Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 8
Fljóia-hraðbátar. í Sovétríkjunum er ráðgert að byggja 285 hraðbáta fyrir árslok 1965, sem eiga að taka að sér fólksflutninga á fljót- um. M. a. verða byggðir 800 stálbátar, sem eiga að geta náð 55—60 mílna hraða. — Rússar eiga nú sex slíka hraðbáta og er einn þeirra með 150 sætum. Shipabygfiinf/ar í notterdam. Droogdok-Maatschavpi N. V. skipasmíðastöðin í Rotter- dam hefur fengið nýjan skipabyggingarsleða, sem er 240 m langur og 51,5 m á breidd. Það er hægt að lengja hann upp í 350 m, og þá er hægt að byggja í honum allt að 150 þúsund tonna skip. Sœnnh flothvi. Hjá Eriksbergs Mek. Verk- stads AB í Gautaborg er nú verið að byggja nýja flotkví, sem á að hafa 30 þús. tonna lyftiafl. Kostnaðarverð henn- ar er áætlað um 20 til 25 millj. Skr. (ca. 140 millj. ísl. kr.). Þegar flotkvíin er full- gerð á hún að geta tekið supertankskip allt að 65 þús. tonn Dw. Sifflinffamálaráó- herra tireta hefur lagt fram nýjar til- lögur um lánastarfsemi fyrir siglingaflotann, og nýjar á- ætlanir til stuðnings sigling- um. Ríkisstjórnin hefur skip- að sérstaka nefnd til þess að rannsaka ástand siglingamál- anna í heild, m. a. möguleika fyrir að notfæra sér atóm- orku sem aflgjafa í aðalvél- um skipa. Ship til nióurriis. Árið 1959 var metár í nið- urrifi skipa. Samkvæmt Loyds lista voru það ár 800 skip, samtals 3,12 millj. tonna tek- in í brotajárn. Fyrra metár var 1933, en þá fóru í brota- járn 2,4 millj. tonn. Efst á lista að þessu sinni er Eng- land með 236 skip, samtals 608 þús. tonn, en síðan koma U.S.A., Panama, Italía, Lí- bería, Holland og Frakkland. Fishvciðar í Kenya. Það sérkennilega við fisk- veiðar í Kenya (og að vísu í allflestum Afríkurkjum) er, að þau 30.000 tonn, sem ár- leg fiskveiði er þar í landi, er að mestu leyti vatnaveiði, eða 26.000 tonn, en aðeins 4.000 tonn úr hafinu. Strand- lengja Kenya er um 115 sv. mílur á lengd, en íbúarnir nota enn sams konar bambus- báta eins og forfeður þeirra hafa gert um aldaraðir. Venjulega er aðeins veitt fyrir daglegum þörfum. Ber- ist hins vegar meiri afli að, er markaðurinn yfirfullur. Þess vegna eru nú uppi ráða- gerðir um að geta tekið á móti fiski til geymslu, og hyggja stærri báta með véla- útbúnaði. Fyrir stuttu síðan fundust góð fiskimið úti fyrir norður- strönd Kenya, er veiðisvæðið um 30 mílur á lengd og 9 á breidd. Er talið að þar mætti fiska mikið til almennrar framleiðslu. Togveiðiaðferð er talin muni mæta miklum erfiðleikum vegna þess, hve botninn er þakinn kóralrifum. (Dansk Fiskeritidende). liruifbátar til V.S.A. Bátabyggingarstöðin S. Förde í Álasundi hefur feng- ið milljóna króna samning um byggingu hraðbáta fyrir U.S.A. 1 samningnum er gert ráð fyrir þrem tegundum báta af stærðunum 36,38 og 41 feta. Einn bátur af stærð- inni 36 fet, byggður úr plasti og plastfiber, hefur þegar verið afhentur. Xornhir shuttogarar. Norska stórþingið liefur samþykkt að leggja fram 100 þús. Nkr. sem hlutafjár- framlag í útgerðarfyrirtækið Havfisk, en það félag á að gera tilraun með aukinn tog- ararekstur frá Noregi, og er m. a. að láta byggja tvo skut- togara hjá Rickmerswerft í Bremerhaven, sem eiga að vera fullsmíðaðir 1961. Báðir togararnir eiga að vera af sömu gerð eins og þýzki skut- togarinn „Carl Wiederkehr". lleíntHshipaflotinn 1060. Verzlunarskipafloti heimsins af sjófærum skipum yfir 300 brúttó, var samkvæmt skýrslu frá Skipaskrárstofnuninni í Bremen, taldist vera samtals 22.810 skip, og samanlögð brúttótonnatala 123 milljónir tonn eða um 176 millj. t. dw. Samtals var flutningarými skipanna ca. 248 millj. kúbik- metrar, og þar af voru um 5,6 millj. kúbikm. frystirými. Kojupláss voru samtals 321,- 640 á þeim skipum, er fluttu farþega. Á einu ári hefur flotinn aukizt um nær 5,1 millj. brt. eða 4,3%. Þurrlestarflotinn jókst um 2,3% og tanksskipa- flotinn um 8,2%. Tiltölulega mesta aukningin var hjá Jap- önum og Grikkjum, en Stóra- Bretland hafði í fyrsta sinn í sögunni meira en 20 millj. br.t af siglandi skipum yfir 300 tonn. Þýzki flotinn sýndi kyrrstöðu, en sá rússneski jókst um 55.000 tonn. (Slcibsfart 8/60). Alesta hafdýpi. Ameríski sjóherinn setti nýtt heimsmet í djúpköfun, er kafað var í „djúpkúlu" hersins í „Trieste" í Maríana- dýpi í Kyrrahafi. Hið nýja heimsmet, 37.800 fet, er ennfremur athyglis- vert vegna þess, að það sann- aði, að „dýpsta hola verald- arinnar" (Marianas Trench) er dýpri en áður hafði verið talið. — Fyrri rannsóknir, byggðar á djúpmælingum rússnesks hafrannsóknaskips 1957, töldu dýpið vera 35.000 fet. — Semcnt-skipið „Cemcntine*f Fyrsta sement-skip, sem byggt hefur verið í Noregi, var nýlega afhent frá A/S Langesunds mek. Verksted til A/S Dalen Port- land-Cementfabrik, Brevik. Skipið er útbúið til þess að flytja laust sement og til þess að geta losað farminn sjálft. Því er einkum ætlaðar strandsiglingar við Noreg, en þó þannig útbúið, að hægt er að nota það til ótakmarkaðra ferðalaga. Lengd skips- ins er 64 m, breidd 58 m, djúprista 4,5 m, brt stærð 900, gang- hraði 11,5 mílur hlaðið. M.s. „Cementine1' er ætlað að lesta úr siióum verksmiðjunnar, með aðstoð færibanda i landi, en hefur sjálft láréttan skrúfudreifara, sem sér um að koma sementinu út i lestamar. Það getur lestað um 200 tonn á klst. og losað sjálft 50 til 100 tonn á klst. 8 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.