Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 33
ekki framkvæmanleg á annan hátt. Þegar ákvörðun var endanlega tekin, fórum við Radl að vinna að einstökum atriðum. Við urðum að reikna út vegalengdir, ákveða vopn og annan útbúnað og fyrst og fremst teikna kort yfir þá staði, sem hver einstakur flugmaður átti að nota. 10 hermenn áttu að vera í hverri flugu, auk flugmanns. Hver flokkur varð að vita nákvæmlega, hvaða hlut- verki hann átti að gegna. Ég ákvað að vera í flugu númer 3, þannig að fyrsti og annar flokkur gætu varið aðgerðir okkar í þriðja og fjórða flokknum, þar sem þeir hefðu lent á undan. Þegar allt þetta var fast- mælum bundið, ræddum við í nokkra stund um möguleikana yfirleitt. Við gerðum okkur engar tillivon- ir og var ljóst að þær væru litlar. Enginn vissi hvort Mussolini væri enn á hásléttunni, eða hvort honum hefði verið komið undan, áður en við kæmum. Ennfremur var spum- ingin, hvort við gætum yfirunnið verðina nægilega fljótt, til þess að koma í veg fyrir að hann yrði skot- inn, áður en því væri lokið, ekki höfðum við heldur gleymt aðvörun- um herforingjanna. Við yrðum að forðast sem mest manntjón við lendingarnar, en jafn- vel þótt það yrði ekkert, vorum við aðeins 108 talsins, sem gátum þar að auki ekki allir verið tiltækilegir á sama augnablikinu. Á móti voru minnst 150 ítalskir hermenn, sem þekktu allar aðstæður og gátu not- að hótelið sem virki. Vopnabúnaður beggja liðanna yrði sennilega svip- aður, en “Tommy-byssurnar” okkar áttu þó að gefa eitthvað forskot, með tilliti til liðsmunarins, sérstak- lega, yrðum við ekki fyrir miklu tjóni í upphafi. Þegar við vorum að vinna að öllum þessum útreikning- um, sagði Radl allt í einu: — Má ég stinga upp á því, herra, að við hættum að eiga við allar þessar töl- ur og athugum heldur vinnings- möguleikana, sem við vitum báðir að eru afar litlir, og þótt litlir séu, hættum við alla vega lífinu, til þess að aðgerðin takist! Enn datt mér eitt í hug. Hvernig gátum við notfært okkur, til hins ítrasta og bezt, að hin snögga árás kæmi alveg óvænt, sem vissulega yrði okkar sterkasta vopn? Við velt- um þessu fyrir okkur lengi vel, þangað til Radl datt allt í einu snjallræði í hug: VÍKINGUR — Því skyldum við ekki taka með okkur ítalskan liðsforingja, sem verðirnir bæru kennzl á? Nærvera hans myndi rugla þá, að minnsta kosti í bili, og halda þeim kannski frá að ráðast á Mussolini, þá þegar, en þann tíma yrðum við að nota vel. Þetta var stórfín hugmynd. Gen- eral Student yrði að ræða við við- komandi liðsforingja kvöldið áður og telja hann á að fara með okkur. Til þess að taka fyrir allan „leka“ eða svik, yrðum við að halda liðs- foringjanum hjá okkur alla nóttina. Okkur kom saman um að þetta yrði að vera háttsettur liðsforingi, helzt fyrrverandi herráðsforingi, — sem kunnugur var ástandinu í Róm og hefði tekið hlutlausa aðstöðu, eftir óeirðimar í borginni, en þeir voru þó nokkrir, sem svo var ástatt um. Ef Student samþykkti þetta, átti hann að bjóða honum til aðalstöðv- anna í Frascati. Fyrstu vonbrigðin létu ekki á sér standa. Hinn 11. september var upp- lýst, vegna mikilla aðgerða óvin- anna í lofti og slæmra veðurskil- yrða, væru flugurnar neyddar til að fara krókaleiðir. Þrátt fyrir þetta vonuðum við í