Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Side 12
jU SJ, lo 'th: Útgerðarmál Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að birta nokkrar hugleiðingar um út- gerðarmál en vissulega eru þessi mál nú ofarlega á baugi hjá þjóðinni svo sem eðlilegt er. Sú staðreynd blasir við, að fiskigengd á djúpmiðum hefur farið ört minnkandi á undan- förnum árum, ördeyða hjá flest- um togurum, nýju togararnir liggja bundnir við bryggjur og virðist nú svo komið, að helzt sé reitingsafli með ströndum fram innan landhelgislínu. Eru það helzt smábátar sem hafa getað notfært sér þessa veiði á meðan hún endist. FiskverSiS. Um verðlag á fiski hefur ver- ið ritað langt mál og ýtarlegt í Ægi, tímarit útgerðarmanna svo oe: öðrum blöðum landsins. Virðast menn ekki vera á eitt sáttir um það hvort sannvirði sé greitt sjómönnum fyrir fisk- inn og er þá venjulega borið saman við verðlag annarra þjóða, t.d. hjá frændum okkar Norðmönnum. Sannleikurinn er í stuttu máli sá, að þar í landi virðist fyrirkomulag á verðlagn- ingu fiskjar vera byggt á talsvert sanngjarnari grundvelli en hér á landi og því erfitt að átta sig á misrétti þeim, sem hiklaust er haldið fram, að eigi sér stað þegar um er að ræða fisk upp úr sjó. Eitt dylst engum, sem um mál þetta fjallar, að þegar tog- arar sigla með fisk sinn ísvar- inn á erlendan markað er verð- lag allt að 10 sinnum hærra en þegar fiskurinn er seldur hrað- frystihúsum. Verður því ekki annað séð, en að sjómenn og út- gerðarmenn, sem ekki eiga ann- arra úrkosta völ, en að landa fiskinum í hraðfrystihús séu hreint og beint að afhenda tekj- ur sínar, eða verulegan hluta af þeim, til starfsfólks í landi, sem vissulega krefjast með full- um rétti, að þurfa ekki að berj- ast vonlausri baráttu við at- vinnuleysi og annað böl, sem því er samfara. Afkastamagn hinna fjölmörgu hraðfrystihúsa lands- ins, sem reist hafa verið við flóa og firði er það mikið, að land- róðrarbátar anna ekki að full- nægja því. Minnist ég þess, að þegar við seldum síðast í Bremerhaven úr togaranum Elliða (17. nóv. s.l.), var stórufsi seldur á allt að kr. 14.80 kg. en þegar þessum sama fiski er landað í hraðfrystihús S.R. á Siglufirði er verð þess- arar fisktegundar ákveðin kr. 1,45 við útreikning á hlutaskipt- um. Eða m. ö. o.: Skipshöfnin fær allt að 10 sinnum lægra verð fyrir fiskinn bevar siglt er með hann til Þýzkalands en þegar hann er laeður á land, — enda mun talsvert af ufsanum hafa farið til mjölvinnslu, — en allir vita, að verð á beirri vöruteg- und hefur lækkað hranaleo-a á erlendum markaði vecma hinnar hörðu samkennni frá Perú. í síðasta tbl. Ægis er nákvæm skrá yfir sölu ísh togara í Cux- haven og Bremerhaven og er fróðlegt að athuga bessa skvrslu með því að þar kemur þessi verðmunur greinilega fram, — þótt skylt sé að geta þess. að verðmunur er ekki eins óskap- legur á öðrum tegundum tog- arafisks eins og á ufsanum. SíldwrverS o.fl. Svo sem kunnugt er ákveður síldarútvegsnefnd árlega verð á fersksíld til söltunar en stjórn S.R. bræðslusíldarverð og legg- ur síðan ráðuneytið blessun sína á það verð, sem þessar ágætu nefndir ákveða. Kjör togarasjómanna eru nú yfirleitt orðin það bágborin sam- anborið við kaup manna, sem stunda landvinnu að það má furðu kalla, að tekizt hefur að útvega mannskap á togaraflot- ann, enda hefur orðið að leita til útlanda til þess að því marki væri náð. Það er tilbreyting fyrir okk- ur togarasjómenn að ráða okk- ur á síldveiðiskip og reynslan hefur sýnt. að síldveiðarnar geta veitt okkur góðan hagnað, — ef vel gengur. Venjulega er ekki að því spurt frá okkar hendi hvert verðlag verði á síldinni og yfir- leitt hefur dregizt að ákveða það, þar til flotinn hefur verið að leggja úr höfn eða jafnvel kominn á miðin. öllum er kunnugt um síld- veiðibrest þann, sem verið hefur á miðum Norðanlands á undan- förnum árum og verður þetta ,,síldarleysi“ ekki rætt hér. Hinsvegar vil ég á það benda, að í samkeppni þeirri, sem er um síldveiði fyrir Norðurlandi á sumrum, finnst okkur harla ein- kennilegt, að hlusta á Norð- menn. sem eru einna skæðastir keppinauta okkar á þessum veið- um, tala um verð á bræðslusíld, sem er allt að helmingi hns.rra en íslenzka bræðslusíldarverðið. Er þó ólíkt erfiðari aðstaða Norð- manna, sem burfa að sigla með farm sinn til Noregs og legg.ia hann þar upp í verksmiðjur. En eflaust eru fleiri en ein ástæða fyrir þessum mismun á verði. Skipulagning Norðmanna á síldveiðum hér við land er til fyrirmijndar. Skipulagning okk- ar íslendinga á nýtingu síldar- innar til bræðslu og söltunar er í molum og það er síður en svo, að síldveiðamar séu stundaðar með þeirri hagsýni, sem krefj- ast verður. Svo sem kunnugt er stunda Rússar síldveiðar á norðanverðu Atlanzhafi allan ársins hring. Er það vitað, að þeir stunda þessar veiðar með reknetum og snurpinótum. . íslendingar eiga skip á síld- veiðum, sem munu vera allt að því eins stór og jafnvel stærri en rússnesku síldveiðiskipin. Mér er spurn: Hvers vegna er ekki hægt að útbúa þessi skip reknetum auk snurpinóta? Nær það nokkurri átt að þessi skip VÍKINGUR 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.