Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Page 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Page 31
þess, sem talaði (svipað ástand rík- ir enn hjá ýmsum frumstæðum nú- lifandi þjóðflokkum, ýmsir þeirra geta því ekki gert sig skiljanlega í myrkri). Verkfærafundir í ASlU, EVRÓPU og AFRlKU sanna, að mannveran hefur verið búsett allvíða um gamla heiminn. Allir þeir fornaldarhlutir, sem fundist hafa í jörðu, eru úr steini, og hafa auðsjáanlega verið tilhöggnir það allra nauðsynlegasta. Það hefur verið greint á milli tveggja aðferða til verkfæra- eða vopnasmíða, er önnur nefnd klofn- ingstækni, en hin kjarnatækni. En báðar höfðu aðeins það markmið að ná notfærri egg eða oddi. Klofningstæknin virðist eiga upp- runa sinn á hinum opnu sléttum Asíu, en oddtækin eiga augsýnilega uppruna sinn í frumskógum Afríku og Indlands. í Evrópu hafa hvoru tveggja verkfærin fundizt, og hinir landfræðilegu fundir þeirra benda eindregið til, að um áhrif frá austri og suðri sé að ræða. En í barnæsku mannkyns lá Evrópa í yzta útjaðri hins búsetta heims. Mjög stór og ófullkomnar hand- steinspírur hafa hin síðari ár fund- izt í Uganda í Afríku, Tanganyika og Indlandi, þar sem einnig hafa fundizt klofningsverkfæri. Það er ekki hægt að tímasetja þessi frum- verkfæri með fullri nákvæmni, en alls staðar eru þau örugglega þau fyrstu, sem vitna um mannlega til- veru. Þegar frá er skilinn Peking-mað- urinn, sem fundizt hefur í sérlega traustum jarðlögum, er ekki talið mögulegt með öruggri vissu að telja hinar tegundirnar í skyldleika við núlifandi apategundir, sem þekktar eru, en þó er ekki talið ó- trúlegt að þeir eigi uppruna sinn að rekja til þessara löngu liðnu dýra- tegunda. Tilgátur ýmsra fornleifa- fræðinga um að nútímamaðurinn hafi lifað í fortíðinni, eiga sér enga staðfestu í raunveruleikanum. Um andlegt og félagslegt líf er að sjálfsögðu engar heimildir að hafa. Handsteinspíra getur gefið upplýsingar um handkunnáttu þess, sem smíðaði hana, en segir ekkert um trú hans eða hugsanir. Það er VÍKINGUR ISENS UDBREDELSE I EUROPA!&gS ‘ýStockholm O Moskva. V^^London Berlin /’oWars2awa Zúrich Milano Bukarest J. Storste udbredelse Sidste istid------- Israndslinier ..... Pakis þó vitað um Peking-manninn, að hann var mannæta og það gefur ef til vill örlitla bendingu, því að kanníbalisme á venjulega rót sína að rekja til trúarlegra hugmynda. Það er einnig sennilegt að apa- maðurinn hafi lifað í einkvæni (monogam) og kynin hafi valið sér maka eftir gagnkvæmum tilfinning- um. Fleirkvæni og verðmæti eigin- konunnar tilheyra sennilega háþró- aðra menningarstigi. Apamaðurinn er veiðimaður og sú aðstaða ein er nægilega erfið til þess að takmarka stærð fjölskyldu. Raunverulegir þjóðflokkar þekkjast ekki. Samfé- lagshyggju utan f jölskyldunnar hafa fyrstu forfeður mannkynsins sennilega ekki þekkt. Þeir hafa þó staðið andspænis einu mikilvægu félagsfyrirbæri, því að jafnhliða smíði verkfærisins hef- ur skapast hugtakið einkaeignar- réttur. Kuldinn hef- 0.450.000 f. Kr. ur aukizt að nýju. ísinn breiðist að nýju yfir iöndin og nær að þessu sinni mestu útbreiðslu sinni (Mindel-ístíminn). Aðeins 500 kílómetra svæði skilur á milli Alpajöklanna og Skandinav- isku jöklanna, og meirihlutinn af því svæði er að mestu botnfrosin fen, þar sem harðfeng hreindýr og mammútfílar hafa tekið sér ból- festu í stað sverðkatta mið-ísaldar- innar (með stórar vígtennur), ljón og risanagdýr. Önnur mið- 0.400.000 f. Kr. ísöld ber j skauti sér hlýrra veðurfar, er nær yfir ca. 200.000 ára tímabil. Maður- inn hefur búsetu við árbakka, vötn og strandlengjur, og smátt og smátt nær hann meira valdi á smíðum verkfæra og vopna úr steini. — í EVRÓPU er mikið af dýrum til veiða. Á hinum víðáttumiklu slétt- um er krökt af hestum, fílum, nas- hyrningum, bisonuxar og sauðfén- aður og mikill fjöldi krókódíla svamla í stórfljótunum. í skógar- jöðrunum slást hýenur um afgangs- æti ljóna og sverðkatta. Evrópisku steinvopnin eru ennþá mjög ófullkomin, en þó verður vart einstaka verkfæra, með boglöguðu sniði og annarra, þar sem tilraunir eru gerðar til þess að hvessa þau meir en áður var þekkt. Og i S- AFRlKU, þar sem áður þekktust eingöngu steinspírulag, finnast einn- ig tilraunir til annarrar lögunar. 0.200.000 f. Kr. Elsti þekkti fornleifafund ur af mannveru (fundið í Gobi-eyði- mörkinni), að því er virðist af monoloid-kynstofni. Líkamsmálun. Það er ný ísöld (Riss-ístíminn) 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.