Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Page 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Page 28
St. Lawrence sjóleiðin Evrópiskir landkönnuðir komust þegar á árinu 1635 upp eftir St. Lawrencefljóti að þeim stað, sem hinn stóri hafnarbær Montreal er nú staðsettur, en þar stöðvuð- us.t þeir vegna fossa og sterkrar straumiðu. Meira en 200 ár liðu, áður en hægt var að sigla sæmilega stór- um skipum áfram upp í hin 5 stóru vötn Norður-Ameríku, til þess þurfti skurði og skipastiga. I vötnunum og skurðunum, sem tengdu þau, var alls staðar meira en 20 feta dýpi. I skipa- stigakerfinu, sem tengdi Mont- real við fyrsta vatnið, Lake On- tario, var þó aðeins 14 feta dýpi. Jafnhliða siglingaþróun heims- hafanna átti sér stað þarna á vötnunum mjög merkileg þróun svonefndra vatnaskipa, sem fluttu varning milli borganna við vötnin og niður til Montreal. Skip þessi voru löng, mjó og sérlega grunnskreið. Stýrishúsið fremst til þess að auðvelda stjórn þeii-ra í fjölmörgum skurðum og skipastigum. Særými þeirra var frá 10.000 til 20.000 tonn, og þótt þau minni kæmust gegnum skipastigann til Montreal voru þau allsendis óhæf til siglinga úti á Atlantshafinu. Frá Montreal til fjarlægustu hafnarborgar, Duluth, í vestur- hluta Lake Superior eru 1200 sjómílur, og þar sem vöruflutn- ingar með skipum, að undan- teknum mjög stuttum leiðum, eru ódýrari en með nokkrum öðr- um flutningatækjum var eðlilegt að lengi hafi verið á prjónunum að stækka skipastigana og gera þá færum stórum úthafsskipum. Evrópiskir útgerðarmenn höfðu reyndar um 25 ára skeið sent mörg skip sín til borganna við vötnin. Skipin voru þó öll smá, en stærð þeirra takmarkaðist af 14 feta dýpi skipastiganna við Montreal. Víðs fjarri fór þó að allir í Ameríku væru hrifnir að gera St. Lawrence leiðina færa stór- um úthafsskipum. Hin voldugu járnbrautarlestafyrirtæki, sem fluttu vörur frá þessu umhverfi ú.t til austurstrandar Ameríku, voru heitir andstæðingar mann- virkisins. Æ ofan í æ tókst þeim að koma í veg fyrir að starfið yrði hafið. Það var fyrst árið 1950, sem Canada ákvað að ráð- ast í mannvirkjagerðina og 1954 gerði Bandaríkjastjórn samning við Canada um að standa sam- eiginlega að kostnaði fyrirtæk- isins. Vatnsyfirborð Lake Superiors er 200 metrum ofar sjávaryfir- borði heimshafanna. Þessi hæð- armunur er notaður til að knýja vatnsaflsstöðvar og framleiða raforku. Mannvirkin í St. Law- rence-fljóti hafa því tvenns kon- ar tilgang, í fyrsta lagi að koma stórum skipum með allt að 27 feta djúpristu upp í vötnin, og í öðru lagi að framleiða ódýra raforku. Stærsta raforkuverið mun framleiða 1,640 megawött og verður þá eitt stærsta raf- orkuver heimsins. Mesta mannvirkið er leiðin frá Montreal upp í Lake Ontario. Á verkinu var byrjað í sept. 1954 og var unnið í sameiningu fyrir fé frá Canada og Bandaríkjun- um. 180 milljónum tonna jarð- vegs varð að flytja á braut. En það var um 60% af því magni, sem flytja þurfti, þegar Panama- skurðurinn var gerður. Við verk- ið unnu 22 000 menn. Kostnaðurinn, sem eingöngu fór í að útbúa siglingaleiðina er orðinn 435 milljón dollarar, og greiddi Canada 300 milljónir dollara af þeirri upphæð. Gert var ráð fyrir, að heildarkostn- aður verksins með raforkustöðv- um og hafnabyggingum færi allt upp í 1200 milljónir dollara. Skipastigarnir frá Montreal voru áður 30 að tölu, en hefur verið fækkað í 15 við breyting- una. Þeir eru 800 feta langir, 80 feta breiðir og rúmlega 27 feta djúpir. Skipunum er lyft í þessum 15 stigum upp í hæsta vatnsyfirborð í Lake Superior, sem er 602 fet ofan við sjávar- yfirborð Atlantshafsins. Enn sem komið er geta 25 feta skip aðeins komist upp í Lake Eric. Lake Clair tekur aðeins við 22 —23 feta djúpristu og stöðvar því siglingu stærri skipa inn í Lake Huron, Lake Michigan og Lake Superior. Unnið er nú að því að dýpka þennan farartálma niður í 27 fet. Sjóleiðin var tekin ínotkun 25. apríl 1959, en hin hátíðlega vígsluhátíð fór fram 26. júní sama ár. Eins og við mátti bú- ast komu í ljós ýmsir byrjunar- erfiðleikar, er sjóleiðin var opn- uð. Skip flestra þjóðerna stefndu til St. Lawrence, nokkur send þangað tóm í von um að geta krækt í flutning þaðan, en önn- ur einungis send til að vera við- stödd vígsluhátíðina. Þarna kom því mjög óvænt stór hópur skipa og urðu af því miklar tafir í skipastigum og á skurðunum. Hafnirnar við vötnin voru ekki nógu fljótar að taka við skip- unum, dýpið ekki alls staðar rétt upp gefið, hæðir víða undir brýr ekki nægilega miklar og þrengsli í höfnum of mikil. Giskað er á, að enn þurfi um 500 milljónir dollara til að lagfæra þetta. Allir þessir erfiðleikar verða vafalaust yfirstignir, en þrátt fyrir þá hefur sjóleiðin nú þeg- ar aukið mikið flutningsmagn skipanna. Hafa verður hugfast að leiðin er aðeins opin í 8 mán- uði, frá apríl til nóvembermán- aða. Stjórnendur siglingaleiðarinn- ar telja að 71% meira vörumagn hafi verið flutt eftir leiðinni 1959 heldur en árið 1958. Hagræn þýðing sjóleiðarinnar fyrir Canada og Bandaríkin er sú, að flutningskostnaður til og frá þessu geysimikla meginlands- iðnaðarsvæði Norður-Ameríku stórlækkar. Iðnaðarsvæðið er upprunastaður eða áfangastaður fyrir meira en helming allrar Vf KINGUR 236

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.