Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Side 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Side 2
HVALIR „Hvalirnir eru allra spendýra mest lagardýr, alveg óháðir landinu. þar sem sœnautin halda sig þó við strendurnar og taka fœðu sína af gróðri strandanna. Hvalirnir eiga flestir heima úti á rúmsfó og fara þaðan inn í firði og swnd; fáeinar höfrungategundir lifa í stórfljótum heitu landanna (Amazón, Kongó og Ganges) og smáhveli geta villzt inn í árósa hér norður um heim. Aðal- heimkynni hvalanna, einkum hinna stœrri, eru köldu höfin, og sumir þeirra eru fardýr, sem fara langar ferðir eftir árstiðum, til þess að afla sér fœðu eða að bera". (Bjarnl Sæmundsson, Spendýrin). * í janúar eru mestar líkur til að finna stór sjávardýr, sem kró- azt hafa inni af ís í mildum og skyndilegum kuldaköstum. Þetta kalla Eskimóar saugssats. Oftast eru það náhvalir (Monodon monoceros) eða mjaldrar þ.e. hvíthvalir (Delphinapterus leuc- as), sem þannig verða afkróaðir. Dýrin reyna að halda sig þar sem sjór er auður, þegar ísinn brotnar og rofnar vegna sjávar- fallastrauma, reyna hvalirnir að komast þangað, sem bezt er að afla fæðu, en það er oft nokkuð nálægt landi. Þeir eru mjög þurfandi fyrir fæðu eftir langan skort og gæta sín ekki. Þeir dvelja of lengi nærri landi, Sjór- inn hefur lagt á svo stóru svæði, að loftforði lungnanna endist þeim ekki til að synda undir ís- inn þangað sem nóg er af auð- um sjó. Hávaðinn af stympingum dýr- anna undir ísnum heyrist mílur vegar, því öll reyna þau að kom- ast að vök til þess að anda. Þegar þannig stendur á notar náhvalur- inn ekki skögultönnina til þess að brjóta ísinn með, eins og munn- mæli herma að hann geri. Hon- um virðist ekki hugkvæmast, að tönnin gæti verið til slíkra hluta nytsamleg. Hinsvegar berjast. þeir um öndunarsvigrúmið og sjórinn skvettist upp á vakar-, banninn, sem þá frýs samstund- is, og ísinn styrkist um leið. Hryggilegt er að horfa upp á innbyrðis baráttu dýranna um aðgang að andrúmsloftinu, en veiðimaður, sem kemst í tæri við svona ástand, hefur fundið gulls- ígildi. Hann tekur sér stöðu á barmi vakarinnar og stingur skutlinum í hvalina við fætur sér. Þegar hann fer að hala hina stungnu hvali upp á ísinn, hjálpa þeir, sem enn eru lifandi niðri í sjónum, honum til þess, þeir ýta undir hina dauðu skrokka, til að fá öndunaraðstöðu fyrir sjálfa sig. Saugssats eru ekki mjög sjald- gæf, en þau finnast auðvitað ekki öll. Oft verða menn, sem ferðast á sleðum, varir við staði, þar sem saugssats hefur átt sér stað einhverntíma vetrarins. Oft geta þeir hirt aðeins nokkra skrokka ,en við höfum verið vitni að því, að meira en þús- und náhvalir króuðust inni í ís og drápust. Veiðimenn, sem verða fyrir því happi að finna saugssats þurfa alltaf að bregða fljótt við. Alltaf getur straumur og vindur gert rennur í ísinn, jafnvel hversu þykkur sem hami er, en hvalirnir eru fljótir að verða þess varir og fara þá samstund- is. Flestir þeir hvalir, sem fyrir- finnast í Norðuríshafinu, eru þar symargestir, sem koma þangað frá heitari hafsvæðum; ■ í raun og veru eiga aðeins þrjár hvala- tegundir þar heima, nefnilega náhvalurinn, mjalduifinn eða hvíthvelið og hinn sjaldgæfi norðhvalur ■ (Balaeha .mysticet- us). Allir fara þeir á vetrum þaðan, sem ísinn er þéttastur, en nokkuð af stofninum hefst þó við í norðanvérðu íshafinu í febrúar. Athyglisvert er, að al- gerlega einangraður og stað- bundinn stofn hvíthvala hefst við á St. Lawrenceflóa. Rétt er að geta þess að þó íshafshval- irnir færi sig suður á bóginn, þá fara þeir ekki suður fyrir markalínu kalda sjávarins, þó þeir vilji forðast jökulkulda norðurskautsvetrarins á norðan- verðu íshafinu. í rnars fer hvíthvalurinn að halda norður á bóginn og yfir- gefur flóa og firði á sunnan- verðu norðurskautssvæðinu. Á norðurleið kemur hann oft inn á firði og í sund, þar sem straum- ur er mikill, en venjulega held- ur hann sig langt frá landi, þetta þrjár til sex mílur frá yztu grynningum. Vaða mörg þúsund hvíthvala sést frá háum höfðum á ströndinni, vaðan held- ur áfram ferð sinni með um 6 mílna hraða á klukkustund. Þeg- ar stærstu hvíthvalavöður fara framhjá, er straumur þeirra ó- slitinn hálfan daginn. Hvalkýrn- ar og kálfamir hefja ferðina, en tarfarnir leggja af stað síðustu VÍKINGUR 2

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.