Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 24
uaanzt inn í
LIÐINN TÍMA
Fyrir nokkrnm (lögnm riknmst vlrt í Eirík Þorsteinsson
og téknm liann tali. Eiríkur var rúma hálfa öld á s|án-
niii og hafði frá vmsu aö segja.
IInnn er bráöum 06 ára gamall, ern vel og minnugur.
Birtum viö hér nokkrar glcfsur úr samtalinu og þökk-
iiiii honum fvrir aö leiða okkur íim stund iim götur for-
tföarlnnar.
Því miöur vildi hann ckki lryfa okkur aö birta af sér
mynd.
— Hvenær fæddist þú, Eirík-
ur?
— 24. okt. 1881 og ólst upp nokk-
uð víða. Segja má að ég hafi ver-
ið flækingsgrey. Ég fæddist að
þúfukoti í Kjós og fór þaðan
rétt strax. Þar man ég ekkert
eftir mér, en fyrst man ég eftir
mér á næsta bæ, sem heitir Þúfa.
Þaðan fór ég eftir 2 ár og flutti
í kofa, sem reistur var þar
skammt frá í landareigninni, og
þar bjó ég til 8 ára aldurs. Var
hjá afa og ömmu, foreldrum föð-
ur míns.
— Áttir þú góða tíð?
— Já, en fátæktin var mikil,
það þótti gott að hafa í sig. Frá
Þúfu fluttist ég á bæ í Kjósinni,
sem heitir Miðdalur, þar var líka
nýbúið að smíða kofa og bjó móð-
urmamma mín þar. Húsin voru
ekki stórar steinhallir þá.
Skömmu síðar fór ég að reyna
að vinna fyrir mér á bæ, sem
Stekkjarkot hét skammt frá
Saurbæjarkirkju í Hvalfirði. Þar
var ég í nokkur sumur.
— Hvað segir þú um þína sjó-
mennskutíð ?
— Hún byrjar nú ekki fyrr en
skömmu eftir að ég var fermdur.
Fyrsta sjóferðin sem ég fór var
suður á Vatnsleysuströnd. Þar
var ég einn vetur í skóla. Eini
veturinn sem ég var í barna-
skóla.
— Hver var kennari þar?
— Þeir voru tveir. Hét annar
Sigurjón, en hinn ,Jón Gestur,
sonur Jóns Breiðfjörðs, sem þá
var á Brunnastöðum og margir
könnuðust við-
— Varstu þá um fermingu?
— Eg var undir fermingu, ná-
lægt 12 ára gamall. Og þá til
húsa hjá föðursystur minni, sem
bjó þar skammt frá.
— Voru mörg börn í skólan-
um?
— Þau voru eitthvað um 40.
— Varstu þá orðinn læs?
— Já, fyrir löngu. Ég var eitt-
hvað 8 ára gamall, þegar ég
lærði að lesa. Grallarinn, gamla
söngbókin, var mitt fyrsta staf-
rófskver og lestrarbók. Og síðan
tók Jónsbókin við — Jón Víta-
líns. Þar var gamla letrið alls
ráðandi og var ég í fyrstu betur
leikinn í því en hinu nýja. Síðan
kom Testamentið með nýja letr-
inu, og var ég fljótur að læra
það. Fannst mér nýja letrið öllu
betra þegar frá leið.
— Fórstu nú á sjóinn?
— Nei, föðursystir mín fór í
kaupavinnu að Svignaskarði í
Borgarfirði og tók mig með sér,
þar sem ég var ráðinn smali. Var
þetta sumarið eftir barnaskóla-
gönguna. Þarna var ég fram á
haustið, en kom þá suður aftur
og fór í Kjósina. 14—15 ára gam-
all fermdist ég og var ráðinn
einu ári síðar sem vinnumaður
að Hvammi. Og þar starfaði ég í
níu ár.
16 ára gamall fór ég til sjós,
en þá réði húsbóndi minn mig á
skútu.
— Varstu þá látinn vera á
skútu, þótt þú værir vinnumaður
hjá honum?
— Já, ég var á skútum frá því
í febrúar til seint í sept-, en það
var venjulegt úthald þessara
skipa.
Húsbóndinn hafði svo mína
hýru og greiddi mér ákveðiðkaup
og lét mig einnig fá fæði og allar 9
þarfir yfir það tímabil, sem ég
var heima.
— Leið þér vel þarna? f
— Já, er ég byrjaði var ég svo
heppinn að komast í góðan fé-
lagsskap. Skipstjórinn var Þor-
steinn frá Bakkabúðum og á
skipinu voru 26 menn. Þetta skip
var með stærstu kútterunum. Þá
var engin vél í nokkru skipi hér.
Þarna var ég ráðinn kokkur
strax og ég kom.
Mér leizt nú engan veginn á
það, því ég hafði varla nokkurn
tímann séð eldamaskinu, hvað þá
annað þessu viðvíkjandi.
— Gaztu nú greint fiskstykkin
í sundur í pottinum og vitað
hvað hver átti?
— Það tókst nú furðanlega, en
í upphafi hafði ég mestan beyg
af því. En ég fékk góða menn til
að segja mér til og hjálpa mér
fyrst. Þorsteinn skipstjóri til-
nefndi tvo menn til að koma mér
inn í matseldina. — Hét annar
þeirra Einar og var bróðir Þor-
steins. Átti hann síðar söluturn-
inn í Reykjavík og margir eldri
Reykvíkingar kannast við. Hinn
hét, Meyvant, mjög duglegur
strákur. Allir um borð voru ein- I
staklega góðir við mig.
En ég kunni illa við fæðið- Á
því var mikill munur borið sam- f
an við fæðið í sveitinni. Þetta var
hálfgert hundalíf. Allt vigtað út
úr landi og ekki nærri eins ríf-
legt fæði og orðið var í sveitun-
um.
— Var mikill fiskur borðaður
í sveitinni?
— Það var ekki mikið, sáralít-
ið til þess að gera. En kjötið í
204
VlKINGUR