Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 17
landsins á vegum Iðnaðarmálastofn- unarinnar . Hin nýja verksmiðja verður sér- staklega miðuð við niðursuðu smá- síldarinnar og vélarnar eru spesíal- vélar fyrir vinnslu hennar. Áætlað er, að hægt verði að vinna úr 60 til 80 tunnum síldar á dag, en úr þvi magni eiga að fást 30 til 40 þúsund dósir. í gömlu verksmiðj- unni hefur framleiðslan mest orðið um 15 þús. dósir. Starfslið yrði 60— 70 manns miðað við fullan gang. Aðstaða til að stunda smásíldveið- ar er sérstaklega góð inni í Eyja- firði og síldina er að finna í firðin- um allt árið. Niðursuða smásíldar er enda hvergi stunduð hér á landi utan Akureyrar . Það er áætlað, að hin nýju verk- smiðjuhús verði tilbúin í sumar og vélar settar niður það snemma, að eitthvað verði hægt að starfrækja verksmiðjuna síðari hluta sumars- ins. Enda þó að síldin sé í firðinum allan ársins hring, er auðveldast að eiga við veiðar og hún hentugust L. _______J til niðursuðu að sumrinu. Og mjög mikils virði er fyrir fyrirtækið, að geta komið einhverju á markað á þessu ári til þess að missa síður í hendur annarra þjóða þann markað, sem fyrir hendi er í Tékkóslóvakíu. Nýtt iðnfyrirtæki Á Akureyri er fyrir nokkru tekið til starfa fyrirtæki, sem selur sína vöru á mun lægra verði en hægt er að fá hana erlendis og á að geta sparað þjóðinni 1—IV2 milljón kr. í gjaldeyri árlega. Þetta fyrirtæki er ennþá nafn- laust, en það er til húsa við Kald- baksgötu og aðaleigendur þess eru feðgarnir Albert Sölvason járn- smíðameistari og Jón Guðmann Al- bertsson vélaverkfræðingur. Sú vara sem fyrirtækið framleiðir er járn- bobbingar þeir, sem notaðir eru á togvörpur togara og togbáta. Fram til þessa hafa allir þeir bobbingar, sem togararnir hafa not- að, verið keyptir erlendis fullsmíð- aðir. En á fyrra ári hófu framan- greindir feðgar að útbúa verkstæði eða litla verksmiðju, sem gæti smíð- að bobbingana úr plötujárni, og í síðastliðnum marzmánuði hófst framleiðslan. Vélakost og tæki verksmiðjunnar hafa þeir að mestu smíðað sjálfir, aðeins keypt eina vél, suðuvél, hafa þeir keypt tilbúna erlendis frá. En vélar þær, sem þeir hafa smíðað, teiknaði Jón Guðmann einnig með tilliti til þessarar sérstöku notkun- ar. Virðist gerð þeirra hafa heppn- ast mjög vel, og er ástæða til að ætla, að bobbingarnir frá þessari litlu verksmiðju reynist sízt verri en erlendir bobbingar. Ennþá munu þeir ekki komnir í notkun nema hjá Akureyrartogurunum og hafa þar líkað vel. Gjaldeyrissparnaður. Enda þótt mikill hluti af verði hvers bobbings sé erlent efni, þ. e. járn, þá verður verulegur gjaldeyr- issparnaður af því að smíða þá í landinu fremur en að flytja þá inn fulltilbúna. Samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem Albert Sölvason gaf fréttamönnum hefur árleg notkun togaranna af bobbingum verið að meðaltali sem næst 75 stvkki á hvert skip. og árlegur gjaldevrissoarnað- ur af bví að smíða alla þessa bobb- inga í iandinu ætti að verða ein til ein og hálf milljón króna. En auk gjaldeyrissnarnaðarins selur þetta umrædda fvrirtæki fram- leiðslu sína á lægra verði en fob- verð bobbinga er nú t. d. í Enelandi. Aðalleea eru notaðar tvær stærðir, og er stærri gerðin frá verksmiðj- unni nú ca. 70 kr. og minni gerðin ca. 127 kr. ódýrari en fob-verð er í Englandi. — Minni gerðin kostar frá verksmiðjunni kr. 900.00 og sú stærri kr. 1200.00. Þetla er sýnishorn af nýveiddri Eyjafjarðarsíld, stærðin sést nokkuð greinilega af samanburði við eldspýtustokkinn og fingor mannsliandarinnar. Það er smærri síidin sem einkum er notuð til niðursuðu. Hitt er miliisíld, sem stundum er dálítið af innan um smásíidina. VÍKINGUK 121

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.