Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 19
um borð í flutningaskip. Það vita
ekki aðrir en þeir, sem reynt
bafa, hve gramt hún hefur gert
í geði, matsmanninum, beykin-
um, eigandanum.
Við tilkomu nýrra íláta undir
síld mundi annar útbúnaður við
síldarverkun e. t. v. breytast
nokkuð. Hnoð, gjarðir, dixlar,
drífjárn og fleira slíkt yrði úr
sögunni.Hinumnýju ílátum verð-
ur lokað á allt annan hátt, þau
drekka hvorki í sig pækilinn né
leka honum og eru öll steypt í
sama mótið.
Þótt okkur tækist að smíða
fyrrnefnd ílát, hentug að gerð og
lögun, með hóflegum tilkostnaði,
eigum við síður en svo að láta
staðar numið. Það er enn mikið
hægt að bæta meðferðina á hrá-
efninu um borð í veiðiskipunum.
Núverandi aðstaða til losunar á
síld til söltunar er ekki góð. Vél-
arnar eiga að taka við því hlut-
verki að hausskera og slógdraga
síldina, vöðla upp úr salti og
jafnvel að koma henni í hin
væntanlegu nýju ílát. Það er eng-
inn kominn til að segja að þau
gætu ekki verið þannig úr garði
gerð að með vélum yrði mögu-
legt að leggja síldina nægilega
vel niður og um leið að vigta salt
og hráefni nákvæmlega í hvert
ílát. Reynist slíkt framkvæman-
legt væri óhætt að strika að
miklu leyti yfir það erfiði og
þras, er oft á sér nú stað við
yfirtöku.
Þetta ætti að vera nóg til að
vekja menn til umhugsunar. Það
fellur undir Síldarmat ríkisins að
standa fyrir slíkum tilraunum
sem hér eru nefndar og gera til-
lögur til viðkomandi ráðuneytis.
Verði ekki af slíku gæti ráðu-
neytið máske ýtt við Síldarmat-
inu?“
Ski|> írá finim þjóáum.
Skip þessi voru öll á sania tínia í viðgerð
úti í New York hjá Bethlehem Steel skipa-
siníðastöðinni. Talið frá vinstri: M/s
TaranteJ, Noregi; ni/s Havloni, Norcgi;
s/s Slialoin, Isracl; s/s Tuluea, Mexico;
s/s Loide Pcrú, Brazilíu; s/s Exilona,
Bandaríkjununi.
Olíuóhreinkun sjávar.
Eftir „Torrey Canyon“ slysið hefur víða verið hert mjög
á eftirliti með olíuóhreinkun sjávar.
Board of Trade í Bretiandi hafa varað sjófarendur við að
dæla olíu í sjó við Bretlandsstrendur og halda strangan vörð,
með skipum og flugvélum, svo hætta á kærum og refsingu er
mikil.
Engin hámarkstakmörk eru fyrir bótakröfum þeim, sem
gera má á hendur skipstjórum, sem gerast brotlegir við hin
brezku ákvæði um olíuóhreinkun á svæðinu umhverfis Bret-
land, kemur jafnvel fangelsisvist til greina.
Sem dæmi um það, hve alvarlegum augum er litið á olíu-
óhreinkun sjávar erlendis, má nefna að norskir skipstjórar hafa
verið dæmdir í 400 ástralska punda sekt fyrir óhreinkun sjávar
nálægt höfninni í Melbourne og £50 sekt og 20 í málskostnað
fyrir að óhreinka enska höfn.
Ennfremur hefur vélstjóri nokkur á norsku skipi verið
kærður fyrir það að lensa hreinu kjölfestuvatni í gegnum dælu
og leiðslur, sem rétt áður höfðu verið notaðar við dælingu á
dieselolíu.
Enskur dómstóll hefur nýlega dæmt útlendan skipstjóra
í £750 sekt fyrir að hafa dælt hráolíu í sjó við Bretlandsstrend-
ur, og sennilegt er að auk þess verði gerðar bótakröfur á hend-
ur eigendum skipsins að upphæð £27.000.
SKIPASKOÐUNAKSTJÓRI.
—___________________________________________________________0
VÍKINGUR
199