Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Síða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Síða 3
Sjómannablaðið VÍKINGUR Útgef andi : Farmanna- og Fiskimannasamband íslands Ritstjóri Halldór Jónsson 9- tölublað — September 1960 --- XXII. árganjjur ------------- Verðlagsráð sjávarútvegsins Efnisyfirlit Bls. Verðlagsráð sjávarútvegsins .... 211 Hin dularfulla saga Stanvac Calcutta ...................... 212 Er vörpugerð ónumið fag? ....... 215 Flotmagn sjávardýra ............ 217 Hljóðdeyfing í vélarúmi ............ 222 Tvær formannsræður ................. 223 Atómskip ........................... 225 Nýr togari m/s Freyr ............... 227 Vetrarvertíðin 1960 ................ 228 Víðsvegar að úr veröldinni ......... 232 Báðgátan um hraðfrystu ioðfílana . 234 St. Lawrence-sjóleiðin.............. 236 Ályktanir um útvegsmál.............. 242 Frívaktin .......................... 244 FORSÍÐUMYNDIN: Á framdekki hormóðs goða, myndina tók Sigurður Gíslason skipstjóri. Myndirnar á bls. 246 eru einnig frá því skipi, en óviðkomandi frásögn- inni. IIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM»IIIIII"II»III"I"III Sj ómannablaðið VÍKINGUR Útgefandl: F. F. S. í. Rltstjórl HaUdór Jónsson. Ritneínd: Guðm. H. Oddsson, form., ÞorkeU Sigurðsson, Henry Hálf- dánsson, Halldór Guðbjartsson, Jónas Guðmundsson, Egill Jóhannsson, Ak- ureyri, Eyjólfur Gíslason, Vestmanna- eyjum, Hallgrímur Jónsson, Sigurjón Einarsson. Blaðið kemur út elnu sinnl 1 mánuði og kostar árgangurinn 100 kr. Ritstjóm og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavik. Utanáskriít: „Viklngur". Pósthólf 425. Reykjavík. Siml 156 53. — Prentað i ísafoldarprentsmlðju h.f. Aflabrestur síldveiðanna i sumar og aflatregðan hjá tógur- unum nær allt þetta ár, hlýtur að vekja til umhugsunar um að ekki verður framhjá því komist að gera varanlegar ráðstafanir til fjárhagslegs öryggis fyrir sjávarútveg landsmanna. Sjávarútvegurinn er eini at- vinnuþáttur þjóðlífsins sem segja má að hafi verið undanfarin ár og sé enn að mestu leyti þjóðnýtt- ur, þar sem honum er skammtað verðlag á afurðir sínar (fiskinn) venjulega byggt á því að veiði- skipin þurfi að koma með mok- afla að landi hverju sinni, bregð- ist slíkt er fjárhagur fyrirtækj- anna hruninn, þar sem ekkert til- lit er tekið til þess að útlagður kostnaður er nærfellt sá sami hvort sem vel fiskast eða afli bregst. Það er óumdeild staðreynd, að sjávarútvegurinn hefur verið, er og verður um ófyrirsjáanlega framtíð eini atvinnuvegurinn, sem þjóðin getur byggt gjaldeyr- isöflun sína á, og þess vegna verður að skipa honum með ein- hverjum ráðum skynsamlegan og öruggan rekstursgrundvöll. Það er orðið gjörsamlega úrelt fyrirkomulag, að hlaupa upp til handa og fóta um hver vertíð*>' skipti og eyða vikum og jafnvel mánuðum í harðvítugar deilur um fiskverðið af hálfu ríkisins til útgerðarinnar, og milli út- gerðarinnar og sjómanna um hver hlutur þeirra skuli vera. Þetta fyrirkomulag viðheldur sí- íelldu ranglæti og hefur sýnt sig að vera sá dragbítur á sjávarút- vegi þjóðarinnar, sem flestum erfiðleikum veidur. Það ætti ekki að vera neinum viðskiptalegum erfiðleikum bund- ið, að reikna út hver framleiðslu- kostnaður er á hvert fisktonn með línu, netjum eða togvörpu eftir því hvert aflamagnið er. Þar sem vitað er nákvæmlega um alla einstaka kostnaðarliði uppá því sem næst einn einasta eyri. Þetta er gert á hverju einasta ári af ýmsum nefndum og ráð- um, en ávallt með einhvers konar happdrættis-grundvallar-sniði og niðurskurðar-naglaskap, eins og verið sé að fást við fátækrafram- færi með miðaldasniði. Það er vansæmd fyrir þjóðina í heild, að meirihluti allra sjávar- útgerðarfyrirtækja landsins skuli vera á fjárhagslegri vonarvöl og sjómannastéttin íslenzka lægst launaðasta atvinnustétt landsins. Ríkisstjórn og Alþingi það er saman kemur í haust verður að finna örugga lausn á þessu ástandi, er sennilega yrði örugg- ast leyst á þann hátt, að skipað væri með lögum sérstakt vefð- lagsráð sjávarútvegsins, samsett af fulltrúum framleiðenda og launþega við sjávarútveginn og í einhverju formi fulltrúum ann- arra atvinnutsétta, þar sem verð- lag sjávarafurða grípur að ein- hverju leyti inn í og verður að vera grundvöllur fyrir öðru verð- lagi í landinu. H. J. VÍKINGUR : 211

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.