lengstu lög, að þær kæmu nægilega fljótt, en sú von brást. Hinn útvaldi ítalski foringi, sem var reyndar general að tign, kom á réttum tíma í boðið, en var nú með vinahótum talinn á að bíða með að hitta Student til klukkan 8 næsta morgun, og þá á flugvellinum. — Árásartíma okkar urðum við að fresta til klukkan 2 hinn 12, í stað klukkan 6 að morgni, og þetta var sunnudagur, en við gátum ómögu- lega beðið enn í 24 klukkutíma til viðbótar. Hún yrði þannig um bjart- an dag. Þá varð á stundinni að breyta ýmsum áætlunum til sam- ræmis við hinn breytta tíma. Laugardagskvöldið gekk ég til herbúða minna. Ég hafði ákveðið að árásarliðið skyldi allt vera sjálf- boðaliðar og mér datt ekki í hug að leyna þá hættunni, og líkunum fyrir miklu manntjóni. Ég lét raða þeim upp og hélt yfir þeim stutta tölu: — Hinni löngu bið er lokið. Á morgun bíður okkar mikilsvert starf, sem Adolf Hitler hefur per- sónulega fyrirskipað. Reiknað er með miklu manntjóni, en hjá því verður varla komizt, því miður. Að sjálfsögðu verð ég með og stjórna aðgerðinni og ykkur. Ég lofa að gera mitt bezta, og ef við stöndum saman, mun aðgerðin heppnast, — já, skál heppnast. Þeir sem vilja gerast sjálfboðaliðar gangi eitt skref fram. — Það gladdi mig inni- lega að sjá, að engin manna minna vildi sitja heima. Ég fól flokksfor- ingjum mínum og von Berlebach, foringja einnar fallhlífarsveitarinn- ar, hið óvinsæla starf, að velja þá, sem fara skyldu, því liðið mátti ekki vera stærra en 108 menn alls. Sjálfur valdi ég 18 Waffen SS menn. Þá var skipaður flokkurinn, sem átti að taka stöðina í dalnum og enn einn til þess að bjarga fjölskyldu Duce, sem var kyrrsett í Róm, en án gæzlu. Ég dvaldi síðan nokkra stund í herstöðinni og það olli mér> mikillar ánægju, að allsstaðar var fjör og sigurvissa. En einmitt þá fengum við alvarlegt taugaáfall við þá frétt í útvarpinu frá Banda- mönnum, að Mussolini hafi verið fluttur til Afríku sem fangi á ítölsku herskipi, sem hafði komið frá Specia..! Þegar ég náði mér eftir þessa frétt, tók ég sjókort og áttavita. Þar sem við vissum ná- kvæmlega tímann, sem ítalska flota- deildin sigldi frá Specia, gat ég auð- veldlega reiknað út, að jafnvel gang- hraðasta skipið gat ómögulega hafa náð til Afríku á svona stuttum tíma. Útvarpsfréttin hlaut að vera gabb. Mér væri láandi, þó ég eftir þetta tæki allar fréttir Bandamanna með fyrirvara? Sunnudaginn 12. september 1943, klukkan 5 um morguninn, gengum við fylktu liði út á flugvöllinn. Bú- ist var við svifflugunum kl. 10. Einu sinni enn athugaði ég út- búnað manna minna, sem allir voru í fallhlífarliðs-einkennisfötum. — 5 daga matarskammti hafði verið út- hlutað. Á meðan við biðum, sett- umst við undir tré og borðuðum ávexti, sem ég hafði látið senda nokkra kassa af á flugvöllinn. Að sjálfsögðu varð vart nokkurrar taugaspennu, en við forðuðumst að láta nokkra taugaveiklun eða ótta sjá á okkur. Kl. 8 hafði ítalski generalinn enn ekki mætt, svo að ég varð að senda Radl til Frascati og sagði honum að koma með hann lifandi og strax. Hinum trausta Radl tókst með erfiðleikum að finna manninn í borginni og koma með hann til okk- ar. Student hafði stutt viðtal við hann, að mér viðstöddum, en Warg— 213

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.