Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Qupperneq 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Qupperneq 1
* Efnisyfirlit Bls. Frlðun hrygningarsvæða Eyjólfur Jónsson. 1 Hvalir (þýtt og endursagt) Grfmur Þorkelsson. 2 Matsvelna- og veitlngaþjónaskóllnn. Böffvar Steinþórsson. ' 7 Víffsvegar aff úr veröldlnni ' 8 Asdic-tækl Friffrik A. Jónsson. /— 10 Ötgerffarmál Axel Schiöth. 12 Vetrarvertiðin 1960 í Vestm.eyjnm .. /-—' 14 Myndasafn frá Vestmannaeyjum 14—27 Sigurgelr Jónasson. Fullvinnsla nets í vörpugerð Sigfús Magnússon. 28 Frtvaktln 34 Veffmáilð (þýdd saga) Gissur Erhngsson. 86 ★ pORsí»UMYNDiN: prá Vestmannaeyjum. Bátar aS fara I róSur og vlnnsla I frystlhúsi. Mynd- ir þessar, ásamt öðrum Vestmanna- eyjamyndum í blaðinu, tók Sigurgelr Jónasson, starfsmaður hjá Flugfélagi Islands í Vestmannaeyjum. Sjómannablaðið YlKINGUR Útgefandl: F.F.S.Í. Ritstjóri: HaUdór Jónsson. Ritnefnd: Guðm. H. Oddsson, iorm., Þorkell Sigurðsson, Henry Hólf- oánsson, Halldór Guðbjartsson, Jónas °Uðmundsson, EgiU Jóhannsson, Akur- eyri, Eyjólfur Gíslason, Vestmanna- oyjum, Hallgrímur Jónsson, Sigurjón fiharsson. Blaðið kemur út einu sinnl 1 mánuði og kostar árganguriim 100 kr. Ritstjóm og afgreiðslá er að Bárugötu il. Reykjavik. Utanáskrift: „Víkingur'‘. l'ósthólf 425. Reykjavik. Sími 156 53. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. vÍ-K.INGUE Sjómannablaðið VÍKINGUR Útgefandi: Farmanna- og Fiskimannasamband fslands Ritstjóri Halldór Jónsson 1.—2. tölublað — Janúar—febrúar 1961 ---- XXIII. árgangnr . Friðun hrygnmgarsvæða öllum hugsandi mönnum, sem stundað hafa sjósókn og fisk- veiðar nú um áratuga skeið, er nú orðið áhyggjuefni aflaleysið hér við land, bæði á síld- og þorskveiðum. Nú í sumar og haust hafa togararnir fengið tæplega hálffermi eftir fullan úthaldstíma. En hvað er svo gert til að halda við og vernda fiskistofn- ana? Alltaf lagt í meiri tækni, meiri kostnað til að ná þessum bröndum, sem eftir eru. Mér blöskrar þegar verið er að básúna í útvarpi og blöðum að svo og svo mikið hafi veiðzt af smáufsa í Keflavíkurhöfn og smásíld á Akureyrarpolli. Er ekki þarna verið að eyðileggja uppvaxandi nytjafisk. Það mundi varla þykja búvísindi hjá sveitabændum, ef þeir lóguðu lömbunum þriggja vikna eða mánaðargömlum, en væri það ekki hliðstætt við fyrrnefndan veiðiskip á uppvaxandi nytja- fiskum. Ég tel að það verði að banna með lögum smásíldarveið- ina, nema það sem notað kann að vera til niðursuðu, sömuleiðis alla smáufsaveiði, líka með snurpinót fyrir Norðurlandi. Hafa menn athugað það. hvað einn bátsfarmur af smásíld eins og veidd er á Eyjafirði, mundi verða margir farmar, ef hún fengi að þroskast og verða full- vaxin síld. Sama gegnir með smáufsann. Það er alltaf verið að leggja í meiri og meiri kostn- að, bæði með stærri skipum og LANDSSukASái-'N 234374 meiri og fullkomnari veiðarfær- um og svo er talað um að ekk- ert beri sig, alltaf sé tap á tap ofan og þá verður ríkið að hlaupa undir bagga og borga töpin en hver hirðir svo gróð- ann ef hann verður einhver? En hvað á að gera til að við- halda fiskistofninum við strend- ur landsins? Er hægt að koma á fiskiklaki? Hvað segja fiski- fræðingarnir um það. Og ef það er ekki hægt svo að gagni megi verða, þá verður að friða helztu hrygningarsvæðin fyrir þorska- netum og flottrolli meðan hrygn- ing stendur hæst. Allir hugsandi menn sjá að eitthvað verður að gera áður en allt er orðið upp- urið og ekkert fæst lengur. Við sem komnir erum á efri ár og höfum fylgzt með þróun- inni á mótorbátunum frá byrj- un fram á þennan dag, sjáum hvað fiskur hefur farið hrað- minnkandi, sérstaklega núna síð- ustu árin síðan flottrollið kom til sögunnar og þorskanetanotk- unin hefur aukizt eins og raun ber vitni. Það verður að friða mestu hrygningarsvæðin einhverntíma meðan hrygning stendur sem hæst fyrir flottrolli og þorslmet- um. Þetta verður að gera, ef ekki á að fljóta sofandi að feigðarósi og halda áfram þangað til ekk- ert fæst lengur. Skrifað um jólin 1960. Eyj. Jónsson. 1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.