Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 21
Piltarnir á sjóvinnunámskeiðinu um borð í Ægi.
ÆSKAN TIL SJOS
AíS beiðni blaðsins til nokkurra æsku-
manna á nýafstöðnu sjóvinnunámskeiði
svöruSu þrír þeirra fram settum fyrir-
spurnum með eftirfarandi grcinargerð:
*
1 vetur rakst ég á auglýsingu
í einu dagblaði bæjarins um að
sióvinnunámskeið fyrir unglinga
skyldu hefjast innan skamms, og
íékk ég strax áhuga á að byrja
bar, og gerði ég það. Á nám-
skeiðinu lærum við margt, bæði
nytsamt og skemmtilegt, svo
®ein að hníta hnúta, splæsa
kaðla, hníta og bæta net, en
emnig er okkur kennt á kompás
°g að splæsa vír. Núna er ég að
setja upp línu. Fyrir skömmu
Vnr öllum strákum á sjóvinnu-
námskeiðinu gefinn kostur á að
Ví KINGUR
fara í siglingu með varðskipinu
Ægi og fóru 70—80 strákar.
Við lögðum af stað klukkan 9
fyrir hádegi, og var byrjað á að
rétta kompásinn fyrir utan hafn-
argarðinn. Síðan var siglt hjá
Engey og Viðey, og voru okkur
sögð nöfn á skerjum og stöðum
þar í kring. Svo var okkur sýnd
notkun gúmbjörgunarbáta, einn-
ig var skotið úr línubyssu. Og
að lokum var skotið tveim púður-
skotum úr fallbyssu skipsins.
Ég var í sumar hjálparkokkur
á Hval 2, en það er hvalveiði-
skip, sem er gert út frá Hval-
veiðistöðinni í Hvalfirði. Ég
byrjaði á skipinu daginn eftir
að prófin hættu, en lcom aftur
daginn áður en skólinn byrjaði.
1 vor vonast ég til að vera í
sama starfi, á sama skipi. En
þegar ég er orðinn eldri, ætla ég
að fara sem háseti, og þá kemur
það, sem ég hef lært í sjóvinn-
unni að góðum notum.
Árni Bjöm Jónasson, 13 ára.
Hvað mér finnst ég hafa lært
á sjóvinnunámskeiðinu? Ég veit
varla hverju ég á að svara, því
að ég hef séð og lært svo margt,
t. d. byrjaði ég að læra nokkra
hnúta, svo sem línuhnút, hesta-
hnút, einfalt og tvöfalt pelastikk,
netahnút og ýmsa fleiri hnúta.
Næst tókum við kompásinn, net-
ið og línuna. En hvað sjóinn
snertir, þá hefur mig altlaf lang-
að til sjós. Vonast ég til að kom-
ast á sjóinn í sumar, en að
stunda sjó sem ævistarf hef ég
aldrei hugsað út í. Ég hef harla
litla reynslu af sjónum, því að
ég hef ekki komið oftar út á sjó,
en þegar Ægir fór með okkur
strákana í sjóvinnunni, og þótti
mér mjög gaman.
Kristján Jónsson, 14 ára.
Ég hef alltaf haft áhuga á að
komast á sjóinn. Þegar ég var
yngri en ég er nú, fóru jafn-
aldrar mínir og ég daglega niður
á plan hjá Tryggva Ófeigssyni.
Þegar háflæði var komum við
stundum í klofháum stígvélum
og með oddhvassa teina. Svo óð-
um við út í sjóinn og stungum
kolann. Það voru tveir, sem fóru
út í sjó en þrír í landi að drepa
kolana. Það er gott að læra
svona ýmislegt, sem maður hefur
not fyrir síðar. Ekki er gott að
vita, hvað framtíðin ber í skauti
sér. Þá er gott að vera búinn að
læra sem flest. Á sjóvinnunám-
skeiðinu lærðum við að hnýta:
Réttan hnút, hestahnút, pela-
stikk, línuhnút og netjahnút og
að splæsa og bæta, en auk þess
lærðum við á kompás. Það eru
fáir, sem hafa sett upp lóðir,
ennþá, en flestir hafa lært að
riða net. Drengirnir í sjóvinn-
unni fengu að fara út með Ægi,
og var það mjög ánægjuleg ferð.
Guöjón Ingi Eggertsson, 13 ára.
125