Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 28
SOVÉTRÍKIN
stórauka fiskveiðar sinar
um og frystum fiski. Einnig
reykt og verkuð flök af styrjum
og saltaður fiskur.
Á seinni árum hefur eftir-
spurnin aukizt eftir hálf tilbún-
um mat úr fiski. Á þessu ári
mun þetta fimmfaldast á við það
sem var í fyrra.
Sovétríkin stefna að því á ár-
inu 1967 að afla yfir 3 milljónir
tonna af fiski. Er þetta magn
meira en 2,5 sinnum magnið, sem
þeir veiddu á fyrsta ári sjö ára
áætlunarinnar, árið 1959.
Rússar hafa í hyggju að stór-
auka enn veiðar sínar og full-
nægja nú þegar 82% af þörf sinni
fyrir sjávarafurðir.
Allir rússneskir togarar undir 200 feta
stórir eru síðutrollstogarar. Skip yfir 200
fet eru skuttogarar.
Til að geta náð þessum árangri
leggja Rússar mikið kapp á að
smíða fiskiskip, svo og frysti- og
flutningaskip. Á þessu ári munu
þeir fá mikið af nýjum skipum,
þar á meðal mjög stórt skip, sem
verður hið stærsta verksmiðju-
skip veraldar. — Skipið heitir
Vostok og um borð í því eru 14
fiskiskip, sem veiða eiga í móður-
skipið.
Sjómennirnir vilja fá semmest
út úr hverju veiðiskipi, og þess
vegna er reynt að stytta legutím-
ann við móðurskipið, í höfnum
eða viðgerðarstöðvum, en talið er
að legutíminn nemi allt að 40%
af árinu- Einnig er stefnt að því
að útbúa skipin bezta tæknibún-
aði.
Venjuleg gerö af
nieðalstórum rúss-
neskum togurum.
Skipasmíðastöðvarnar, sem eru
að byrja að notfæra sér vísindi
og tækni og aukna reynslu, geta
gert mikið til að lengja útiveru-
tímabil skipanna.
★ GÆÐIN SKIPTA MÁLI.
Nú er bezta útkoman fyrir sjó-
manninn ekki háð aflamagninu,
heldur hversu hráefnið er gott.
Og takmarkið á árinu 1967 eru 3
milljónir tonna af ferskum, ísuð-
Sala á tilbúnum fiskrétti mun
tvöfaldast. Og nú með aukinni
tækni eru verksmiðjur í Rúss-
landi farnar að framleiða úrsól-
þurrkuðum sjávarfiski afurðir,
sem bragðast á svipaðan hátt og
vatnafiskur.
Framleiðsluvörur úr lindýrum,
rækjum, fljótakrabba og kúfiski
ryður sér braut í snotrum um-
búðum í rússneskum yerzlunum.
En það eru ekki einungis land-
Snurpunótabátar lialda
út frá Kurileyjum. Hér
liafa Rússar átt í nokkr-
um erfiðleikum við er-
lenda sjómenn, sem
veitt liafa í landhelgi.
Rússar hafa ftó oftar
verið ásakaðir fyrir að
veiða í landhelgi ann-
arra þjóða, heldur en
veiðiþjóf ar sótt þá heim,
enda er strönd landsins
þannig, að ekki er eftir miklum fiski að sækjast innan landhelgi þeirra.
208
VlKINGUR