2U. gr. Meðan skip eru ekki innan heyrnarsviðs hvers annars. er ekkert því til fyrirstöðu að farið sé eftir þessum greinum regln- anna. Ef skip fær bergmál frá öðru skipi á stjórnborða, sem það ætti að víkja úr leið fyrir, hefðu skip- in séð hvort annað, getur það vikið úr leið fvrir hrt. ™ skim’n eru komin bað nær>'i ^ð þau heyri hljóðbendingar hvors annars. Hafi eigið skin annað skin bakborðsmegin við sig. sem und- ir venjulegum kringumstæðum hefði borið skvlda til að víkja úr leið samkv. 19. gr. recrlnanna. ber eigin skipi að halda óbreyttri stefnu og minnkaðri ferð. unz skipin koma svo nærri. 'að þau heyra hvort til annars eða gætu hevrt hvort til annars. Skip, sem annað skin siglir uppi, getur haldið óbreyttri stefnu og minnkuðum hraða. Því er ekki skvlt að stöðva ferðina samkv.* b-Iið 16. gr., þegar það heyrir þokumerki skipsins sem siglir það uppi. Skipið sem siglir hitt uppi heldur áfram sirmi minnkuðu ferð og sömu stefnu, þar til það heyrir þokumerki skipsins, sem það siglir uppi. Þá á það að stöðva vél sína og við það lag- ast ástandið fljótlega. Um 10. Forðist stefnubreyt- ingu. Það gerðist árlega á sunnudegi árið 1933. 10 þús. VÍKINGUR 112

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.