Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 4
Hin dularfulla saga
af Stanvac Calcutta
■
S/s Stanvac Calcutta var byggt af Betlehem Shipbuilding Corp. U.S.A. 1941, var 500 fet
á lengd og 16,625 Dw Iestir að stærð.
Sagan af Stanvac Calcutta
hófst svipað og þegar ósýnilegt
blek kemur smátt og smátt í ljós
á hvítum pappír. Að síðustu upp-
lýstist allt og við blasir hetju-
dáð hraustra manna, sem mun
verða minnst meðan siglt verð-
ur á úthöfunum.
Stanvac Calcutta lagði upp frá
Monte Video 29. maí 1952 barlest
og var ferðinni heitið til Cari-
pitio. Vegna þess að skipið var
hraðskreitt og mest af leiðinni
lá um óherjuð hafsvæði var það
látið sigla einsamalt. Skipið var
vopnað aftan og framan og voru
skotliðar 9 menn, sá yngsti 17
ára og liðsforinginn aðeins 23ja
ára. Áhöfnin, ásamt skipstjór-
anum G. 0. Karlsson, var 51 tals-
ins.
Menn urðu kvíðafullir, þegar
skipið kom ekki í höfn á áætlun-
ardegi 19. júní, og óttinn óx þeg-
ar dagarnir liðu og urðu að vik-
um og mánuðum og sama þögnin
ríkti yfir afdrifum Stanvac Cal-
cutta. Hinn 20. nóvember 1942
var opinberlega lýst yfir því að
Stanvac Calcutta hefði farist
með allri áhöfn. Hermálaráðu-
neytið gaf út dánarvottorð og
vátryggingarféð var greitt að-
standendum hinna horfnu sjó-
manna, og hinar margvíslegu
ráðstafanir voru gerðar sem
fylgja því, þegar eitt skip hverf-
ur af yfirborði sjávar.
Svo var það hinn 19. marz ár-
ið eftir, tíu mánuðum eftir hið
sporlausa hvarf Stanvac Cálcutta
að Socony-Vaccum olíufélaginu
barst í hendur svohljóðandi bréf
frá hinu hernumda Frakklandi:
„Kæri herra.
Yður tilkynnist hérmeð að ég
(Saedie Hassan) er sem stend-
ur á sjúkrahúsinu Val de Grace
vegna sára; er með illa brotinn
vinstri fót og nokkur skotsár.
Mér mundi þykja vænt um, ef
þér gætuð komið því við að senda
mér skó núrner 6og einhvern
fatnað, einnig sígarettur, fyrir
milligöngu Rauðakrossins, eða á
einhvern hátt sem yður þykir
beztur.
Mér er hjúkrað mjög vel hér.
Ég á enga ættingja á lífi og læt
hér staðar numið.
Ég er yðar einlægur
Saedie Hassan“.
Bréf þetta vakti meiri áhuga
og æsingu en búast hefði mátt
við. Suurningin, hver er Saedie
Hassan, vaknaði þegar.
Við athugun á skipshafna-
skránum kom í ljós að hann hafði
verið um borð í Stanvac Calcutta
sem fullgildur háseti, þegar skip-
ið lagði út frá Montevideo í sína
síðustu ferð. Sígarettur og um-
beðin stærð af skóm var sent til
Val de Gras sjúkrahússins fyrir
milligöngu Rauðakrossins og í
hjálögðu bréfi fylgdu óbeinar
spurningar um, hvernig hann
hefði særzt svona illa og hvar
allir hinir væru.
En nú kom ritskoðun nazista
til skjalanna. í svarbréfi Hass-
ans var bókstaflega allt máð burt
nema upphaf og undirskrift. En
þessi lítilfjörlega vísbending
varð upphaf þess að þetta leynd-
ardómsfulla atvik tók smám
saman að skýrast.
Hernaðarátök á hinu fjarlæga
Indlandshafi leiddu til mikils-
verðra upplýsinga. Það var
þýzka birgðaskipið Ramses, sem
var á leið frá Japan til Þýzka-
iands með fjölda af stríðsföng-
um frá skipum Bandamanna, sem
þýzk víkingaskip höfðu sökkt. Á
23° suðl. br. og 99° austl. lengd-
ar, eða um 5 daga siglingu suður
af Java var Ramses umkringt
af áströlskum og hollenzkum her-.
skipum, sem fylgdu skipalest.
Þjóðverjarnir sökktu skipi sínu
og fóru í bátana ásamt föngun-
um.
Ástralskur tundurspillir bjarg-
aði þeim og fór með þá inn til
Freemantle. Hinir herteknu sjó-
menn skráðu sig á önnur skip og
hópurinn dreifðist í allar áttir.
Einn stríðsfanganna, grannur,
brosleitur ungur Norðmaður,
David Knudsen að nafni, skýrði
frá því að á einu hinna þýzku
skipa, sem hann var fangi, hefði
hann séð stóran hóp af amerísk-
um sjómönnum, sem hann taldi
víst að hefðu verið af Stanvac
Calcutta, um 30 talsins. Hann
gaf upp nafn á öðrum Norð-
mönnum, sem voru fangar með
honum og einn þeirra, Jens
Florenes, fyrsti vélstjóri var
minnugur á nöfn. Hann mundi
nöfnin á Mont, Walker og Willi-
ams. Þeir voru allir vélst.jórar,
sagði hann. Þessir menn höfðu
skýrt honum frá sjóorustu við
víkingaskip, og margir menn
VÍKINGUR
212