Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 22
T. v. uppskipun á saltfiski úr fiskiskútu. T. h. Þetta er ekki sumargistiliús, heldur ný- tízku fiskvinnslustöð í Fasejos á Spáni. 3tá £páhi Um aldaraðir hefur ein aðal- fæða Spánverja verið saltaður og þurrkaður þorskur. Því til sönnunar má enn sjá víða um landið steinþrær þær, sem Fön- ikíumenn notuðu til þess að salta í fisk. Þorskveiðar Spánverja og Portúgala við strendur New- foundlands eiga sér einnig alda langa sögu, og enn má greina ýmsar minjar um ferðir þeirra í nöfnum og tungu manna í Nýfundnalandi. Nokkuð dró þó úr fiskveiðum Spánverja á þeim slóðum um 1800, en þeir hættu ekki að borða saltfisk, heldur fluttu inn umfram það sem á skorti eigin veiði, frá Noregi, íslandi, Færeyjum, Nýfundna- landi og Skotlandi. Eftir fyrri heimsstyrjöldina voru greðar tilraunir til þess að endurreisa saltfiskveiðar Spán- verja og 1927 var fiskveiðafé- lagið PYSBE (Pesquerias y Se- caderos de Bacalao S. A.) stofn- að í San Sebastian. Félagið hóf starfsemi sína með tveimur botnvörpuskipum, og varð á- rangur starfseminnar mjög góð- ur. Eftir borgarastyrjöldina voru stofnuð tvö ný togaraút- gerðarfyrirtæki, en það eru COPIBA (Compania de Pesca e Industrias del Bacalao) og PEBSA (Pesquerias Espanolas de Bacalao S. A.). Rétt þykir að benda á að tals- verður skilsmunur er á útgerð þessara þriggja fyrirtækja og hinna svonefndu „pareja“ tog- ara. Það eru tvö tiltölulega lítil skip, er draga togvörpu á milli sín. Sú veiðiaðferð hófst fyrst við Newfoundland árið 1939, en árangur varð mjög lélegur. En þegar þessi skip hófu veiðiað- ferð sína að nýju árið 1949 varð árangurinn miklu betri, og ver- tíðina 1959 voru 72 spanskir „pareja“-togarar við veiðar á N ewf oundnalandsbönkum. í ágúst næstkomandi verður togaraeign PYSBE orðin 19 skip, þar af eru 14 dieseltogarar og 5 olíukynntir gufutogarar. Stærð þeirra er frá 1,190 brt. en það er gufutogarinn Euskalerria, og stærsta skipið er dieseltogarinn Tornado, sem er 1,350 brt. en samanlögð tonnatala skipafélags- ins er um 24.000 brt. smál. PYSBE félagið á einnig tvær stórar fiskvinnslustöðvar, er önnur þeirra í Pasejes (á Baska- strönd Spánar) og er flatarmál hennar um 230.000 sqft. hin er í E1 Ferrol og er flatarmál henn- ar um 170.000 sqft. COPIBA félagið á fjóra diesel- togara, og er hver þeirra 975 brt. smál að stærð, ennfremur á félagið í smíðum tvo togara af sömu gerð sem byggðir eru í Sevilla. Fyrirtækið á eina fisk- verkunarstöð í Chapela-Vigo, af svipaðri gerð og þær fyrrnefndu. UM FREDN í tímaritinu „Intemational' ■ Marine Engineering Log“ eru < ■ settar fram spurningar um ýms < tæknileg efni og spurningunum, , svarað bæði á fræðilegan og, , „praktiskan“ hátt. í nýútkomnu ( blaði er ein spumingin um hugs- anlega hættu af Freon kæli-' 'vökva. Spurning: Að hverju leyti er' ■ hægt að telja Freon, sem notað' er í kælikerfi, hættulegt í með- < i förum ? Svar: Freon er að því leyti, , hættulegt að það er ólífrænt efni,, og að því leyti sem vökvinn sjálf- ( ur getur verið hættulegur. Freon ' er ekki eitrað, það er óeldfimt,' ' litarlaust og lyktarlaust. Hins' ' vegar er rúm með andrúmslofti' > meira eða minna menguðu af1 . Freon engin vistarvera fyrir fólk, < , öðm vísi en með súrefnis-öndun- , artækjum. En ólíklegt er að slíkt, , komi fyrir. Annað er hættulegra og þarf, ’ að gæta varhuga við. Með fljót- ’ færnislegri meðferð á Freon- ’ flöskum eða Freon-pípum er' 1 hugsanlegt að vökvinn geti1 ■ sprautast í augu vélstjórans. , Komi þetta fyrir, frýs sjáaldrið, , á svipstundu, vegna þess hvað, , vökvinn eimist fljótt og getur ( _ það orsakað algera blindu ef mik-, ið kveður að. í íslenzkum kæliskipum, og þau eru orðin mörg, er svo að ‘ segja eingöngu notaðar kælivél-' > ar með Freonvökva. Einhver < . dæmi munu til hér, að Freon hafi > , sprautazt í andlit vélstjóra. Er-, , lendis munu vera mörg dæmi um , , að vélgæzlumenn hafi misst sjón ( að meira eða minna leyti af þess- ’ um sökum. Islenzkir vélstjórar • ’ gætið því fyllstu varúðar er þið' ’meðhöndlið Freonvökva! H. J. BEBSA félagið á 12 togara og eru það allt dieselskip frá 1,250 til 1.363 brt. smál, en heildar tonnatala skipanna er um 16.200 brt. smál. Þetta fyrirtæki á einn- ig fiskvinnslustöð í Coronna, og er hún sú stærsta og fullkomn- asta, sem starfrækt er á Spáni. VÍKINGUK 126

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.