Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Síða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Síða 39
Hann fann snæri. „Allt í lagi, þá er þetta loksins tilbúið. Viljið þér gera svö vel að setjast hérna við borðið?“ sagði hann við piltinn. Ungi maðurinn lagði frá sér glas- ið og settist niður. „Leggið nú vinstri höndina milli naglanna hérna. Naglarnir eru bara til þess að ég geti bundið hendina fasta við borðið, — svona“. Hann vafði snærinu um úlnlið piltsins og nokkrum sinnum um miðhöndina, batt það síðan ram- byggilega við naglana. Hann gerði 'þetta vandvirknislega, svo óhugs- andi var að pilturinn gæti dregið að sér höndina. En hann gat hreyft fingurna. „Gerið nú-svo-vel að kreppa hnef- ann — allt nema litla fingurinn. Litli fingurinn verður að liggja fram á borðið“. „Fyrirtak! Fyrirtak! Nú erum við tilbúin. Þér stjórnið kveikjaranum með hægri hendinni. En bíðið andar- tak“. Hann tiplaði að rúminu og tók upp kjötöxina. Hann kom til baka og stóð við borðið með mundaða exina. „Öll tilbúin? Herra dómari, þér segið hvenær á að byrja“. Enska stúlkan stóð þama í bláu baðfötunum sínum, rétt fyrir aftan stól piltsins. Hún stóð þarna bara, sagði ekki orð. Pilturinn sat alveg kyrr, með kveikjarann í hægri hend- inni og horfði á kjötöxina. Litli maðurinn horfði á mig. „Eruð þér tilbúinn?“ spurði ég unga manninn. „Ég er tilbúinn“. „Og þér?“ spurði ég litla mann- inn. „Alveg tilbúinn“, sagði hann og hann lyfti öxinni upp og hélt henni um tvö fet fyrir ofan fingur pilts- ins, viðbúinn að höggva. Pilturinn horfði á hana, en kveinkaði sér hvergi og hreyfði ekki varirnar. Hann lyfti bara brúnum og yggldi þær síðan. „Gott og vel“, sagði ég. „Byrjið þá“. Pilturinn sagði: „Viljið þér gera svo vel að telja upphátt jafnóðum og ég kveiki?“ „Já“, svaraði ég, „ég skal gera það“. •VÍKINGUR Hann lyfti lokinu á kveikjaranum með hægri þumalfingri og snaraði síðan hjólinu, líka með þumalfingr- irium. Það neistaði á steininum og kviknaði á kveiknum og hann brann með jöfnum, gulleitum loga. „Einn“, kallaði ég. Hann blés ekki á logann; hann lokaði kveikjaranum yfir hann og beið um fimm sekúndur áður en hann opnaði hann aftur. Hann snaraði hjólinu mjög ákveð- ið og aftur logaði glatt á kveiknum. „Tveir!“ Enginn mælti orð. Pilturinn lét augun hvíla á kveikjaranum. Litli maðurinn hafði öxina reidda, og hann hafði líka augun á kveikjar- anum. - - „Þrír! Fjórir! Fimm! Sex! Sjö!“ Þetta var augsýnilega einn þeirra kveikjara, sem mátti treysta. Steinn- inn gaf stóran neista og kveikurinn var mátulega langur. Ég virti fyrir mér hvernig þumalfingurinn smellti lokinu yfir logann. Þá varð bið. Svo hvernig þumalfingurinn lyfti lokinu aftur. Þetta var að öllu leyti þumal- fingursathöfn. Þumalfingurinn gerði allt. Ég dró að mér andann, reiðu- búinn að segja átta. Þumalfingur- inn snaraði hjólinu. Það neistaði af steininum. Loginn kom. „Átta!“ sagði ég, og um leið og ég slennti orðinu, voru dvrnar ODn- aðar. Við snerum okkur öll við og sáum konu standa í dyrunum, smá- vaxna, svarthærða konu. nokkuð við aldur, og hún stóð barna tvær sek- úndur eða svo. hentist síðan áfram og hrónaði: „Carlos! Carlos!" Hún breif um úlnlið hans. tók öx- ina af honum. flevgði henni á rúm- ið, tók í báða jakkaboðunga hans, hristi hann ákaflega og bunaði úr sér einhverium kynstrum af spænsku um leið. Hún hristi hann svo ákaft, að ekki voru tök að festa augu á honum. Hann varð eins og dauf, þokukennd, titrandi þúst, likt og spalir í hjóli á ferð. Svo hægði hún á sér og litli mað- urinn varð aftur greinanlegur og hún teymdi hann þvert yfir her- bergið og hratt honum afturábak á annað rúmið. Hann sat á bríkinni, deplandi augunum og hreyfði var- lega höfuðið eins og til að kanna, hvort það hreyfðist eðlilega í háls- liðnum. „Mér þykir þetta ákaflega leiðin- legt“, sagði konan. „Mér þykir hræðilega fyrir því að þetta skyldi koma fyrir“. Hún talaði næstum lýtalausa ensku. „Þetta er yfirgengilegt", hélt hún áfram. „Og ég býst við að ég megi sjálfri mér um kenna. Ég skil hann eftir einan í tíu mínútur meðan ég læt þvo á mér hárið og þegar ég kem aftur er hann tekinn til á nýjan leik“. Hún var döpur á svip og mjög áhyggjufull. Pilturinn var að leysa höndina af borðinu. Við enska stúlkan stóðum hjá og lögðum ekki til málanna. „Hann er sannkallaður ógnvald- ur“, sagði konan. „Þar sem við eig- um heima hefur hann náð samtals fjörutíu og sjö fingrum af hinum og þessum, og hann er búinn að tapa ellefu bílum. Fólk var farið að hóta að láta loka hann inni. Þess vegna kom ég með hann hingað“. „Þetta var bara smáveðmál“, tuldraði litli maðurinn á rúminu. „Ég geng út frá að hann hafi veðjað bíl“, sagði konan. „Já“, svaraði pilturinn. „Kadil- jak“. „Hann á engan bíl. Ég á bílinn. Og það gerir málið enn alvarlegra“, sagði hún, „að hann skuli hafa veðj- að við yður án þess að eiga neitt til að veðja. Ég bæði blygðast mín og harma það fram úr öllu hófi“. „Jæja“, sagði ég, „hér er þá lyk- illinn að bílnum yðar“. Ég lét hann á borðið. „Þetta var bara smáveðmál“, tuldraði litli maðurinn. „Hann á ekkert lengur til að veðja“, sagði konan. „Hann á ekki eyrisvirði. Ekki tangur né tetur. Satt bezt að segja er ég búinn að vinna allt af honum fyrir langa- löngu. Það tók sinn tíma, og það hafðist ekki með sitjandi sælunni, en á endanum vann ég það allt“. Hún leit á piltinn og hún brosti, hóg- væru, döpru brosi. Síðan kom hún til okkar til að taka lykilinn af borð- inu. Ég sé hana núna fyrir mér, þessa hönd hennar. Á henni var aðeins vísifingur og þumalfingur. 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.