Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Side 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Side 27
Fárviðri — með fyrirvara Hann getur orðið æði hvass í Eyj- um og við Eyjar. Það þekkja þeir, sem þar búa, svo og — og ekki síður — farmenn og fiskimenn á þeim slóðum. Þeir, sem að staðaldri hlusta á veðurskýrslur í útvarpi kannast líka vel við setningu eins og þessa: „Stórhöfði í Vestmanna- eyjum, austan 10“ „austan 12“ — eða meira. Rétt er það að vísu, að oft er strengur með landi, undan Eyja- fjöllum og þá miklu hvassara í Eyj- um en í grennd, austan við og vest- an. En hitt ber og að athuga, að veðrið er mælt í ca. 125 m. hæð yfir sjó á Stórhöfða og er vitaskuld mun hvassara þar en á láglendi og á sjó við Eyjarnar. Þeir, sem hafa kynnt sér málið, halda því fram, að mun- urinn geti verið alit að 3 vindstig- um. — Austan 12 á Stórhöfða gæti þá þýtt: austan 9 i Vestmannaeyj- um, á og við sjó. Trúlega þykir heppilegt að sam- eina starf vitavarðar og veðurat- hugunarmanns og því sé málum þessum fyrir komið á þann hátt, sem hér á sér stað. Það er vitan- lega sjónarmið útaf fyrir sig — en árangurinn er hins vegar hæpin „landkynning“ fyrir Vestmanna- eyjar. Náttúrufegurð er mikil í Eyjum og Eyjarnar hafa um margt sér- stöðu, svo sem að því er snertir jarðfræði, (myndun og gerð fjalla og eyja, sjávarhellar, sem óvíða eiga sér hliðstæður) fuglalíf, út- sýni o. fl. Þær hafa því ákjósanleg skilyrði frá náttúrunnar hendi, til þess að geta orðið eftirsóttur ferða- mannastaður. Það er því illt til þess að vita, að upplýsingar þær sem fólk fær um jafnþýðingarmikið at- riði og veðurfar Eyjanna, skuli vera stórlega villandi. Ástæðulaust er að draga fjöður yfir ókosti veðurfars í Eyjum — en það er jafn-ástæðu- laust að útvarpa oft á dag stórýkt- um óveðursfréttum. — Ég geri ekki ráð fyrir, að veður á Sauðárkróki sé mælt upip á Tindastóli, enda eng- inn viti þar. Gott og nauðsynlegt er að hafa vita á Stórhöfða — en væri ekki athugandi að hafa veður- vita í minni hæð? Eldri sem yngri leggja hönd aS verki á margvíslegan máta. VÍKINGUR 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.