Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 16
Nýr togari í fegursta veðri hinn 18. maí s.l. sigldi hinn glæsilegi togari Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar, Maí, inn á höfnina, fánum skrýddur. Mann- f jöldi mikill var á bryggjunni til að fagna honum. Lúðrasveit Hafnar- fjarðar lék og Karlakórinn Þrestir söng nokkur lög. Þegar landfestar höfðu verið bundnar, tóku til máls af stjórnpalli Adolf Bjrönsson, for- maður útgerðarráðs og Stefán Gunn- laugsson bæjastjóri ,sem buðu tog- ara og áhöfn velkomin. — Fer hér á eftir lýsing á togaranum í stórum dráttum: 16,2 mílur í reynsluferð. Maí er 1000 tonn og hinn stærsti togari, sem íslendingar hafa eign- ast til þessa. Lengd er 210 fet, breidd 34 fet og dýpt 17 fet. Allar vélar og hjálparvélar í skip- inu eru MAN-vélar frá Þýzkalandi. Aðalaflvél er 2280 hestöfl. Maí er fyrsti íslenzki togarinn með fullkomna skiptiskrúfu, þannig að vélin er alltaf látin ganga áfram hvort sem skipið er keyrt áfram eða atfurábak, og má því nota hag- kvæmasta snúningshraða vélar hverju sinni, og skiptir það sérstak- lega miklu máli, ef um krítískan snúningshraða er að ræða. FuIIkomin tæki. Ljósavélar eru þrjár, tvær 135 hestöfl hvor og ein 40 hestöfl, til notkunar þegar skipið liggur við landfestar. MAN-vélar hafa þann kost að nota má ódýrari oluír en á venjulegar dieselvélar . I Maí er Sal-log hraðamælir af nýrri gerð og með tæki er honum fylgir má kanna fiskimagn í vörp- unni hverju sinni. Tveir Decca radarar eru í skipinu, annar með sendiorku 45 kv., en hinn 20 kv., en draga hvor 48 mílur. Ný gerð er af Sperry-lóran. í stað þess að eftir eldri gerð lóran þurfti margvíslega útreikninga við staðarákvörðun, reiknast staðar- ákvörðun út sjálfkrafa eftir hinni nýju gerð. Loftskeytatæki eru frá Telefunk- en í Þýzkalandi og m. a. er stutt- bylgjustöð, sem gerir fært að tala frá Nýfundnalandi til Þýzkalands. Vöm við ísingu. Kallkerfi er komið fyrir í tólf stöðum í skipinu af svonefndri Tnt- ercon-gerð frá Marconi. í Maí eru tæki til þess að dæla 70—80 gráða heitum sjó frá fjórum stöðum í skipinu, ef um ísingu er að ræða. Þá er algjör nýung, að i framsiglu er komið fyrir rafmagns- hitun, er nota má ef ísing sezt á siglutréð, og getur hún brætt allan klaka af á örstuttum tíma. Fiskleitartæki eru af Kelvin Hughes gerð . Perulag er á stefni, sem á að auka ganghraða og draga úr velt- ingi miðað við fyrri gerð stefna. Lestar eru 27 þúsund kúbikfet, alumíníumklæddar, og eiga að rúma 500—550 tonn af fiski. Sérstakur góðfiskklefi er ofan- þilfars, sem rúmar 5—10 tonn. Togarinn Maí leggrst að bryggju í i HafnarfirSi í fyrsta sinn, fánum j skrýddur, þar sem mikill mann- i fjöidi fagnaði hinu nýja skipi. I -------------------—-------I 30-40 þús. dósir niðursoðnar Nýlega hófust framkvæmdir við byggingu nýrrar niðursuðuverk- smiðju á Oddeyrartanga. Það er fyr- irtækið K. Jónsson & Co., sem bygg- ir verksmiðjuna, en það hefur um allmörg ár rekið litla niðursuðu- verksmiðju, sem aðallega hefur soð- ið niður smásíld til sölu á innlendum markaði. Nú er ætlunin að færa mjög út kvíarnar með það fyrir aug- um, að flytja út meginhluta fram- leiðslunnar. Eins og sakir standa er nægur markaður fyrir hendi í Tékkóslóvakíu og e. t. v. víðar. Hið nýja verksmiðjuhús verður ca. 500 fermetrar að stærð, stál- grindhús, en jafnframt verða gömlu verksmiðjuhúsin notuð. Allar vélar verða keyptar nýjar frá Noregi; hefur þegar verið gengið frá kaup- um á þeim og þær koma til landsins með fyrstu ferð, sem fellur. Norski vélaverkfræðingurinn Carl Sundt- Hansen hefur verið ráðunautur fyr- irtækisins um undirbúning og að- stoðað við kaup og val véla. Hann dvaldist hér á landi mánaðartíma í fyrra á vegum K. Jónsson & Co. og Mars Trading Co. og kynnti sér þá allar aðstæður. Það er sami verk- fræðingurinn og nú er að koma til 120 V í Ií I N G U ii > i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.