Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 28
Vélstjóranámskeið í Vestmannaeyjum
FRÁ 15. SEPT. 1959 - 15. JAN. 1960
Aftasta röð frá vinstrl: 1. Þórhallur Þórarinsson, V. 2. Sigurgeir Jónsson, Þór-
laugargerði, V. 3. Sigurður E. Pétursson, Heimagötu, V. 4. Leví William Konráðs-
son, Sauðárkróki, 5. Sigurður Þót ÖgmundsSon, V. 6. Jón Árm. Sigurjónsson, V.
7. Jósep Valgeirsson frá Keflavík. 8. Sæmundur Árnason, V. 9. Lárus Sævar Sæ-
mundsson úr IVtýrdal. 10. Hannes Helgason, Vesturhúsum, V. — Miðröð frá
vinstri: 1. Gísli Ártrason frá Grundarfirði. 2. Haraldur Traustason, V. 3. Vii-
mundur Þórir Kristmundsson, V. 4. Theodór Þráinn Bogason, Njarðarstíg 17, V.
5. Birgir Pálsson, Sandvík, Bárðardal. 6. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson. 7.
Baldur Ragnarsson frá Stykkishólmi. 8. Gunnar Ólafsson, V. 9. Ástvaldur Val-
týsson, Kirkjufelli, V. 10. Gunnlaugur Bjötnsson, Gjábakka, V. 11. Óli Sveinn
Bernhaiðsson frá Ólafsfirði. 12. Hreinn Smári Guðsteinsson, Bjarkarlur.di, V.
13. Matthías Jónsson, Brimhólabraut 14, V. — Fremsta röð frá vinstri: 1. Jón
Rúnar Sigurðsson, V. 2. Þormóður Stefánsson, Kirkjub.braut V. 3. Eyjólfur Páls-
son, kennari, V. 4. Helga Eiðsdóttir, fimleikakennari, V. 5. Guðmundur Eiríksson,
vélstjóri, Reykjavik, forstöðumaður námskeiðsins f. h. Fiskifélags íslands. 6.
Tryggvi Gunnarsson, kennari, V. 7. Ágúst Pálmar Óskarsson, V. 8. Sveinn Gísla-
son frá Hvanneyri, V. — V = Vestmannaeyjar.
-----------—-----------------—.— --------—-------------------------1
Um orkuflutning
/ fishbátum
Þegar íslenzku siómennirnir fengu
vélar í fiskibátana sína á fyrstu ár-
um þessarar aldar, og sjósókn auð-
veldaðist og jókst að mun, kom það
fljótlega í ljós að þeir réðu ekki við
veiðarfærin. Lengra var nú sótt og
lóðum fjölgað. Hér leiddi eitt af
öðru. Vélaorkan hafði leyst af hólmi
bæði segl og árar, og nú þurfti einn-
ig vél til að draga línuna.
Ég minnist áranna næstu eftir
1907, er ég var við vélsmíðanám á
ísafirði. Þá var fyrst hafist handa
um að smíða línuvindur (spil) á
fiskibátana. Mikið var skeggrætt um
þessa hluti og margt reynt. Vand-
inn var sá, að flytja orku frá vél-
inni og gera hana hagnýta við línu-
dráttinn frammi á skipshlið. í opn-
um eða hálfopnum bátum var þetta
dæmi alls ekki auðleyst. En er þeir
stækkuðu og fengu samfellt þilfar
varð auðveldara að leysa það. Þá
var hægt að koma fyrir undir þil-
farinu stálöxli, sem náði úr véla-
rúminu og fram fyrir miðskipa þar
sem staðið var við línudráttinn. Með
reim frá sveifarás vélarinnar og á
stálöxulinn að aftan, og snekkju eða
tannhjóladrifi á öxlinum að framan,
var nú hægt að yfirfæra hreyfiorku
frá vélinni á spil sem í rauninni
var ekki annað en lárétt skífa sem
snerist og klemmdi linuna hæfilega
mikið þegar um var brugðið. Manns-
höndin hafði þá ekki annað að gera
en að hringa línuna niður í balann.
Þetta virtist mjög nærtæk lausn og
einföld, og sennilega hefur hún ver-
ið innflutt eins og vélarnar. í aðal-
atriðum var vandinn líka leystur á
þennan hátt, en búnaðurinn varð
aldrei traustur, og mörgum fórst
svo óhönduglega að nota þessi tæki
að undrun sætti, svo einföld sem
þau þó voru. Viðhald og endurbætur
var því ærið starf. Þó hefur þessi
aðferð með flutning orkunnar verið
notuð lengst af í fiskibátum okkar.
og svo mun víðar hafa verið.
í gufuskipum er nærtækt að leiða
orku gufunnar eftir pípum þangað
sem hennar er þörf við lúkur og
akkeri og beita henni þar á vindur
eftir því sem með þarf.
í mótor flutningaskipum var sum-
staðar sá háttur á, að litlum mótor-
vélum var komið fyrir við lúkurnar
og orku þeirra beitt til þess að lyfta
með. Má enn sjá fleytur með þennan
búnað víða erlendis.
132
VÍJtlMOUR