Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 29
verksmiðjurnar, sem annast þessa framleiðslu, heldur eru fiskafurðirnar í vaxandi mæli fullunnar um borð í hinum stóru verksmiðjuskipum. Og árangur- inn er býsna góður. Stefnt er að því að stórauka framleiðsluá tilbúnum mat og hafa hana sem fjölbreyttasta. Að sjálfsögðu er það augljóst mál, að áfram verður ekki haldið á þessari braut nema með auk- inni tækni, sem hæfir hverri f ramleiðslugr ein. Nú eru til vélar, sem leggja niður og pakka inn sardínum- Og enn aðrar, sem ganga frá makríl og aborra. Þá eru í uppsiglingu nýjar vélar til notkunar við tún- fisk, hákarl, lúðu og fleiri fisk- tegundir. Á þessu sviði eru 'það auðvitað verkfræðingarnir og vélafram- leiðendurnir, sem mestu munu ráða. Sjómennirnir bíða með eft- irvæntingu eftir góðum flatn- ingsvélum, því að afköstin á þessu sviði munu aukast með hverju árinu sem líður. Nýjar vélar munu stórlega létta vinnu sjómannanna og um leið auka framleiðni og tekjur þeirra. ★ NÝ SKIP. Aukning á framleiðslu tilbú- ins matar er að miklu leyti háð aukningu á nýjum skipum. Fljótandi síldarstöðvar munu framleiða 250.000 tonn af salt- síld, sem síðan er flutt til ýmissa hafnarborga Rússlands. Smíði margbrotinna fisk- vinnsluverksmiðja í mörgum borgum Rússlands mun brátt stórauka og bragðbæta tilbúnar fiskafurðir til notkunar fyrir al- menning. Á þessu ári er gert ráð fyrir að mikil stökkbreyting verði á í fiskuppeldi Rússa. Árangur af fiskuppeldi hefur til þessa ekki verið nógu góður. Á þessu sviði eru miklu meiri möguleikar en á flestum öðrum sviðum. Nú þegar fást 750 kg. af fiski af hverjum einum hektara í fisk- uppeldisstöðvum og þetta á ef- laust eftir að aukast. Munnansk er aðalhæki- stöð úthafsveiðanna. En vegna legu sinnar ei liún oft lokuð vegna ísa, og liafnleysið lief- ur dregið mjög úr afla- aukningu landsins. Fljótandi verksmiðju- skip, sem Rússar nota á austurslóðum. Nokk- ur svona skip eru nú í smíðum fyrir Rússa. Á sama tíma er verið að stækka uppeldisstöðvarnar og unnið er að því að auka fram- leiðni þeirra með betri fæðu fyr- ir fiskana- Enn er aðeins nytjaður um helmingur uppeldisstöðyanna í Rússlandi, en svæði uppeldis- stöðvanna í dag nema um 200000 hekturum. ★ VÍSINDALEGT VANDAMÁL. Rússneskir vísindamenn standa frammi fyrir miklum vanda. Ný- lega hafa þeir fengizt við rann- sóknir á hráefnismöguleikum. — Hafa rannsóknirnar leitt í ljós ný fiskveiðisvæði auk þess sem mikl- ar framfarir hafa orðið í veiði- búnaði skipanna, en þrátt fyrir það mun þetta ekki nægja fisk- iðnaði Rússanna. Næstum 3000 vísindamenn og kennarar vinna við rannsóknir á vegum Fiskveiðiráðuneytis Rúss- lands. I þessum hópi eru 28 menn með doktorsgráðu og 508 menn með meistaragráðu í vísinda- greinum. Með rannsóknum sínum er bú- izt við mikilli þekkingu yísinda- mannanna á fiskimiðum víðsveg- VÍKINGUR 209

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.