Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 27
Og djúpkarfanum eða örlitlu minna, er hann allajafna veidd- ur meira, enda er megnið af karfanum, sem landað hefur ver- ið í Evrópu síðustu árin, stóri karfi. Kanadamennirnir athuguðu aflann í hverju togi á tveim skip- um á miðunum við austurströnd Kanada. Yfirleitt sýndu skýrsl- urnar lítinn karfaafla, ef veið- arnar stóðu meira en klukku- tíma fram yfir sólsetur, og eins ef þær byrjuðu klukkutíma fyrir sólaruppkomu eða fyrr. Veiðitilraunir, sem gerðar voru á 131—160 faðma dýpi frá nóvember til janúar, 161—190 föðmum í maí—júlí og aftur á 131—160 föðmum í ágúst til október, leiddu í ljós, að hægt er að fá sæmilegan afla á djúpu eftir að sól er sezt, eða fram- undir miðnætti. Hins vegar var aflinn að deginum til á áður- nefndum dýptum svo miklu nieiri, að það svaraði ekki kostn- aði fyrir skipin að veiða eftir að dimmt var orðið. Það hefði ver- ið miklu nær að einbeita öllum kröftum skipshafnarinnar að því að gera dagaflanum til góða. Aflinn, sem hér um ræðir er ókynþroska fiskur, og það, sem veiddist dýpra en á 130 föðmum, er aðallega úr austurhalla Stórabanka, en góð karfaveiði er einnig í grynnri sjó. Þess ber að gæta, að við veiðitilraunir í suð- urhluta austurhallans var aðal- áherzlan lögð á karfann, en hverfandi lítið veiddist af öðrum fisktegundum. Karfinn sem veiddist á 50— 75 faðma dýpi var aðallega á Vesturhalla Stórabanka og suður- halla St. Pierre banka. En afl- !nn á svo grunnu er bæði lítill °g stopull og er vafalaust tilkom- JUn af óvenjuslæmum birtuskil- yi’ðum í sjónum, svo að fiskur- *bn leitar ofar. Enda er það líka uni dimmasta árstímann, í nóv- ember til janúar, sem mest hef- Ur veiðst af karfa á þessu dýpi. Af sömu ástæðu hefur stundum aflazt svo vel undir lágnættið, að jafngildir veiði að degi til. VÍKINGUR Oft nær aflinn hámarki á morgn- ana og síðdegis, en verður minnstur um hádeaginn. Á 76—160 faðma dýpi er morgunaflinn meiri en aflinn seinni hluta dagsins, og helzt oft þannig um langan tíma. Líkleg skýring á þessum mikla morgun- afla er sú, að karfinn er djúp- fiskur, og augu hans því við- kvæm fyrir birtu; Þegar lýsir af morgni, hörfar fiskurinn þess vegna niður í djúpið. Er lengra líður á morguninn og augu karf- ans eru farin að venjast dags- Ijósinu betur, leitar nokkuð af fiskinum aftur upp á við í birt- una, sem hafði reynzt þeim of- raun að þola rétt í morgunsárið. Þegar komið er niður á 161— 190 faðma dýpi, er veiðin dálítið meiri síðari hluta dagsins í mán- uðunum maí—júlí, enda þótt enginn algildur mælikvarði verði lagður á slíkt. þegar lengra líður á árið og meira fer að skyggja, í ágúst til október, aflast meira um og eftir hádegi en á morgn- ana. Við Noreg og í norðaustan- verðu Atlantshafi eru sjávar- skilyrði fyrir karfa í grundvall- aratriðum mjög lík því, sem er við ísland, að áliti kanadískra fiskifræðinga. Þar er það inn- streymi atlantssævar, sem stuðl- ar að miklu karfa magni. Á mið- svæðunum, við Island, er megnið af karfanum bundið við dýpri lög hins hlýja atlantssævar. í Norðaustur-Atlantshafi er oft mikið af karfa í aðeins 1— 2°C heitum sjó eða kaldari, og sennilega einnig allmikið í 7 stiga heitum sjó eða meira. Út af Labrador, austan við Ný- fundnaland er austur af Stóra- banka lifir karfinn mestmegnis í 2—4 stiga heitum sjó, undir hinum kaldari hluta Labrador- straumsins. Á sama hátt heldur karfinn sig í 3—5 stiga heitum sjóí í St. Lawrenceflóa, neðan við kald- sævarlagið. I djúpa strandsjón- um við Nýfundnaland, þar sem nægilegt dýpi er að finna fyrir karfann, en hitinn neðan við 3 stig, er ekki mikið af karfa, nema þessi svæði liggi fast að verulegum karfasvæðum, þar sem sjórinn er 3 stiga heitur eða hlýrri. Karfamagnið er þannig sitt á hvað bundið við of háan eða of lágan sjávarhita, og dýpið sem karfinn finnst á ákvarðast venjulega að miklu leyti af sjáv- arhitanum. I Norðvestur-Atlantshafi, nema við Vestur-Grænland, byggjast veiðarnar svo að segja algerlega á stóra karfa, sem eins og áður er sagt, er bæði stærri, algeng- ari og auðveldari viðfangs en djúpkarfinn, þar sem hann held- ur sig grynnra. Sígan togararnir fóru að sækja dýpra, hefur magn djúpkarfa samt töluvert aukizt á Evrópumarkaðnum, en fram að þessu hefur ekki verið farið inn á þá braut að ger'a sundurliðaðar skýrslur eftir tegundum, nema lítillega í Þýzkalandi. Ef miðað er við þau skilyrði, sem stóri karfi á við að búa út af ströndum Evrópu, má ætla, að hann þurfi hærri sjávarhita til lifa góðu lífi en djúpkarfinn. En sjávarhiti á norðvestursvæði At- lantshafsins er hins vegar djúp- karfanum um meira í vil. I sólskini heldur karfinn sig í þéttum torfum nálægt botni, hvort sem hann lifir á 50 eða 200 faðma dýpi, og sennilega er sömu sögu að segja um þá fiska, er halda sig dýpra, á 350 föðm- um eða meira. Það hefur komið í ljós, að á nóttunni borgar sig ekki að veiða karfa dýpra en á 140—160 föðm- um, og jafnvel þar verður að vera mikið magn af honum, ef veiðarnar eiga að svara kostnaði. Togaraskipstjóri segir, að karf- inn haldi sig nálægt botni á dag- inn, en þó fjær en þorskurinn, og þegar hann leiti nær yfir- borði á nóttunni, sé að vísu hægt að fylgja honum stuttan tíma, en síðan dreifist hann og verði óviðráðanlegur. Af því má draga þær ályktanir, að ekki borgi sig að veiða karfa á næturþeli með flotvörpu. (The Fishing News). 131

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.