Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Side 30
Danska stórblaðið Politiken hefur undanfarin ár gefiö út hagkvæmar handbækur um ýmis efni, og eru marg- ar þannig, að nota má þær sem nokk- urs konar Leksikon með hinum rnarg- víslegasta fróðleik, sem auðvelt er að grípa tii. Ein sú nýjasta af þessari tegund er „Verdenshistoriens Hvomaar Skete Det?“ Er hún í tveim bindum, hið fyrra nær yfir tímabilið 1 milljón ár f. Krist og til 1600 e. Krist, en hið síðara frá 1600 til 1939 e. Krist. Fyrir þá, sem hafa áhuga fyrir iandafræði og mannkynssögu er þarna um ótæmandi fróðleik að ræða. Bækur þessar er auðvelt að fá hér í bókabúð- um og kosta bæði bindin um 150,00 kr. Þar sem vænta má, að margir af les- endum Víkings hafi áhuga fyrir þessu efni, verður reynt að gefa mönnum lítilsháttar sýnishorn af því, og þó að sjálfsögðu aðeins stiklað á stóra, en þó væntanlega hægt að gefa fróðlega inn- sýn í hið víðtæka efni, meö því að taka kafla úr bókunum í næstu blöðum. * * * UM það bil einni milljón ára f. Krists fæðingu mun veðráttan á jörðinni einkum hafa verið háð vax- andi kulda. Á norðurslóðum eru sumrin of stutt til þess að bræða klakann að nokkru ráði, og þess vegna safnast miklir ísflákar og jökladyngjur í Síberíu, Skandinavíu og Grænlandi. Hin mannlega ættkvísl spendýra jarðarinnar er talin að eiga uppruna sinn að rekja til mannapanna á Miocæn-tímanum fyrir um 20 til 25 milljónum ára. En í fyrsta lagi um þetta leyti hefur þróunin verið kom- in á slíkt stig, að hægt væri raun- verulega að ræða um mannverur á jörðunni. Engir beinafundir gefa öruggar upplýsingar um tilveru mannsins á þessu tímabili, en nokkrir undarleg- ir steinar eolitter (steinn morgun- roðans), sem fundist hafa, virðast bera það með sér, að þeir hafi verið tilsniðnir og notaðir af einhverri mannveru. Þeir eru þó mjög um- deildir og margir jarðfræðingar telja þá aðeins náttúrusniðna. Því það hafa einnig fundizt svipaðir steinar í 20 til 30 milljóna ára gömlum jarð- lögum, og þeir geta að sjálfsögðu ekki verið af mannahöndum. En aldurinn er þó ekki nægur til þess að hrinda hugmyndinni um eolitterne úr menningarsögunni. — Mannveran hefur sennilega aldrei lifað í fullkomlega náttúruástandi. Grundvallaratriði mannlegrar þró- unar — meðvitandi notkun elds og verkfæra — hefur ef til vill átt sér stað á því tímabili, er forfeður okk- ar hefðu frá dýrafræðilegu sjónar- miði fremur getað talist í dýra- flokki. Hjónabandið og samfélags- bygging á grundvelli flokkseðlis- hvatarinnar eru einnig sálfræðileg arfleið mannkynsins frá dýratíma- bilinu. Eolitter geta því hafa tilheyrt dýrum, sem notuðu verkfæri, og sú ályktun kemur vel heim við þá kenn- ingu, að það hafi tekið mannver- una langan tíma að þroskast úr dýri í mann — ekki aðeins líffræðilega, heldur einnig menningarlega. 0.000.000 f. Kr. Kuldatima- bilið nær há- marki og ís og snjóflákar breiðast út. Skriðjöklar frá Skandinavíu og Grænlandi breyta hinni norðlægari Evrópu og Ameríku í liflausa snjó- eyðimörk og út frá Pyreneafjall- garði, Ölpunum og Himalaya, liðast miklar ísbreiður út yfir nærliggj- andi landsvæði. Jafnvel í Afríku og hitabelti Mið-Ameríku eru fjalla- toppar þaktir jökulkrúnum. (1. ís- öld ,Gúnz-tíminn). Á JAVA lifir um þetta leyti mann- leg risavera, Meganthropus. Kjálk- ar hans eru stærri heldur en stærstu gorillaapa, sem nú þekkjast. Svipuð vera Giganthropus frá Kína, var lengi talin mannleg vera, en nýr fornleifafundur frá 1957 er talinn sanna, að þar hafi verið um apa að ræða. Á hinum opnu sléttum Suður- Afríku halda hinir sérkennilegu australapar til. Af líffræðilegum á- stæðum verða þeir varla taldir til ættkvíslar mannsins, en þó er ekk- ert annað dýr, sem kemst svo nærri því. Einhver kynflokkur getur ef til vill hafa þekkt notkun elds og veitt dýr með frumstæðum sleggjuáhöld- um úr stórum lærleggjum. Andstætt við Austur-Asíu risana hafa austral- aparnir almennt verið á stærð við Fygmæ-negrana, sem nú eru þekkt- ir í Afríku. En báðir þessir útdauðu frumherjar eru í mesta lagi hliðar- grein á ættkvísl mannsins. AUSTUR-ENGLAND er íslaust og hefur að einhverju leyti verið búsett. í sandklöppum við ströndina hefur fundizt talsvert af illa til- höggnum steinum, en ekkert er vitað frá hvers konar lífverum þeir eru. 0.500.000 f. Kr. Adriahafið og Ægæiska hafið myndast. Hugsanlegt er, að landbrú hafi verið milli Skotlands og Grænlands. Tungumál þróast. Hitatímabil (1. mið-ísöld) eyðir miklu af ísnum á láglendinu. Apa- roaðurinn tekur bólfestu á jörðinni. Steinrunnar beinaleifar hans hafa fundist á J Ö V U (Pithecanthopus erectus, hinn upprétti apamaður), í KÍNA (Sinanthropus, Peking-mað- urinn), og í S-Þýzkalandi (Palæan- thropus, Heidelberg-maðurinn), lágt og slétt enni, afarmiklar augabrúnir og klunnalegt, hökulaust niðurand- lit, er sameiginlegt höfuðútlit allra apámannanna, en líkamshæðin er nokkuð mismunandi. Peking-kyn- flokkurinn er ca. 150 cm, en Java- apamennirnir eru 10—20 cm hærri. Líffræðilegar rannsóknir hafa leitt rök að því, að apamennirnir hafa getað talað og þá eðlilega verið grundvöllur fyrir einhvers konar tungumáli, en að sjálfsögðu mjög ó- fullkomið og takmarkaður orða- forði. Mjög keimlíkt uppruna sínum hinu einfalda hljóðmáli dýranna, og hefur að verulegu leyti orðið að styðjast við tákn handahreyfingar VÍKINGUE 30

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.