Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 30
ar á hinu opna hafi, og að sú
þekking leiði til þess að auka
megi aflamagnið, svo að allar á-
ætlanir standist.
Þrátt fyrir mikla vélvæðingu
þá þarf enn að nota mikið manns-
höndina. Rannsóknir eru því í
fullum gangi á því, hvernig
veiða megi fiskinn án netabún-
aðar og hvernig hægt sé að koma
fyrir aukinni sjálfvirkni og notk-
un reikniheila við veiðarnar.
Yfir 100 fyrirtæki innan rúss-
neska fiskiðnaðarins eru nú að
aðhæfa sig nýjum aðferðum og
tækni á þessu sviði.
(Þýtt úr National Fisherman)
*
n------------------------------
Á myndinni sjást nokkrir rússneskir togarar bíð'a eftir að losa afla sinn yfir í frysti-
skipið, sexn flytur hann að landi. Þessi skip eru úr 50 skipa flota, sem fiskuðu norður
við Beringsliaf. Voru þetta lúðuveiðar og hélt móðurskipið til hafnar með aflann þriðja
hvern dag.
---------------------------------------------------------------------------------------$
Sigurjón
Frh. af bls. 202
1920. Eftir það kaupir hann nýj-
an bát með Ólafi Ingileifssyni.
Var það „Karl.“
1924 kaupir Sigurjón 40 tonna
bát er „Laxfoss" hét, stærsti bát-
ur Eyjanna þá og sá fyrsti er
keyptur var sem síldarbátur. —
Ekki heppnaðist sú útgerð. Eftir
það seldi hann „Laxfoss,“ en hélt
útgerð áfram á tveim bátum til
1933.
Sigurjón var með stærstu út-
gerðarmönnum Eyjanna og með
allra duglegustu sjómönnum. —
Hann lézt 28. júní 1933.
Tómas
Frb. af bls. 202
öðrum báti. Tómas réðist nú há-
seti á „Haffara," formaður Jón
Stefánsson. 9. apríl þessa vertíð
fórst „Haffari" og bjargaðist
Tómas á yfirnáttúrlegan hátt, á-
samt öðrum manni, en þrír
drukknuðu.
Þrátt fyrir þessi áföll, lagði
Tómas ekki árar í bát, hélt á-
fram sjómennsku frá Eyjum allt
til 1922. Ávallt vélstjóri á „Ing-
ólfi Arnarsyni,“ formaður Sveinn
á Landamótum. Einnig var hann
svo áfram í Eyjum um og eftir
210
1930. Alla sína sjómennskutíð í
Eyjum átti Tómas heima í
Vallnatúni undir Fjöllunum. .—
Hann var talinn með allra fær-
ustu sjómönnum í Eyjum sína
tíð.
Sveinn
Frh. af bls. 202
mjög vel fær maður og eftirsótt-
ur. Var hann talinn með beztu
vélamönnum sinnar tíðar.
Um árabil var hann starfs-
maður við sundlaugina og síðar
við Hraðfrystistöð Vestmanna-
eyja. Sveinn andaðist 6. des.
1963.
Sigurður
Frh. af bls. 202
var komið við sandinn, en þar
var margt manna fyrir. Var því
snúið við til Eyja.
Bilaði vélin í „Farsæl" er þeir
áttu nokkuð í Elliðaey. Rak bát-
inn í átt til eyjarinnar. Akkerið
var látið falla og sagði Sigurður
mönnum sínum að fara á létt-
bátnum til Eyja og sækja hjálp.
Gekk það vel. V.b. „Karl 12“ kom
þegar til hjálpar, en þá var „Far-
sæll“ það nærri Eynni að ekki
var þorandi að leggja að honum.
Síðar kom „Unnur,“ skipstjóri
Þorsteinn í Laufási. Þá var kom-
ið ofsaveður og myrkur og enga
hjálp hægt að veita. Bátinn rak
upp í Eyna og var þar bundinn
endi á ævi Sigurðar. Sigurður
var einn af aldamótakynslóðinni,
dugnaðarmaður, sannur Eyfell-
ingur.
Þorsteinn í Laufási lét svo um
mælt að Sigurður hafi átt fáa
sína líka, og haft flest er einn
mann getur prýtt. Sigurður var
öllum er hann þekktu mikill
harmdauði.
HÖFUM VARAHLUTI OG VEITUM
VIÐGERÐARÞJÖNUSTU FYRIR
BRYCE
olíuverkin
iöalumboöiö
S. Stefánsson & Co. h.f.,
Grandagarður — Sími 15579
VÍKINGUR