Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Side 6
í gegnum hergirðingu banda- manna. Skipið var þungvopnað. Stier rakst á Stanvac Calcutta 500 sjómílum útaf ströndum Brasilíu, átta daga siglingu frá Montevideo. Af þeim, sem eftir lifðu og var bjargað af áhöfn Stiers voru 12 illa særðir af sprengjubrotum, og daginn eftir orustuna, 7. júní 1942, dó hásetinn Martin W. Hyde af sárum sínum og var líki hans, að aflokinni stuttri bæn, sökkt í hafið, sveipað ameríska fánanum. Aðrir af áhöfn Stanvac Calcutta, særðir og ósærðir, dvöldust um borð í Stier í sex daga. 12. júní hafði Stier sam- band við þýzkt birgðaskip og fékk hjá því eldsneyti. 24 ósærð- ir af áhöfn Calcutta voru fluttir yfir í þýzka birgðaskipið, sem hét Doggerbank, og fluttir beina leið til Japan. Menn þessir lentu svo í fangabúðum í Fuknoka. Hinir særðu, nú 11 talsins, voru um kyrrt um borð í Stier til 27. júlí. Þá voru þeir allir, að undanteknum Saedie Hassan, settir um borð í birgðaskipið, sem komið var til baka með meira eldsneyti. Doggerbank sneri svo aftur til Japans með um 180 hertekna sjómenn frá sökktum skipum, voru þeir settir á land í Osaka og settir í fanga- búðir. Hassan varð áfram um borð í Stier, vegna sára sinna. Hann varð vitni að ótal spenn- andi atvikum, þegar Stier réðst á og sökkti skipum bandamanna, sem gáfu þessum harðsnúna náunga margar mikilvægar upp- lýsingar. Hinn 27. september skeði sá óvænti atburður, að sjálfu hinu vel vopnaða víkingaskipi Stier, var sökkt af bandaríska liberty- skipinu Stephen Hopkins. Snemma um morguninn átti Stier stefnumót við þýzka verzl- unarskipið Tannenfels með birgð- ir, og meðan bæði þýzku skipin lágu hlið við hlið, rakst Stephan Hopkins á þau til mikillar undr- unar fyrir báða aðila. Skipin sökktu svo hvort öðru með æðisgenginni skothríð og Tannenfels hirti upp sjómenn þá, sem eftir lifðu — þar á meðal Saedie Hassan! Þannig orsakaðist það, að Hassan hafnaði í fangabúðum í Þýzkalandi en ekki í Japan. Tannenfels slapp í gegn til Bor- deaux og Hassan lá um hríð á frönskum herspítala áður en hann var sendur í fangabúðirn- ar í Marlag und Milag — og þar hitti hann Bendik Lande. Hassan losnaði ekki úr fangabúðunum fyrr en 28. apríl 1945, þegar bandamenn sóttu fram á megin- landinu. Allir hinir af Stanvac Calcutta, sem voru í japönskum fangabúðum hlutu frelsi í sept- ember sama ár, voru fluttir loft- leiðis til San Francisco og með járnbraut til New York að und- anteknum Arthur W. Mont, fyrsta aðstoðarvélstjóra. Hann dó og var jarðsettur í Fuknoka fangabúðunum í marz 1944. Það var minnisverður dagur, þegar skipverjar af Stanvac Cal- cutta hittust í New York frjáls- ir menn eftir áralanga fanga- búðavist. Yfirvélstjórinn á Stanvac lýsti orrustunni við Stier á þessa leið: Ég sat í messanum kl. 10 ár- degis 6. júní 1942 og drakk kaffi með Karlsson skipstjóra. Allt í einu heyrðum við skothríð og hlupum báðir upp á stjórnpall Við komum þegar auga á árás- arskipið og greindum í kíki þýzka gunnfánann við hún á forsigl- unni, ásamt flaggamerkjum um að stöðva vélar skipsins tafar- laust. Við höfðum slegið á hæga ferð, en þegar Karlsson sá þjóðerni sikpsins setti hann á fulla ferð og stýrið hart í borð með það fyrir augum að sleppa frá óvina- skipinu. Síðan gaf hann skipun um að hefja skothríð úr hinum fáu og smáu fallbyssum skipsins. Þýzka skipið hóf þegar breið- síðu skothríð og kúlurnar hæfðu skip okkar bókstaflega alls stað- ar. Þrátt fyrir ofureflið héldum við bardaganum áfram. Brátt tók Stanvac Calcutta að hallast og ég reyndi að rétta skipið með því að skipta á ballasttönkunum, en fann brátt að það var tilgangs- laust. Skipið var stjórnlaust og engin hreyfing á stjórnpalli. Þegar ég kom þangað upp sá ég hvar Karlsson skipstjóri lá ör- endur í dyrum stýrishússins stjórnborðsmegin. Rórmaðurinn, Nelson Okander, var einnig lát- inn á verðinum. Ég staulaðist inn í kortaklef- ann en þar var allt sundurskot- ið, og þegar ég leit í áttina til loftskeytaklefans sá ég líkama loftskeytamannsins., Philips A. Heath, liggja fyrir utan klefa- dyrnar. Orustunni var lokið. Stanvac Calcutta var að sökkva, og við yfirgáfum skipið. Þegar Knudsen yfirvélstjóri, ásamt fé- lögum hans, komu um borð í Sti- er var þeim sagt, að Þjóðverj- arnir hefðu þegar sökkt 19 verzl- unarskipum og að enginn hefði fallið vegna þess að engin þeirra hafði snúizt til vamar. Skipverjar á Stanvac Calcutta voru sæmdir heiðursmerkjum fyrir sérstaka hetjudáð og í sjó- mannaskólanum í Kings Point hangir bronzetafla með upp- hleyptu letri: TIL MINNINGAR UM C/C STANVAC CAL- CUTTA: Þegar skipið var 500 mílur útaf ströndum Brasilíu varð það fyrir árás þungvopnaðs víkingaskips, sem koms.t að því í dimmviðri. Aðeins vopnað fjög- urra þumlunga fallbyssu afturá og þrem loftvarnabyssum reyndi skipið að komast undan, um leið og það hóf skothríð. I fimmtu umferð tókst Stanvac Calcutta að ónýta 15 sm fallbyssu óvinarins, en þá tókst óvininum að skjóta í sundur skotturn skipsins. Skip- verjar héldu samt vörninni uppi þar til skotfærageymslan varð sprengd í loft upp og skipið tók að sökkva. Margir féllu og særð- ust áður en skipverjar neyddust til að yfirgefa skipið og voru teknir til fanga. Vegna hinnar hetjulegu varnar gegn ofurefl- inu, verður nafn Stanvac Cal- cutta varðveitt sem hetjuskip. Lausl. þýtt úr The Compass. Gvðm. Jensson. 214 VÍKINGUK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.