Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 29
Alit varð auðveldara í þessum efnum, þegar farið var að framleiða raforku í stórum stíl í skipunum. Með rafstreng er hægt að flytja raf- orku til hvers staðar sem vera skal í skipinu, og hagnýta hana þar í viðeigandi tækjum, enda eru nú til- tæk raftæki til nálega flestra hluta þar sem orku er þörf. Þetta hefur þó ekki reynst auðvelt í fiskibátum okkar, og svipað mun vera annars staðar . í fyrsta lagi er takmarkað rúm fyrir sérstakar vélar til raforku- framleiðslu sem verulega munar um. í annan stað standast rafmagns- hreyflar illa vosbúðina sem jafnan er á þilfari smáskipa, og rafknúin tæki þar eru naumast eins traust og nauðsynlegt er. Fyrir all mörgum árum var farið að breyta um aðferð við orkuflutn- ing í fiskiskipum, þ. e. að farið var að nota þrýstivökva — hydraulik —, held ég að Norðmenn hafi verið þar með þeim fyrstu. Aðferð þessi er þó alls ekki ný. Hún hefur um langt skeið verið notuð t. d. við hafnar- mannvirki, þar sem skip eru losuð og lestuð. Er þá vökva (vatni) dælt inn í p'ípur sem liggja um hafnar- bakkana. Þessar pípur eru svo tengdar lyfti- eða dráttartækjum og vatnið hreyfir þá bullur eða snæld- ur eftir því sem við á. Háir vatns- turnar eru hafðir í sambandi við þetta kerfi til þess að auka og jafna þrýstinginn. Með margvislegum fíngerðum og traustum búnaði er þessari aðferð, samhliða raforkunni, beitt í mesta f jölda skipa af öllum stærðum, eink- um til þess að stýra með, en í stað vatns er notuð olía eða annar svip- aður vökvi sem ekki frýs. Mér skilst að norskir vélsmiðir hafi verið mjög athafnasamir um að finna hagkvæm tæki til þessara hluta, enda munu vökvaspil mjög mikið notuð í norska fiskiflotanum . íslenzkir útvegsmenn eru nú sem óðast að koma þessum tækjum í fiskibátana hér, og bátar sem koma erlendis frá munu yfirleitt búnir þessum tækjum. íslenzkar vélsmiðj- ur hafa um skeið unnið að smíði slíkra tækja, vökvadæla og lyfti- og dráttarvinda. Til dæmis hefur vélsmiðjan Héðinn h.f. í Rvík smíð- að all mikið af þessum spilum og tekist vel. Afkastamesta fyrirtækið á þessu sviði mun nú vera vélsmiðja Sigurðar Sveinbjörnssonar í Skúla- túni 6 í Rvík. Hefur það fyrirtæki komið í gang vísi að fjöldafram- leiðslu á vökvadælum og vökvavind- um fyrir fiskibáta. Er smíðað eftir norskum fyrirmyndum. Var mér tjáð að vélsmiðjan væri búin að smíða um eitt hundrað vindur sem allar væru nú í ísl. fiskibátum og stæðu sig vel. Mun víðast sá háttur hafður á, að olíudælan er knúin af aðalvélinni með reim eða keðju- drætti. Einn veigamesti kosturinn við orkuflutning með þessum tækj- um er sá, að smurolían sem sífellt streymir um kerfið verndar það um leið fyrir sliti og tæringu. í olíu- dælunni eru engir lokar sem geta Vökvaknúið tromluspil fyrir fiskibáta. Vökvaknúið línuspil. slitnað eða brotnað. í dæluhjólinu eru aðeins smá raufar sem flytja olíuna og gefa henni svo mikla hreyfiorku að nægir vindunum á þilfari til þess að draga línu og net, lyfta þungum hlutum úr lest, draga upp akker o. fl. Ég held að enginn vafi geti leikið á þvi, að þetta er traustasti vélabúnaðurinn til þess- ara hluta, sem enn hefur verið tek- inn í notkun. í nýjustu flutningaskipum okkar er nú þessari tækni beitt við flutn- ing allrar þeirrar orku sem á þil- fari þarf að nota. Frá sérstakri mið- stöð í vélarúmi er smurolíu dælt eftir stálpípum sem greinast í allar vindur og krana sem á þilfari eru staðsettar. Það er ánægjulegt að sjá að ís- lendingar eru einnig á þessu sviði að tileinka sér það bezta sem völ er á. Hallgr. Jónsson. Eldey friðlýst Náttúruverndarráð hefur ákveðið að friðlýsa Eldey út af Reykjanesi, sem friðland. í frétt frá ráðinu seg- ir m.a.: „Þar sem telja verður mikilvægt, að friðlýsa Eldey sakir sérstæðs fuglalífs, er hér með lagt bann við því að ganga á eyna án leyfis nátt- úruverndarráðs svo og að ræna þar eða raska nokkrum hlut. Jafnframt eru öll skot bönnuð nær eynni en 2 km„ nema nauðsyn beri til, og bannað er að hafa eyna að skotmarki, hvort heldur er af landi, sjó eða úr lofti“. VÍKINGUE 133

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.