Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Page 10
Jri&rll Jfáníion• ASDIC-TÆKI Eftirfarfandi grein er erindi, sem Friðrik A. Jónsson, útvarpsvirkjameist- ari, hélt fyrir stuttu síðan á kynn- ingarfundi hjá Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu „Aldan“. * * * Síldveiðarnar við ísland eru lík- lega eins gamlar og landnámið, en f.ær hafa samt ekki gegnt neinu sögulegu hlutverki fyrr en á síðustu öld. Það munu vera um 100 ár síðan eða um 1858, að Norðmenn sendu hingað sinn fyrsta síldarleiðangur, en þessi leiðangur hafði ekki heppn- ina með sér og lögðust því frekari tilraunir niður um tíma. En árið 1870 var annar leiðangur gerður út frá Noregi, er gekk betur og óhætt er að segja, að uppfrá því höfum við haft heimsóknir af mis- stórum norskum og annarra þjóða leiðangrum á hverju ári. Þá voru engir erfiðleikar með að veiða síld- ina hvar sem hún fannst, þar sem hægt var að landa henni og aðstaða til söltunar. Snurpunótin byrjaði að koma við sögu síldveiðanna rétt eftir alda- mótin. Með henni sköpuðust nýir rnöguleikar; áður hafði aðallega verið veitt inni á fjörðum, en nú var hægt að veiða á hafi úti. Um svipað leyti, en þó heldur fyrr, nánar tiltekið 1896, byrjuðu Norðmenn veiði með reknetum. Með báðum þessum miklu endurbótum kom brátt í ljós, að það borgaði sig að gera út á síldveiðar. Rétt upp úr aldamótunum fengu norskir hvalveiðibátar leyfi til að starfrækja hvalveiðistöðvar á nokkr um stöðum á landinu, og byggðu bræðsluverksmiðjur fyrir hvalveið- ina. Þetta stóð þó ekki lengi. En árangurinn varð sá, að af mörgum af þessum stöðvum uxu upp verk- unar- og bræðslustöðvar fyrir síld. Þessar síldarstöðvar voru að mestu í eigu Norðmanna lengi fram eftir eða allt fram á þriðja áratug aldar- innar. En eftir því, sem við lærðum bet- ur að þekkja verðgildi síldarinnar, og fleiri fóru að taka þátt í veiði hennar, vildum við sjálfir starf- rækja síldarverksmiðjurnar og sölt- unarstöðvarnar. Þetta voru hinir erlendu eigendur látnir vita, sem létu þær af hendi smátt og smátt. Það má segja, að fram til síðari lieimsstyrjaldar hafi verið nokkur síldveiði fyrir Norðurlandi og yfir sildveiðitímabilið var töluvert síld- armagn og má segja, að þá kæmum við upp síldariðnaði. Nokkru eftir stríðið má segja, að síldin hverfi af miðunum fyrir Norð- urlandi. Það er að vísu of fast að orði komizt, en aflinn minnkaði jafnt og þétt, og menn töluðu um, að vísu í enda vertíðar, að næsta ár myndu þeir ekki fara til síld- veiða. Þessi aflabrestur kom einnig fram hjá öðrum þjóðum, sem stunduðu síldveiðar við ísland, og þar bar mest á Norðmönnum, sem lögðu mikla áherzlu á þessar veiðar. Þessi aflabrestur varð meðal annars til þess, að hafrannsóknarskipið Georg Sars var sent út til síldarleitar árið 1950. Undanfari þess, að menn létu sér detta í hug að senda sérstakt skip til síldarleitar, var meðal annars sú staðreynd, að nýir möguleikar höfðu komið í ljós. — Þessir möguleikar byggðust á tækjum, sem notuð voru í síðustu heimsstyrjöld til að finna kafbáta, sem ekki sáust á yfirborði, sem sé voru í kafi. Tæki þessi fengu leyninafnið Asdic. Fyrsta tilraunin með síldarleit með Asdic, sem gaf raunverulegan árangur, átti sér stað í febrúar 1946. Tilraun þessi var framkvæmd af tiorska verkfræðingnum Thorvald Gerhardsen, á vegum fiskirannsókn- ardeildarinnar í Bergen. Árangur- inn var svo góður, að hafrannsókn- arskipið Georg Sars var útbúið þessum tækjum, og 1950, eins og áður er sagt, fer Georg Sars í s'íld- arleit. Og náðist sá árangur, að síldin var staðsett á mörkunum þar sem hinir köldu og hlýrri haf- straumar mætast norðaustur af Langanesi, og árið 1951 veiddu Norðmenn síld þarna úti á regin bafi eftir tilvísun Georg Sars. Eins og allir vita, sem til síld- veiða þekkja við Norðurland, er síldin veidd í snurpunót, þannig að kastað er kringum síld, sem kemur upp að yfirborðinu og veður, sem kallað er. En síðustu 10 árin hefur síldin ekki viljað vaða nema mjög lítið og þá helzt í byrjun veiðitím- ans, og torfunum fækkaði, sem hægt var að finna eftir rauðátunni í sjón- um. En árið 1954 var brotið í blað hjá jkkur með nýrri veiðiaðferð, nýtt tæki kemur á síldarmiðin, Asdic- tækið. Það er mörgum minnisstætt, þegar vélbáturinn Mímir frá Hnífs- dal var á leið inn á Sigluf jörð, ásamt þremur öðrum bátum. Mímir stanz- ar allt í einu, hinir bátarnir halda áfram, en finnst eitthvað athuga- vert við þessa hegðun Mímis, og það kemur fljótlega í ljós, því Mímir byrjar að kasta nótinni í tóman sjó, að því er þeim virtist, en það sem skeður er, að Mímir hávar úr nótinni 350 mál af síld. Eftir þetta vel heppnaða kast m.b. Mímis koma fleiri bátar, sem ná árangri með þessu nýja tæki og ber þá mest á m.b. Víðir II frá Garði. Vinnsla Asdic-íivhja. Reynsla manna við not af Asdic- tækjum hefur sýnt, að beztur árang- ur næst með að tileinka sér ákveðna aðferð, en aðferðirnar geta verið mismunandi eins og skipin, þannig að sama aðferðin gildir ekki fyrir allar gerðir skipa. Sumar aðferðir geta verið góðar og aðrar lélegar, en það er sameiginlegt með léleg- um og góðum aðferðum, að náið samstarf sé milli þess, sem er við stjórnvölin og þess, sem er við Asdic-tækið. Skipstjóri, sem sjálfur vinnur ekki með Asdic-tæki, getur gert þaulvanan Asdic-mann óstarf- hæfan, ef samvinna milli þeirra er ekki í fullkomnu lagi. Með tilliti til þess, hve hægt hljóð- bylgjan fer í vatni og með tilliti til ýmissa annarra skilyrða, sem djúp- ur sjór skapar, er margt, sem taka verður til greina, þegar um notkun Asdic-tækis er að ræða. Asdic-spegillinn eða hljóðbylgju- tíreifirinn er hreyfður um 80 til 90 gráður frá stjórnborða til 80—90 gráður á bakborða, hreyfingin þarf að vera í áföngum, 3 til 5 gráður með stoppi á milli. Hve langt þetta 10 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.