Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 16
deildarinnar. Manns, sem mjög /áir höfðu nokkru sinni séð, sem enginn þekkti- Bílstjórinn ætlaði að styðja hann, en hann gerði honum skiljanlegt að hann þyrfti þess ekki með. Hægri höndin ,var talsvert marin og hann var aumur í skrokknum, en hatturinn hafði bjargað höfði hans frá slæmum áverkum. Löng göng lágu frá bílskúrn- um inn að húsinu, þau enduðu við litla lyftu. Greifynjan gekk á undan inn í hana. Hiram fylgdi á eftir af eigin rammleik og hún benti bílstjóranum að fara. Lyft- an flutti þau upp á fyrstu hæð, og þau gengu inn í íburðarmik- inn sal með ákaflega glæsilegum en smekklegum húsgögnum. — Hiram féll í stafi yfir skrautinu, sem var í gömlum stíl. Hann skynjaði að öll þessi ljósskyggðu málverk og styttur voru eftir heimsfræga listamenn. I opnu eldstæði loguðu brenni- kubbar. Umhverfið tók þegar á taugar Hirams. Hann var að venju hrifnæmur fyrir hinum svokölluðu „dauðu“ hlutum. Þeir sögðu honum eitthvað, sem hann skildi aðeins til hálfs, og honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Húsbrytinn stóð við lítið borð, sem á stóð skál, vatnskanna, nokkr- ar flöskur og sárabindi- Greif- ynjan vísaði honum óðar burt. Hún nálgaðist Hiram. Grænleit vítisglóð augnanna var horfin og andlit hennar, sem áður hafði lýst grimmd og hörku var fullt blíðu og umhyggju. Loðkápan var opin og í ljós kom íturvaxinn líkami hennar undir þunnum náttkjólnum, en hún hirti ekkert um það. Hún tók hönd Hirams í sína og sagði: „Hún er illa farin, lofið mér að þvo hana.“ Hiram vék ósjálfrátt undan. Líkami hennar virtist all- ur anga af þungum rósailmi. Hann vissi þegar hvernig nótt- in hlaut að enda, og þó hopaði hann af eðlisávísun vegna þess að honum fannst hann hafa borið 196 lægri hlut. „0, þetta er ekki sem verst. Ég er yður ákaflega þakk- látur. Ef þér hefðuð ekki komið mér til bjargar, væri ég örugg- lega dauður. Gætuð þér lofað mér að þvo mér einhversstaðar? Síðan mun ég fara heim.“ En hann bölvaði sjálfum sér fyrir heimsku sína og stærilæti. Hún stóð í sömu sporum, og beið auðsjáanlega eftir, að hann tæki hana. Nú gæti hann þrýst henni að sér, — nú. . Hún sleppti hendi hans og tók skref afturá- bak. Hvarmaljósin í fölu andliti hennar tóku að skína eins og fyrr um nóttina. Eitt augnablik virtist honum þó, að þau lýstu barnslegum vonbrigðum, ekki öðru. Loks sagði hún kuldalega, næstum hljómlausri röddu: „Það er varla hægt að álíta að þér séuð kurteis; yður hefur ekki ennþá þótt ómaksins vert að kynna yð- ur.“ Hann tók áskoruninni: „Hiram Holliday. Og þér?“ „Irmegard von Helm. Hyers- vegna eruð þér svo ákafur í að komast heim?“ Hún stóð þráðbein fyrir fram- an hann og horfði í augu hans. Það sló leiftrandi grænleitum blæ á eggjandi augu hennar, þar sem hún starði í skærblá skörp augu hans bak við stálspanga- gleraugun. Hiram var óhreinn í framan, ljóst, litlaust hár hans hékk í lufsum og úr öðru munnviki hans lá blóðrák niður á hökuna. Föt hans voru öll í óreiðu og hann leit hreint ekki hetjulega út, en glampinn í augum hans og hver dráttur í kringluleitu andlitinu gaf henni til kynna, að það var manntak í honum. Greifynjan sá það og þráði ó- stjórnlega að finna styrkleika hans. „Ég vil helzt fara heim, af tveimur ástæðum,“ sagði Hiram. „Eg hefi verk að vinna. Það var önnur ástæðan- Og hin er sú, að mér geðjast ekki að yður.“ En hið innra með honum hróp- aði önnur rödd: „Bleiða.. . Það er einungis vegna þess, að ef ég verð hér, skeður annaðhyort; ég kyrki hana, eða ég tek hana. Greifynjan greip andann á lofti, en áður en henni gæfist tækifæri að segja neitt, hélt Hir- am, sem allt í einu sá fyrir sér múgæsinguna á Kurfiirstendamm, áfram: „Hversvegna voruð þér þar? Hvað vilduð þér þangað? Hverju höfðuð þér áhuga fyrir?“ Ein lygin eftir aðra þaut í gegnum vitund greifynjunnar, en hún gat ekki notað neina. Þessi einkennilegi, meinleysislegi mað- ur togaði sannleikann út úr henni áður en hún sjálf vissi af: „Við- burðaþrá." Það hnussaði í Hiram. Nú var hann öruggur. Hún var dækja. Hún hafði skemmtun af að sjá varnarlausu fólki misþyrmt, eig- ur þess og aldagömul menningar- verðmæti eyðilögð. Hann gat ekki dulið tilfinning- ar sínar. Irmegard greip allt í einu í axlir hans: „Nei, nei,“ sagði hún. „Dæmið mig ekki. Ef til vill var það af meinlætaþrá, að ég hafi verið rekin áfram af viðbjóði mínum á öllu því, sem við gerum. Haldið þér virkilega, að ég samþykki slíka verknaði?“ „Eg sá yður — ég sá andlit yðar,“ sagði Hiram miskunnar- laust- Ég hefði getað drepið yð- ur, því það var ekkert annað en mannvonzka í því andliti. Hún mótmælti ekki, en sagði aðeins: „Og þér eruð góður, hreinlífur og hraustur. Ég finn það. Þegar þér slóguð hann, var eins og hreinn og skærtónnómaði í hjarta mér.— En þegar ég reyni að höndla eitthvað, sem er fag- urt, hreint og heilbrigt.. . “ Hún baðaði út höndunum: „Þá er það hvergi að finna. Það verður aldrei til framar. Er ég þá svona slæm?“ Hún sótti í sig veðrið: „Þér, sem standið hér — grunar yður hver ég er? Ég er frilla dr. Grunze. Hann á mig, þessi litli dvergur, sem hatar allan heim- inn, vegna þess að hann er fagur, og ætlar sér, í nafni nazismans VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.