Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 15
miðri, molaði hana mjölinu smærra, svo að maður og hljóð- færi féllu í eina hrúgu á gang- stéttina, en hlátrasköllin glumdu frá félögum hans. Stúlkan reigði höfuðið svo and- litið bar við rauðgulan brennandi himininn og Hiram sýndist hún hlæja hljóðlaust. Nú brustu síð- ustu böndin hjá Hiram. Hann langaði til að drepa hana, en hann gat það ekki. En eitthvað varð hann að hafast að, ef hann nokkru sinni átti að geta litið sjálfan sig í spegli. SA-maðurinn, sem misþyrmt hafði eiganda verzlunarinnar, stóð þarna, horfði á félaga sinn, sem lá innanum slaghörpubrotin og hló heimskulegum táninga- hlátri. Hiram stefndi á hann. Það tók hann fimmtán skref .Múgurinn fylgdist með honum og hann fann að stúlkan í sportbílnum horfði á hann vökulum augum. Og þegar hann stóð andspænis þessum skrækróma SA-róna, hreyfði hann hægri handlegginn aftur og langaði honum einn á kjálkann. Hann lagði alla orku sína í höggið; gremju og við- bjóð, sem hafði þjakað hann stundirnar áður. Höggið var hnitmiðað og hæfði vel. Það þaggaði niður ógeðsleg- an hláturinn eins og klippt væri á þráð. Dólgurinn féll afturyfir sig á gangstéttina og lá þar eins og dauðskotinn með útbreidda skanka. Hiram sá þrjá SA-menn æða að sér með opna skolta og af- mynduð andlit af heift. SS-menn í svörtum einkennisklæðum komu úr annarri átt. Hann féll um koll við fyrsta áhlaupið og veltist um hrygg. Hann barðist hraustlega, reyndi að bregða þeim og skilja þessa banditta að- Hann fékk ótal högg og spörk og einn náði að stappa á hendi hans. Það suðaði fyrir eyrum hans og hann fékk and- þrengsli af áreynslu. Hann fékk augnabliks hlé, því þeir voru alltof margir, sem vildu ná í hann og tæta í sundur. Þeir VÍKINGUR börðust skipulagslaust og það bjargaði honum í bili. Hann von- aði að sér tækist að grípa eitt- hvað sér til varnar, en kom ekki auga á neitt. Hann velti sér eft- ir gangstéttinni burt frá ringul- reiðinni, æpandi og traðkandi mönnum. Hann komst á fætur og skimaði í kring eftir undan- komuleið. En þeir komu strax auga á hann aftur og frá vaxandi mann- fjölda heyrði hann reiðiöskur og formælingar. Einhver barði hann ofan á höf- uðið svo að hann svimaði og gat ekki lengur hugsað klárt, en hann var sannfærður um að eft- ir nokkrar mínútur hefðu þeir troðið hann í hel. En þá bar fyrir augu hans nýr hávaði; gnýr, sem brátt yfir- gnæfði öskur hins æsta múgs, drunur frá aflmikilli vél bifreið- ar og sterkt væl flautunnar. Hún æddi áfram eins og ófreskja, með sterkum ljósum, og hann sá hinn skrautlega sportbíl æða inn í mannþröngina, svo að hún kast- aðist til hægri og vinstri. Við stýrið sat stúlkan með föla and- litið og eldrauða hárið og beygði sig yfir vagnbrúnina. Hún hróp- aði eins og sjálf Brynhildur: „Achtung! Platz machen! Ach- tung!“ Hún keyrði vagnhlífina í vömbina á SS-manni, sem kom of nærri og mölbraut löppina á öðrum, sem reyndi að stöðva hana. Sterkur ljósgeislinn færð- ist sífellt nær Hiram og hann hugsaði: „Hún drepur mig; ekur yfir mig- Hiram stóð skjögrandi og beið bess, sem verða vildi, þegar bílljósin sveifluðust skyndilega til hliðar og hannfann sterka hendi grípa í frakkakrag- an og draga hann að bílnum. Hann náði fótfestu á gangbrett- inu og hann greip eftir vagnbrún- inni. Hann heyrði hana hrópa: ,,Stökktu“ og síðan: „Haltu þér fast, þinn kempulega krafta- idíót!“ Og bifreiðin æddi áfram knú- in hinni geysisterku vél, drundi í eins og vélbyssuskothríð, gegn- um mannfjöldann, sveiflaðist til svo að hún skrikaði og hann hefði fallið af, ef sterkur armur hefði ekki gripið hann og haldið hon- um föstum. Bíllinn tók eitt horn- ið á tveim hjólum, svo tvö önn- ur og ók loks niður breiðgötu. Hiram spýtti munnfylli af blóði. Stúlkan hrópaði til hans: „Getið þér nú skriðið inn í bíl- inn?“ Hann var ekki alveg viss um það, en svaraði: „Ég held það næstum; ég skal reyna það.“ Síðan fann hann að hún lyfti lionum innyfir brúnina og fleygði honum inn í bílinn. Hann hjálp- aði til eftir mætti og vissi síðast af sér að hann lognaðist útaf á vit óminnis með minkaloðfeldinn við kinn sér. Hiram komst brátt aftur til meðvitundar, en það hamraði og söng í höfði hans eftir höggin og slögin, sem hann hafði fengið. Þau óku nú út úr garði og eftir breiðgötu, sem lá meðfram hon- um. — Tiergarten-Strasse hélt hann. Hún sveigði bílinn að stóru rimlahliði, sem opnaðist hljóð- laust og sjálfkrafa, án þess að hún stöðvaði bílinn og lokað- ist aftur á sama hátt. Hún ók áfram að stóru, gráu ríkmann- legu húsi og stanzaði við bílskúr. Einkennisklæddur einkabíl- stjóri beið fyrir utanásamtbryta, einnig í búningi- Hún sagði eitt- hvað við þá á þýzku og þeir hlupu til og hjálpuðu Hiram út. „Franz, komið með skál með volgu vatni, sárabindi og joð. Þessi herra hefir meitt sig.“ Brytinn hneigði sig: „Jawohl. Sofort, frau Gráfin.“ Áður en þeir hurfu á brott, sagði hún: „Takið vel eftir báðir tveir. Ef einhver spyr, þá hefi ég ekki farið út úr húsinu í nótt og bíllinn ekki verið hreyfður. Ef það nægir ekki, þá vísið beint á dr. Grunze." „Zu Befehl, frau Gráfin.“ Hiram skildi það mikið af þessu samtali að greifynja hafði frelsað hann, og að hún hafði nefnt nafn dr. Grunze, hins leyndardómsfulla litla dvergs, sem var leiðtogi fimmtu her- 195

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.