Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 34
er var túlkur. Við sögðum honum, að Adolf Hitler óskaði eftir því, að hann tæki þótt í þessum leiðangri með okkur, til þess að komast hjá blóðbaði. Generalinn varð mjög upp með sér yfir þessari persónulegu beiðni æðsta manns þýzka ríkisins, og sagðist ekki geta neitað þessu. Og þannig fengum við gott tromp á hendina. Um klukkan 11 komu fyrstu flug- urnar, sem strax var komið fyrir, eftir því í hvaða röð þær áttu að vera. Dráttarvélamar tóku eldsneyti og fóru til baka. General Student kvaddi liðið og fór, eftir að hafa kallað flugstjórana og flokksfor- ingjana inn í sérstakan sal, þar sem hann hélt yfir þeim smá ræðu og brýndi fyrir þeim, hve afar áríðandi væri, að lendingarnar tækjust vel. Hann jafnvel bannaði „bot-lending- ar“ (crash), vegna hættunnar sem slíku fylgdi. Ég gaf síðan flugmönnunum ná- kvæm fyrirmæli og teiknaði á töflu lendingarstað hvers fyrir sig, síðan skýrði ég hlutverk hvers flokks. Valin voru orðin „Verið rólegir," sem einkennisorð leiðangursins, en síðan var þetta notað af árásarlið- um Waffen SS allt til stríðsloka. Þetta „töfraorð" átti að ryðja öllum tálmunum úr vegi. Flugtíminn, þessa 100 km. var áætlaður 1 klukkustund, svo að það var áríðandi að við gætum lagt af stað á slaginu eitt. Kl. 12.30 var gefið loftvarnarmerki og okkur var sagt að sprengjuflugvélar væru að koma, og að dálítilli stundu liðinni heyrðum við sprengingar í nágrenn- inu. Ég var í öngum mínum yfir því, að þetta gæti kollvarpað öllum á- ætlunum okkar, en þá heyrði ég Radl kalla: — „Verið rólegir" og róaðist ég þá aftur. Loftárásinni lauk rétt fyrir kl. 1 og hlupum við þá út á flugvöllinn og sáum að flug- urnar voru óskemmdar, en nokkrir sprengjugígir voru á flugbrautinni. Þegar við stigum upp í flugurnar, hikaði ítalinn, eins og hann sæi nú eftir öllu saman, en nú var enginn tími til slíks. Ég lét hann setjast fyrir framan mig í flugunni. Þegar ég leit á úrið var klukkan nákvæm- lega EITT, og gaf ég þá merkið: „Af stað.“ Vélarnar tóku að þruma og við runnum eftir brautinni og svo svif- um við upp í loftið. Leiðangurinn var hafinn! 214 Smátt og smátt hækkaði flugið í stórum sveig og flokkurinn tók stefnu í norðaustur. Veðrið var hið ákjósanlegasta. Hvítir skýjabólstr- ar breiddu úr sér í 3.000 metra hæð. Ef ekki rofaði til, áttum við að kom- ast á leiðarenda óséðir, og koma niður úr skýjunum, án þess að nokk- ur áttaði sig á hvað um væri að vera. Inni í flugunni var óskaplega heitt og loftþungt. Ég tók eftir því að liðþjálfinn fyrir aftan mig var orðinn lasinn og ítalski generalinn var orðinn eins grænn í framan og einkennisbúningur hans. Flug átti víst ekki við hann, enda svipurinn ekkert ánægjulegur. Flugmaðurinn tilkynnti staðarákvarðanir, en ég færði þær inn á kortið. Svo sá ég að við vorum yfir Tivoli. Lítið var hægt að sjá út, því hliðargluggarnir voru úr plastefni, en rifurnar á strigun- um margar, en litlar. Þýzku svif- flugumar af gerðinni DFC 230 voru úr stálgrind með strengdum striga. Við vorum nokkuð á eftir tímanum á þessu sviði, hugsaði ég, og öfimd- aði óvinina, sem notuðu álgrindur, —■ miklu léttari. Við fórum í gegnum þykkt skýja- belti, þegar við lækkuðum flugið, eins og búist hafði verið