Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Side 34
Ályktanir nm átvegsmál
Almennur útvegsmannafundur,
sem boðaður var af stjórn Fjórð-
ungssambands fiskideilda Aust-
fjarða um landhelgis- og sjávarút-
vegsmál, var haldinn að Félags-
lundi á Reyðarfirði miðvikudaginn
7. sept. 1960, voru eftirfarandi til-
lögur og ályktanir samþykktar.
Landhelgismál:
1. „Almennur fundur útvegsmanna
á Austurlandi, haldinn á Reyðar-
firði miðvikudaginn 7. sept. mót-
mælir því að teknir verði upp
samningar við Breta um fiskveiði-
landhelgi íslands.
Fundurinn telur, að fastmótuð
hafi verið sú stefna í landhelgis-
málinu, að samningar við einstak-
ar þjóðir um málið komi ekki til
greina og frávik frá tólf mílna
fiskveiðilandhelgi umhverfis land-
ið allt, komi ekki heldur til greina.
2. „Almennur fundur útvegsmanna
á Austurlandi, haldinn á Reyðar-
firði miðvikudaginn 7. sept., tel-
ur, að reynslan af tólf mílna
fiskveiðilandhelginni við ísland
hafi þegar leitt í ljós, að báta-
floti landsmanna hafi með stækk-
un hennar notið stórbættrar að-
stöðu frá því sem áður var.
Fundurinn telur einnig, að
reynslan hafi sannað, að óheppi-
legt sé að heimila íslenzkum skip-
um togveiðar innan tólf mílna
markanna, og skorar á ríkis-
stjómina að breyta reglugerð nr.
87 frá 20. ágúst 1958 þannig, að
slíkar veiðar verði ekki leyfðar".
Afstaða til L.l.Ú.
„Almennur fundur útvegsmanna
á Austurlandi 7. sept. 1960 álítur
nauðsynlegt að stofnaðar verði út-
vegsmannadeildir í L.Í.Ú. á sem
flestum stöðum austanlands.
Trggingamál:
1. „Almennur fundur útgerðar-
manna á Austurlandi, haldinn á
Reyðarfirði 7. sept. 1960, telur,
að rekstursgrundvöllur bátaút-
vegsins, sem lagður var
snemma á þessu ári, hafi ekki
reynzt eins traustur og opinberir
aðilar gáfu í skyn og lofuðu.
Telur fundurinn, að afkoma sé
ekki slík, að þeir geti staðið und-
ir greiðslu tryggingargjalda og
skorar á ríkisstjórnina að hlutast
um, að tryggingargjöld báta árið
1960 verði greidd á svipaðan hátt
og undanfarin ár“.
2. „Fundurinn skorar á stjórn Fjórð-
ungssambands fiskideilda Austur-
lands að láta athuga, hvort ekki
er hægt á næsta sumri að koma
á samtryggingu á Austfjörðum
fyrir herpinætur og herpinótabáta
og lækka stórum útgjöld vegna
þessara trygginga".
Verðlagsmál:
1. „Fundurinn telur, að reksturs-
grundvöllur bátaútvegsins sé orð-
inn óviðunandi og hafi versnað til
mikilla muna við síðustu ráðstaf-
anir í efnahagsmálunum.
Fundurinn álítur, að stórfelld
mistök hafi átt sér stað um s.l.
áramót, þegar útgerðin var látin
hef ja veiðar án þess að frir lægju
ákveðnir samningar um reksturs-
grundvöllinn, og að sú reynsla,
sem þá fékkst, hafi sannað út-
vegsmönnum áþreifanlega, að
ekki geti komið til mála, að veið-
ar bátanna hef jist um næstu ára-
mót, án þess að fullnaðarsamn-
ingar við ríkisstjórnina um rekst-
ursgrundvöllinn liggi þá fyrir.
Þar sem rekstursgrundvöllur á
síldveiðum í sumar var stórum
verri en árið áður og afkoma bát-
anna einnig óhagstæðari á s.l.
vetrarvertíð og loforð ríkisstjórn-
arinnar um eigi lakari reksturs-
grundvöll á þessu ári, en áður
var, hefur þannig verið vanefnt,
telur fundurinn einnig óhjá-
kvæmilegt að gerðar verði sér-
stakar ráðstafanir vegna rekst-
urs bátanna á þessu ári“.
2. „Þar sem í ljós hefur komið að
verulega mikill munur er á síld-
ar- og fiskverði hér á landi og í
Noregi, vill fundurinn skora á
Fiskifélag íslands að láta fram
fara ítarlega rannsókn á þessum
verðmun og birta opinbera grein-
argerð um rannsóknina".
Síldariðnaður:
1. „Almennur fundur útvegsmanna
á Austurlandi, haldinn á Reyðar-
firði 7. sept. 1960, skorar á rík-
isstjórn íslands, að hún taki til-
lit til reynslu undangenginna ára,
þar sem glöggt hefur komið í ljós,
að móttökuskilyrði á síld austan
Langaness eru algjörlega ófull-
nægjandi og beiti áhrifum sínum
til hins ýtrasta til þess að sUd-
arbræðslum þeim, sem nú eru á
Austurlandi, verði séð fyrir því
fjármagni, sem með þarf, til að
koma þeim í það horf, að rekstur
þeirra verði eins hagkvæmur og
unnt er og afkastageta þeirra
verði aukin.
Þar sem ekki er tiltækilegt að
salta síld á þeim stöðum, sem
ekki hafa möguleika til að nýta
úrganginn, skorar fundurinn enn-
fremur á ríkisstjórnina að beita
sér fyrir því, að síldarbræðslur
verði byggðar á öllum þeim stöð-
. um, sem hagkvæmt getur verið að
salta síld á“.
3. „Almennur fundur útvegsmanna
á Austurlandi, haldinn á Reyðar-
firði 7. sept. 1960, skorar á ríkis-
stjórnina að hefjast nú þegar
handa um að láta fara fram at-
huganir og tilraunir með full-
komnari nýtingu síldar og annars
sjávarafla, að minnsta kosti á
einum stað á Austurlandi, svo
sem niðursuðu, niðurlagningu
o. fl.
Telur fundurinn, að slíkar
framkvæmdir mundu auka verð-
mæti aflans mjög mikið, jafn-
framt því, að það skapaði mjög
mikla atvinnu í landi".
3. „Almennur fundur útvegsmanna
á Austurlandi, haldinn á Reyðar-
firði 7. sept. 1960, skorar á Síld-
arútvegsnefnd að greiða fyrir
aukinni síldarsöltun austan lands,
eins og í hennar valdi stendur,
meðal annars með ríflegum
tunnu- og saltbirgðum á Austur-
landi“.
242
VÍKINGUR