Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 14
A íshafsslóðnni yggi fólksins, því miður. Það er hinsvegar gleðiefni, ef nokkrum þeirra gengur vel og verða eigi fyrir slysum. En við skulum var- ast að ætlast til of mikils af þeim. Óneitanlega eru 8 til 9 milljónir þungur baggi á fá- mennum hreppsfélögum, en það mun nokkuð víða vera svo ástatt, og mikið þarf til þess að greiða rentur og afborganir. Stýrimað- urinn á togbátnum" hefur verið heppinn, lent á aflaskipi, það er gott, betur að svo væri hjá sem flestum. En við skulum hafa í huga hina táknrænu vísu skálds- ins: Með oflofi teygður á eyrum var hann svo öll við það sannindi rengdust. En ekki um einn þumlung hann vaxa þó vann það voru aðeins eyrun sem lengdust. Við skulum ekki láta þau verða að áhrinsorðum. Ungur stýrimaður hefur skrif- að langa grein af töluverðum blóðhita. um mikið vandamál, komið með tölur og fullyrðingar, sem henta honum við hans mál- stað. En eitt af því. sem menn þurfa að varast, er þeir skrifa greinar um brennandi efni, um þjóðhagsleg stórmál, er að miða sjónarmið sitt við sína heppni eða óheppni, en láta í þess stað skynsemina ráða og horfa á hag þjóðar sinnar frá almennu sjónarmiði, með hinar öru fram- farir þeirra þjóða, er við okkur keppa í huga. Þá komumst við nær því marki að vera sam- keppnishæfir á öllum sviðum, við aðrar menningarþjóðir og nær sannleikanum. Ásg. .................... é2ár&u.r ^ahoLiion LÖGFRÆÐINGUR Tekur a3 sér sjói'cttarmál og annast alls konar fyrirgreiðslu fyrir sjómenn. Skrifstofa Hafnarstræti 11 Box 767 — Simi 1 61 88. Afi minn Joshua N. Rowe skipstjóri tók þátt í gullæðinu í Klondyke árið 1898. Hann bar bein sín í Alaska. Það er líltlega vegna þess, að afi minn lagði leið sína á þessar norðlægu slóð- ir í leit að hamingjunni, að ég hefi alltaf haft mikinn áhuga á heimskautarannsóknum og ævin- týrum í þeim ferðum, og enda þótt ég sé meðlimur í Ishafs- klúbbnum, hef ég aldrei komizt norðar en til suðurhluta Labra- dor, svo að áhugi minn fyrir ís- hafsauðnunum verður því bund- inn hugsjónum einum. Ég ætla nú í þessum kafla að greina frá viðburðum, sem ég hef grafið upp úr frásögnum löngu liðins tíma. Önnur sögn- in er um hið leyndardómsfulla skip, sem fannst á rekísnum ár- ið 1775. Hin er af hinu ham- ingjusnauða hvalveiðiskipi Di- ana. Á kyrrlátu kvöldi í ágúst 1775 lentu Warren, skipstjórinn á hvalveiðiskipinu „Grænland" í logndeyðu. Staða hans var 77 gr. norðlægrar lengdar. Innanvið mílu í burtu var mikill fjöldi geysistórra ísjaka. Hinumeginn við ísjakana gat að líta stórar ís- breiður eins langt og augað eyðgi og benti það til þess að hafið væri algerlega lokað í þá átt, og var augljóst að sá ís hefði ekki brotnað um langan tíma. Warren skipstjóri var áhyggju- fullur vegna stöðu skips síns, en vegna ládeyðunnar gat hann sig hvergi hreyft. Hann lét þess vegna halda strangan vörð og vonaði að skip hans væri öruggt, meðan ísjakarnir hreyfðust ekki. Um miðnætti skall á ofsaveður Isjakarnir komust á hreyf- með kafaldshryðjum. ingu og gegnum storminn bár- ust skipverjum til eyrna ógur- legir skruðningar og þungar drunur, sem hljómuðu óhugnan- lega í eyrum hinnar óttaslegnu skipshafnar. Brátt tók ísinn að þrengja að skipinu, og skipverjar höfðu nóg að gera alla nóttina að bægja jökunum frá skipinu, en vegna óveðursins gátu þeir ekki séð neina opna leið til undan- komu. Um morguninn lægði storminn, og Warren skipstjóra létti, þegar hann komst að raun um, að skipið var óskaddað. Sér til undrunar sá hann, að heljar- stór ísjaki, sem hafði lokið leið- inni kvöldið áður hafði skipt sér í tvennt um nóttina, og þar hafði opnast renna — krókótt að vísu — en hún virtist opna leið eins langt og augað eygði. Um hádegisbil, þegar hval- veiðarinn þokaðist áfram eftir rennunni, kom ókunnugt skip í ljós. Sólin skein í heiði, og hæg- ur vindur blés af norðri. í fyrstu skyggðu ísjakar á sjálft skipið, svo að aðeins sást á möstrin. Honum þótti seglaskipunin undarleg, og hann braut heilann um hvers vegna engin segl voru á rám eða reiða. Hið ókunna skip sigldi svona fyrir hægum andvara, en þegar það hhélt stefnunni óbreyttri — og tók niðri á neðansjávar hluta af stórum ísjaka, vaknaði forvitni Warrens skipstjóra fyrir alvöru. Hann hrópaði á nokkra háseta sína og þeir stukku niður í skips- bátinn og reru í áttina til þessa undarlega skips. Þegar þeir nálguðust skipið, sáu þeir, að skrokkur þess var hræðilega illa farinn. Engin sála var á dekkinu, sem var þakið djúpum snjó. Skipstjórinn kall- aði nokkrum sinnum, en ekkert svar kom. Áður en þeir fóru um borð gægðist skipstjórinn gegnum op- ið kýrauga, sem var rétt hjá keðjunni. Sér til mikillar undrunar sá hann mann halla sér aftur á bak VÍKINGUR 118

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.