Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 11
ÚR FRÉTTUM aðstoðar og ákveðið að reyna að draga skipið inn til Dover. Hafn- sögumaður kom um borð, segl voru tekin, tveir dráttarbátanna látnir draga, en sá þriðji var bundinn á stjórnborðshlið skips- ins. Þegar nálgaðist hafnarmynn- ið gekk á mikil vindhviða og ekki hafðist á móti, skipið fór að reka og enn versnaði ástandið þegar önnur dráttartaugin slitnaði. — Eini möguleikinn var nú að fara aftur undir segl. Hinum tveim dráttarbátum var sleppt og öll 5 undirráseglin voru sett eins fljótt og mögulegt var. Öll skips- höfnin gerði sitt bezta, en þegar skipið byrjaði að láta að stjórn, tók það skyndilega niðri á blind- skeri, en í því snerist það svo, að það byi-jaði að reka í áttina til lands. Kl. um 16.30 tólc skipið niðri við ströndina. Veðrið hafði versnað, svo að ógjörningur var fyrir dráttarbátana að koma að- stoð við. Skipið lét illa á strand- staðnum og kl. 20.30 var komið 20 þuml. sjór í lestarnar. Björg- unarsveitir frá Dover og Mar- gate voru komnar á strandstað og skutu rakettum með línum út í skipið. Um flóðið nóttina 6. og 7. nóvember reyndu dráttarbát- arnir að losa skipið úr strandinu, en árangurslaust. Það var kom- inn 6 feta sjór í lestarnar, og skipshöfnin yfirgaf skipið. Þetta urðu endalok hins mikla seglskips. Skipstjórinn Nissen fékk síðar nýtt skip til að stjóma. Hét það ,,Peking“, 4ra m. barkur, 3100 smál., byggður í Hamborg 1911. í dagbókum „Preussen" má sjá, að í annari ferð sinni sigldi skipið frá Ushant til Iquique á 57 dögum. Mesta vegalengd á einum sólarhring var 368 sjóm. og mest á einni vöku 67 sjóm., eða nær 17 sjóm. hraði á klst. 1 sömu ferð setti það einnig annað hraðamet, frá Ermasundi að mið- jarðarbaug á 13 sólarhringum og 8 klst. Árið 1908 fór „Preussen“ nieð steinolíufarm frá New York Hl Youkuhama og í þeirri ferð fór skipið 3020 sjóm. á 11 dögum. VÍKINGUR Það var gert heyrum kunnugt frá Atlantshafs-bandalaginu fyr- ir um það bil ári síðan, að þýzk- ur yfirforingi mundi skipaður yfir landvarnir Dana á sjó. Upp- hófst þá mikið fjaðrafok í dönsk- um blöðum til andmæla. Dönsk- um almenningi, sem enn var minnugur rembingsins í þýzkum liðsforingjum á stríðsárunum, mun hafa fundist sem köldu vatni væri rennt ofan í hálsmál- ið á sér. Láir þeim það enginn. Nú fyrir skemmstu komu blöðin með þá fregn, að Vestur- Þjóðverjar væru nú að tryggja sér geymslu og æfingastöðvar fyrir heri sína vestur um álfuna, Spáni, Frakklandi og víðar, einnig á vegum Atlantshafs- bandalagsins. Blöðin sögðu og frá því, að Þjóðverjar ættu í samningum um svipaða fyrir- greiðslu á Bretlandseyjum, jafn vel á úteyjum Skotlands. Eitthvað hefur þessi málaleit- un Þjóðverja komið óþægilega við fólk í Bretlandi, ef dæma má eftir teikningum, sem sést hafa þar í blöðum, og hér er birt sýnishorn af. Það er viðurkennt, að skopteiknarar eru oft glöggir á almenningsálitið og sýna það svart á hvítu með list sinni. Lítið hefur enn heyrst um al- menningsálitið hér um þróun þessara mála, Islendingum er þó málið skylt. Hugsanlegt er þó, að ísl. sjómenn sem fengu það hlutskipti í tveimur heimsstyrj- öldum að draga björg í bú, hund- eltir af þýzkum kafbátum, finn- ist fátt um. Þeir munu senni- lega hugsa sem svo: — „Er það nú útilokað, að Þýzkarinn fari í eitt „vitlausa stríðið ennþá?“ Sjóari. Tveggja og þrigtja. nátta!!! 115

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.