Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Page 13
Paul (jallicc:
J) nátiícf i tiií 4auiam
Framhaldssaga
G. Jensson þýddi
Hann snæddi miðdegisverð hjá
Horcher, portúgalskar ostrurmeð
vott af eirgrænubragði og dýra-
hrygg í rjómasósu. Þetta var
dýrðleg máltíð.
Hann tók sérstaklega eftir, að
meðal gestanna voru þó nokkrar
glæsilegar konur, bjartar á hör-
und, en frekar í framkomu. Þær
orkuðu á hann með æsilegri en
óþægilegri kennd. Hann hafði í
vitund sinni áhrifin af inni-
byrðri ástarþrá þeirra, dýrslegri
girnd, sem þær höfðu verið aldar
upp við í þeim tilgangi að þjóna
þriðja ríkinu kynferðislega til að
framleiða hrausta hermenn. Þær
virtust aðeins þrá að fullnægja
frumstæðustu skipulögðum hvöt-
um sínum. Það var einhver sjúk-
leg uppreisn í fari þeirra. Ófersk
ástarþrá.
„Þá er nú eitthvað annað upp-
lit á „dömunum“ í París,“ hugs-
aði Hiram Holliday. „Þar hafa
þær leyfi til að elska eftir tilfall-
andi áhrifum; án þess að spyrja
kóng né prest!“
Eftir kvöldverðinn labbaði Hir-
am sig út á Kurfiirsten Damm,
meðal fólks, sem þar var á
skemmtigöngu, framhjá veitinga-
húsum, ölkrám og verzlunum.
Það var einhver ónota pirringur
í Hiram, eitthvað svipað og á
meðan hann mataðist.
Taugakerfið hans skynjaði eitt-
hvað óeðlilegt. Það herti á háls-
vöðvunum. Það voru einkenni, sem
hann hafði áður fundið, en sem
hann lærði að skynja, — og þau
þýddu: Hætta á ferðum-
Hann nam staðar við þekkta
forngripaverzlun með fullt af
dýrmætum listmunum úr postu-
líni, marmara og eirblendingi.
Þar gaf að líta ómetanleg lista-
VÍKINGUR
verk eftir málarann Diiren,
austurlenzk bænateppi, lítill upp-
mjór bláleitur vasi, minnti á
hina ódauðlegu kínversku list, og
þarna var einnig lítil slagharpa,
sem Mozart hafði leikið á í sinni
tíð. Hiram langaði til að ganga
inn, leggja hendur sínar á þetta
gljáfægða hljóðfæri og finna á-
hrifin af hljómfegurð þess og
innlifaðri tónlist fortíðarinnar.
En verzlunin var lokuð og á
glugga hennar stóð með stórum
hvítum stöfum: Herchell Jacob-
sen — Berlín, París, London,
New York. Það fór hrollur um
Hiram og hann hafði sig á burt.
Klukkan var þegar þrjú að
nóttu og hann hélt áfram göngu
sinni um þá staði, sem hann hafði
merkt hjá sér á ökuferðum um
borgina.
Strætin voru um það bil auð.
Einstaka bifreið sást bregða fyr-
ir. Að öðru leyti ríkti kyrrð og
þögn.
Hann hélt næturröltinu áfram,
hafði brett upp frakkakraganum
því nóvemberloftið var hráslaga-
legt. Staðnæmdist við auglýs-
ingasúlur, þar sem upplímdar
voru opinberar tilkynningar inn-
anum auglýsingaspjöld og leik-
hússdagskrár. Þar á meðal gat
að líta stórt blóðrautt spjald með
svörtu letri. Það var í fyrsta
skiptið sem hann las eina af þess-
um ógnvekjandi tilkynningum
með nöfnum á fólki, sem háls-
höggvið hafði verið fyrir landráð
í garði hins gamla fangelsis-
garðs- Hiram gat jafnvel skilið
innihaldið. Þar stóð, að Johann
Grosch og Hertha Vieralt hefðu
verið líflátin um morguninn fyrir
Landesverrat.
Hrollur fór um Hiram. Hann
snerti skiltið með fingurgómun-
um, eins og hann byggist yið ein-
hverjum áhrifum við snertingu
þess, — en hann fann engin á-
hrif.
Hann leit á armbandsúr sitt.
Klukkan var fjögur að morgni
hins lO.nóvember 1938. Samtím-
is heyrði hann klukkuna í turni
Gedáchtnis-kirkjunnar slá tíma-
slögin. Við fjórða slagið skalf
gangstéttin undir fótum hans af
ægilegri sprengingu skammt í
burtu, eftir fyrstu sprenginguna
fylgdi önnur, þriðja og fjórða.
Þær tóku við sem kaldhæðnislegt
bergmál af slögum kirkjuklukk-
unnar. Hiram vissi upp á hár
hvaðan þær komu. — Fasanen-
Strasse var aðeins hálf húsasam-
stæða í burtu og þar stóð stórt
og skrautlegt Gyðinga bænahús.
Hann hljóp fyrir hornið og sá
þegar fjórar reyksúlur stíga til
lofts frá þaki byggingarinnar og
eldslogum brá fyrir úr tveim
þeirra. Samtímis heyrði hann
hrópin, sem áttu eftir að berg-
mála um gjörvalla Berlín næstu
dægur við undirleik brothljóða
glers og annarra verðmæta: Juda
verreckel. ■— Tortíming yfir Gyð-
ingdóminn!
Það var sem stræti og breið-
götur vöknuðu af svefni, við að
fjöldi fólks kom æðandi út úr
dimmum íbúðum sínum. Bifhjól
og brunabílar heyrðust nálgast.
Hiram kannaðist aftur við brún-
skyrtur hinna illræmdu SA-
manna og hin svörtu silfurslegnu
einkennisföt SS-liðanna. — Hinn
vaxandi mannfjöldi var sýnilega
rólegur, en endrum og eins heyrð-
ust hatursfullar athugasemdir og
fótaspark. Það var líkast því að
heljarstór slanga skriði áfram og
veltist yfir strætin. Frá fjarlæg-
ari borgarhlutum hljómuðu
sprengingarnar eins og hljómlaus
bambusslög. Eldtungurnar tóku
að leika um hvolfþak hins glæsi-
lega bænahúss. Bálköstur var
hlaðinn á miðri götunni fyrir
framan það, og stígvélaðir menn
í leðurjökkum hlupu út og inn
um aðaldyrnar. Þeir toguðust
með bækur, skjöl, skrautmuni,
193