Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 35
I allt sumar hefur verið unn- ið að því að safna þangi aus.tur á Eyrarbakka og það síðan mal- að í beinamjölsverksmiðjunni þar. Hafa í sumar verið möluð 200 tonn af þangmjöli. Erlend- ur sérfræðingur er kom austur og skoðaði fjörurnar austur þar hefur látið svo um mælt, að þarna muni vera lengstu þangfjörur í Evrópu. Vigfús Jónsson, oddviti á Eyr- arbakka, skýrði blaðinu svo frá, að þegar fyrir nokkrum árum hefðu verið hafnar athuganir á hvort ekki mundi unnt að vinna þang í beinamjölsverksmiðjunni svo unnt væri að nýta verksmiðj- una betur. Verkfræðingur frá raforkumálaskrifstofunni rann- sakaði þangbreiðurnar svo og er- lendur sérfræðingur og sagði sá síðarnefndi að þangfjörurnar við Eyrarbakka og Stokkseyri og þar í kring mundu vera hinar lengstu í Evrópu. Vinnsla hafin. I sumar hófst svo vinnslan af fullum krafti, sagði Vigfús. Er það Óskar Sveinbjörnsson for- stjóri Korkiðjunnar, sem tekur að sér vinnsluna til að byrja með en ætlunin mun að stofna sér- stakt fyrirtæki um þangvinnsl- una, ef vel gengur. Beinamjöls- verksmiðjan, Fiskimjöl Eyi-- byggja, er eign frystihúsanna á Stokkseyri og Eyrarbakka. I allt sumar hafa 15 menn haft atvinnu við að skera og vinna þangið, 9 menn skera dag- lega, 4 vinna við mölun og 2 bílstjórar aka þanginu frá fjöru að beinamjölsverksmiðjunni, sem staðsett er mitt á milli Eyrar- bakka og Stokkseyrar. 200 kg. í hverju neti. Þangið er skorið með stórum sveðjum niður við grjót á skerj- unum og brúskarnir settir í venjulegt net, sem síðan flýtur. Að skurðinum vinna tveir menn saman, sem hafa tvo báta við verkið, trillu og minni árabát. Þeir skera á fjöru, safna þang- inu í net og hafa fyllt allt að 53 netum á dag, en venjulega hafa þeir 36 net til að skera í. Eftir að netin hafa verið fyllt, eru þau hnýtt hvert aftan í annað, og á háflóði eru þau dregin í einni trossu upp í fjöru. í hverju neti er nálægt 200 kíló af þangi, en reynslan sýnir, að mjölið verður rúmlega fjórðungur þyngdar- innar. Munu nú hafa verið unn- in 200 tonn af þangmjöli, og all- ar nærliggjandi geymslur troð- fullar. Nóg í U ár. Þó að þessi þangskurður hafi verið stundaður heilt sumar, sér lítið á Bakkafjörunni. Öll fjaran frá Eyrarbakka, hjá Stokkseyri og austur að Baugstaðavita er þakin þangi og öll sker kafloðin, og fullyrða menn austur þar, að þótt miklu meiri mannskapur gengi að þangskurðinum, mundi þangið endast í það minnsta f jög- ur ár, en á þeim tíma er talið, að nýtt þang hafi fullvaxið á ný. I sumar hefur þangið verið aðal- lega tekið framan við Stokks- eyri frá Hraunsá austur móts við Jaðar eða um það bil á 4 km. svæði, en strandlengjan, þar sem þangið er mest, er ekki minna en 10 km. löng. Hyggja Stokkseyr- ingar og Eyrbekkingar gott til þessarar nýju atvinnugreinar, og vænta þess, að ef nægur mark- aður fæst fyrir mjölið, verði á næsta sumri unnið nótt með degi í mjölverksmiðjunni að þang- mjölinu og afköstin með því auk- in verulega, en í sumar hefur verksmiðjan malað níu stundir á dag. Fullyrt er að beinamjöls- verksmiðjan verði á komandi vertíð jafngóð við mölun bein- anna eftir sem áður, þótt hún sé notuð við þangið að sumrinu til, þegar hún ella stæði hljóð og ónotuð. VÍKINGUR 243

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.