við, og bráðlega vorum við í glaða sólskini, með skýin að baki. Þá kallaði flug- st jórinn í dráttarvélinni um talstöð- ina: — Flugur nr. 1 og 2 eru ekki framundan. Hver á að taka forust- una? — Þetta voru slæmar fréttir. Hvað gat hafa komið fyrir þær? Þá vissi ég ekki, að það voru aðeins 7 á eftir mér í stað 9. Tveim hafði hlekkst á í sprengjugíg á flugbraut- inni, við flugtak. Ég lét svara: — Við tökum forustuna sjálfir. Svo' dró ég upp hníf minn og skar nægi- lega stórt gat á strigann, til þess að við sæjum sæmilega út. Við urðum að vera mjög nákvæmir í að stað- setja brýr, vegi, fljót og önnur kennileiti á kortið og gera stefnu- breytingar öðru hvoru. Ekki mátt- um við villast! Það var rétt fyrir hinn ákveðna árásartíma, að við sáum Aquila- dalinn fyrir neðan okkur og einnig bifreiðir árásarliðs okkar bruna inn dalinn. Það myndi auðsjáanlega verða á réttum stað á réttum tíma, en hafði víst orðið að yfirvinna tor- færur á leiðinni. Okkur mátti ekki mistakast! — Setjið upp hjálmana, hrópaði ég um Ieið og hótelið kom í augsýn. Og síðan: — Sleppið dráttartaug- inni! Það hljóðnaði kringum okkur, þegar flugvélin flaug í burtu og heyrðum við nú aðeins hvininn í vindinum, sem þaut framhjá. Flug- maðurinn sveif nokkra hringi í leit að slétta akrinum, lendingarstað okkar. Enn á ný urðum við fyrir alvarlegum, sárum vonbrigðum. Það var rétt að þetta var þríhyrningur- inn, en hann var langt frá því að vera láréttar. Þetta var brött brekka, eða jafnvel skíðabraut. Nú vorum við miklu nær hinu grýtta hálendi, heldur en þegar við tókum myndirnar, og lögun hennar miklu ljósari. Það var auðvelt að sjá að lending á þessum ,,akri“ kom ekki til greina. Flugmaðurinn, Meyer liðsforingi, hlaut að hafa gert sér ljóst hið hættulega ástand, því ég sá hann líta í allar áttir. Ef hlýða átti hinum ströngu fyrirmælum Stu- dents, átti ég nú að hætta við allt saman og reyna að láta fluguna svífa niður að dalnum. Ef ekki þá var neyðarlending eina lausnin. Það tók mig ekki langan tíma að ákveða hvað gera skyldi: — Brotlending, eins nálægt hótelinu og unnt er! Meyer hikaði ekki augnablik og niður þeyttumst við. Eitt augnablik var ég í óvissu um hvort flugan þyldi þessa áreynslu í hinu þunna lofti. Ég sá að Meyer losaði fall- hlífarhemlana og síðan varð mikill hávaði, — brothljóð! Ég lokaði aug- unum og hætti að hugsa. — Eitt stórt stökk og flugan stöðvaðist. Skrúfubolti í hurðinni hafði brotn- að. Fyrsti maðurinn stökk út og ég lét mig falla á hlið úr vélinni og hélt fast um vopnin. Við vorum inn- an við 15 metra frá hótelinu! Allt í kringum okkur voru hraunstrýtur af öllum stærðum, sem hefðu getað orðið okkur skeinuhættar, en á hinn bóginn stöðvað fluguna. ítalskur hermaður stóð á verði á smá hæð við hótelið. Hann virtist stjarfur af undrun. Ég gaf mér ekki tími til að huga að ítalska farþeg- anum okkar, en hafði séð hann stökkva út samtímis mér, en hljóp beina leið að húsinu. Ég var því feginn að hafa gefið fyrirmæli um, að enginn mætti hleypa af skoti á undan mér. Það var nauðsynlegt að vekja ekki at- hygli varðanna með óþarfa skot- hríð. Ég heyrði másið í mönnunum að baki og vissi að þetta voru þeir beztu í öllum hópnum og myndu VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.