Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 14
öorð og bekki, sem þeir fleygðu á bálið. Slökkviliðsmenn með gljáfægða hjálma hófu slökkvistarf, en Hiram sá að þeir beindu ekki slöngunum að hinni brennandi byggingu, heldur að nærliggjandi hósum. ( Það var sem Hiram væri stung-; Inn, þegar hann minntist forn-|, , minjaverzlunarinnar við Kur-^* fiirsten Damm. Hann ruddistl < gegnum mannþyrpinguna til þess að komast þangað. Fólkið leit á hann sem skaðlausan áhugamann og hleypti honum í gegn. Hann náði til að vera sjónar- vottur að upphafi árásar á verzl- unina- Þar var að verki ein hinna ægilegu Roll-Kommandos, vopn- aðir trélurkum, sem þeir beittu á spegilrúðurnar og mölvuðu þær mjölinu smærra. Sjö menn voru í þessari evð- ingadeild og þeir voru klæddir eins og venjulega; stuttan ein- kennislausan leðuriakka, ein- kennisbuxum og hnéháum stíg- vélum. Tveir þeirra voru revndar á barnsaldri, klæddir stuttbuxum: Umhverfið endurómaði af brot- hlióðum þegar lurkarnir unnu á rúðunum, og Hiram heyrði brak- ið þegar dvrnar voru brotnar inn, en síðan heyrðist þegar posttilín, fíngerðir leirvasar og siípaðir sneglar voru mölbrotnir og þeim feykt úr hillunum niður á gólf. Smávaxinn maður, gráhærður, kom hlaimandi einhversstaðar að út á svæðið, sem lögreglan hélt opnu milli áhorfenda og verzlun- arinnar. Hann greip báðum hönd- um um höfuð sér og hrónaði: „Ach Gott! Ach Gott! Nein... mein!“ Einn skemmdarvarganna sló hann umsvifalaust í höfuðið með lurki sínum. Maðurinn hneig nið- ur á hnén grátandi og stvnjandi og hvítt hár hans litaðist blóð- blettum. Tveir brúnskyrtu SA- menn reistu hann unn og héldu honum meðan sá þriðji lét hnef- ana ganga á honum, unz höfuð 194 hans danglaði máttlaust á búkn- um. Hiram Holliday varð óglatt. Hann fylltist máttvana heift við að horfa á SA-manninn hamra miskunnarlaust á varnarlausum manninum, — sérstaklega við að róninn beitti hnefunum eins og kvenmaður í slagsmálum og æpti stöðugt formælingar og ókvæðis- ^orð með viðrinislegri múturödd. Þetta var allt svo óhrærilegt, að Hiram varð að líta undan. 1 sama vettfangi kom hann auga á kvenveru, sem hafði rutt sér braut í lágum skrautbúnum sportbíl að gangstéttarbrúninni. Hún var ólýsanleg; sambland af grimmri forynju og veikgeðja konu, þar sem hún stóð upprétt við stýri bifreiðarinnar með hár- ið flaksandi í morgungolunni. 1 baksýn gat að líta hið brenn- andi bænahús, en hár hennar var rauðara en eldslogarnir, sem ruddust hvæsandi upp úr kol- svörtum og brennisteinsgulum reyknum- Hárið féll um háls hennar og axlir líkast því að hún væri sleg- in eldslogum. — Starandi augu hennar lýstu eins og tveir rauð- grænir smargaðssteinar í náfölu andlitinu og opinn munnur henn- ^ar með eldrauðar varir minntu Hiram á musterisker, sem hann hafði eitt sinn séð og hárið líkt- ist fornaldarloganum, sem lagði upp úr kerinu. Hún var há vexti, — líklega á hæð við mig, hugs- aði Hiram, k!ædd í slétta loðkápu úr minnkaskinni. Um hálsinn var sívafinn hvítur klútur og það leit út fvrir að hið óhugnanlega fagra höfuð væri laust við hálsinn og að það svifi á hvítu skýi. Og þeg- ar morgunandvarinn, sem stóð í hár hennar svipti pelsinum opn- um, sá hann að hún var á nátt- kjól einum klæða. Óhugnanleiki næturinnar um- turnaði öllu sálarlífi Hirams. — Hann starði eins og dáleiddur á stúlkuna meðan þeir lúbörðu litla Gvðinginn. Hann var rænulaus og ofbeldismennirnir æptu af kvala- losta. Vælið í slökkvisírenunum blandaðist saman yið brothljóðin frá verzluninni. Hiram fannst hann vera að ganga af vitinu. Tvö andstæð öfl toguðust á í honum. Hann þráði hvorttveggja í senn; að taka hana í fang sér og kyrkja hana í greip- um sínum. Þetta var hátíð galdrakvenna og hún var hin rauða norn á Brokkstindi. Litbrigði hins glæsilega sport- bíls gáfu andliti hennar náhvítan blæ og hárinu eldglóandi lit. Hún stóð þráðbein í vagninum og þrýsti báðum höndum að brjósti sér og var dásamlega fögur á að líta- Hiram gat ekki gert sér grein fyrir hvort hún starði á hinn ljóta leik með ánægju eða viðbjóði. Hann vissi aðeins að hún orkaði á hann bæði til hat- urs og ásta. Hún rak upp smáóp og þegar Hiram leit við sá hann að þrír ribbaldanna höfðu borið hina litlu fögru slaghörpu út á gang- stéttina. Einn úr hópnum hróp- aði: „Áfram ungu hetjur, leikið eitthvað fyrir okkur á þetta Gyð- inga-hjóðfæri!" — Einn hinna yngri SA-rónanna, berhöfðaður í stuttbuxum, settist á hálfbrotinn píanóstól og byrjaði að hamra hergöngulag. Hiram fékk tár í augun við að heyra hina grönnu tóna þessa gamia fíngerða hljóð- færis. Honum virtust fágaðirtón- arnir veikar stunur frá löngu liðinni fortíð andvarpa til Moz- arts um líkn og hjálp. Múgurinn tók undir og stapp- aði í takt við hljóðfallið og félag- ar hans slógu með lurkum sínum á gljáfægt hljóðfærið. Hiram leit á stúlkuna í sport- bílnum og sá, sér til skelfingar, að einnig hún hreyfði höfuðið eftir hljóðfallinu. Síðasti skemmdarseggurinn kom út úr verzluninni. Þetta var sterklegur náungi í regnfrakka með buxnaskálmarnar troðnar niður í há hermannastígvél. — Hann tók tilhlaup, sem hann reiknaði þannig út, að við síðustu tónana stökk hann, lenti með báð- ar bífurnar ofan á slaghörpunni VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.