Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Qupperneq 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Qupperneq 32
og meðfram jökulröndinni á N- þýzku mýrarsléttunum ferðast mammútar, risahirtir og ullhærðir nashyrningar. 1 EVRÓPU vitna klofningsverk- færin um stóraukna tækni frá fyrri alda sams konar verkfærum, þau finnast einnig í miðjarðarhafslönd- um og í meiri fjölbreytni, er bendir til meiri þekkingar. Evrópisku, af- ríkönsku og indversku verkfærin eru nú til í mismunandi steintegundum, en þó allsvipuð í formi. Hinir þekktu mannkynsflokkar svipar ennþá til hinna gömlu apa- manna, nema hvað heilinn er stærri og örfá önnur sérkenni. Þeir, sem kunnugt er um af beinafundum, eru ngandong-maðurinn á Jövu, og Afríkukynflokkamir Nyasa (Tang- anyika) Rhodesia (N-Rodhesiu) og Saldanha (í S-Afríku). Rhodesíu- maðurinn með hinar miklu boga- dregnu augabrýr, er furðulega líkur núlifandi górilluapa. 0.180.000 f. Kr. ísbreiðurnar eru að nýju að hjaðna niður (3. miðístímabil). Meðaltalshiti er hærri heldur en nú á tímum, og í stað fenjanna, þrosk- ast grasmýrar og skógarvöxtur. Frá Afríku flykkjast fílar, nashyrning- ar og ljón til Evrópu yfir „land- brýrnar", sem yfir Sikiley og Gí- braltar tengja heimsálfurnar saman. £, V-EVRÓPU og MIÐJARÐAR- HAFSLÖNDUNUM kemur ' í ljós nýr verkfærastíll, heldur illa unn- inn og að því er virðist ekki í nein- um tengslum við það verkfæralag, sem þekktist í öðrum landssvæðum. Talsverðar framfarir annars staðar í verkfærasmíði, einhvers konar hrífulag, er virðist benda til þess, að maðurinn sé farinn að nota dýra- húðir. Nýr og þrosk 0.160.000 f. Kr. /. “f* aðn mann- flokkur er kominn til EVRÓPU frá AFRÍKU og hefur tekið bólfestu um meginhluta álfunnar. Þeir eru augsýnilega lágvaxnir og luralegir, lotnir í göngulagi, höfuðið slútir, en haldið uppi af sterkum hnakkavöðv- um. í miðju andliti þeirra, sem lík- ist apaandliti, er stórt, kjötmikið nef undir lágu enni. Neanderdal- maðurinn notar hægri hendi eins og nútímamaðurinn og heilabú hans er af svipaðri stærð. Þó eru greindar- vef jur miklu ver þroskaðar; sjón og heyrn er hins vegar miklu betri hjá honum. Fyrstu innflytjendurnir (Stein- heim og , Gíbraltar-kynflokkarnir) hafa, þó undarlegt virðist, ekki ver- ið eins grófbyggðir eins og aðrir evrópiskir neandertal-menn. Af ó- skýranlegum ástæðum verða líkam- legar breytingar á Evrópu-neander- tal-mönnum; að vísu með jafnhliða heilavexti. Nú fer einnig að bera á breyting- um í verkfæra- og vopnasmíði, sem ekki hefur svipmót annarra fyrri aðferða, en er meira staðbundinn. 1 Evrópu verður hans vart austur á bóginn í Póllandi, Ungverjalandi og Króatíu. í N-Afríku frá Marokkó yfir til Egyptalands og Sýrlands. En einnig víðar virðast hinir ný- fiuttu neanderdals-menn að ein- hverju leyti hafa flutt með sér nýja steinsmíðagerð, einkum að vestan- verðu í Rínardalnum. Utan Evrópu verður einnig vart nokkurra breytinga á hinni menn- ingarlegu uppistöðu verkfærasmíði í S-Afríku kemur fram alls konar skreyting á verkfærum. Hin mikla útbreiðsla neanderdals-mannsins hindrar að sjálfsögðu ekki mögu- leikann á þvi, að lægra og hærra þroskaðir mannflokkar hafi verið búsettir annars staðar á jörðunni. í fyrsta sinn koma fram ótvíræð- ar sannanir um trú á dauðann og tilveru eftir dauðann. Neanderdals- mennirnir grafa sína dauðu í svefn- stillingar, alloft með stein undir höfði og kjötbein og handvopn sem grafargjöf. Ástæðuna fyrir þessu verður maður að álykta sér um, af þekkingu um slíka hætti meðal nú- lifandi frumstæðra kynflokka. Hinn frumstæði maður telur drauma sína þátt af veruleikanum, og telur sig hafa sál, sem yfirgefi líkamann í svefni. Hann telur dauðann vera nokkurs konar svefn, og sálir hinna dauðu haldi áfram tilverunni með sömu þörfum og illgirnislegu til- hneygingum eins og í lifandi lífi. Þessi sálartrú er frum-undirstaða allra trúarbragða, og þar sem mað- urinn á lægsta frumstigi hefur ekki fundið til neinnar sérstöðu sinnar í náttúrunni, finnst honum það eðli- legt að tré, dýr, steinar, vatnsföll o. fl. hafi sál eins og hann sjálfur (animisme) og þessi hugmynd kem- ur einnig fram í ýmsum síðari tíma trúarbrögðum. Smátt og 0.125.000 f. Kr. smátt kóinar upp að nýju, ný ísöld er í aðsigi. Ef til vill byrjar neanderdals- maðurinn um þetta leyti að sveipa sig í dýrahúðir og leita skjóls gegn hinum kalda norðanvindi í kletta- holum. Áhöld þeirra bera vitni um sívaxandi smíðatækni. Tilviljunin ræður ekki lengur útliti hlutanna. Beinhnútur og gegnumboraðar refa- tennur eru notuð sem skreyting. Spjótsoddur úr beini er fyrsta vopn- ið úr öðru efni en steini. Þó hefur mannveran sennilega frá eldri tíð notað bæði tré og bein, en lífræn efni hafa ekki haldið sér eins vel og steinninn til vorra daga. Við rætur Karmelfjalls í Pales- tínu lifir kynflokkur, sem ber með sér sérkennileg tilvik í útliti milli neanderdals-manns og nútíma- inanna. Ástæðan getur verið kyn- blöndun, en einnig sú, að neander- dals-maðurinn sé hér á þessum slóð- um að þroskast í átt til nútíma- mannsins. — í lok 3. miðísaldar breiðist alveg nýtt verkfærahand- bragð (Pre-Aurignac) út frá Pales- tínu til Balkanlanda og Mið-Þýzka- lands; talið er að það eigi rót sína að rekja til einstakra frumflokka núverandi mannkynsflokka. VÍKINGUR 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.