Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 6
Þarna var farið til veiða. Ljósm. Gnnnar Magnússon.
Skömmu fyrir síðustu aldamót
barst hingað til lands nýtt veiðar-
færi til fuglaveiða. Það var „háf-
urinn.“ — Fyrstir munu Vest-
mannaeyingar hafa notað hann.
Barst sú uppfinning frá Fær-
eyjum.
Háfurinn er úr tré, skaft sex
og hálf alin á lengd, haft eins
grannt og þol leyfir. Við skaftið
eru festar grannar spelkur úr
seigum við, baui eða ask, einnig
má nota eik, en hún er þyngri í
sér. Spækurnar voru festar með
högldum', oft úr hrútshorni, en
stundum úr tréi.Var högldinmeð
þrem götum og höfð fremst á
skaftinu. Á milli spækanna var
svo haft net úh-þorskanetagarni
eða öðru slíku efni, spækurnar
voru fimm fet að lengd, voru
þær svo hertar saman á endun-
um með grannri snúru. Var þá
allmikill poki á netinu. 1 neðri
enda skaftsins var hafður stál-
broddur, því oft þurfti veiðimað-
urinn að tefla á tæpt í fugla-
björgunum, og notaðist þá háf-
skaftið sem fjallastöng.
1 háfinn var veiddur bæði fýll
og lundi og svo stundum svart-
fugl, þá er farið var í dranga,
þar sem að hann var.
Austur í Mýrdal mun háfur-
Gunnar Matjnúxnon írá Iteynisdal:
MEÐ HÁFINN í REYNISFJALLI
Fuglaveiðar hafa lengi verið
stundaðar sem atvinnugrein hér
á landi þar sem skilyrði hafa
verið til frá náttúrunnar hálfu.
Hafa þar ýmis brögð komið til
greina við að fanga fuglinn, á ég
hér eingöngu við sjófugla. Kunn
er hin aldagamla veiðiaðferð við
svartfuglinn (langvíuna) við
Drangey, flekaveiðin, sem nú fyr-
ir skömmu hefir verið bönnuð.
Þá var Kofutekja of lunda
kunn veiðiaðferð víða hér við
land, þar sem fuglinn var krækt-
ur út úr holum sínum með járn-
krókum, sú veiðiaðferð er nú
lögð niður. Þá var víða fyrr meir
fugl veiddur í net, sem lögð voru
þar sem að mikil fuglabyggð var,
barðist fuglinn oft um í lengri
tíma, uns veiðimenn komu og
hreinsuðu úr netunum. — Þessi
veiðiaðferð er löngu bönnuð með
lögum hérlendis.
Þá var fugl meir víða skotinn
með haglabyssum, og svo er gert
enn, þar sem að svartfugl er skot-
inn á hafi úti, kunn er auglýs-
ingin „ný skotinn svartfugl fæst
hjá N.N..“
inn hafa borist frá Vestmanna-
eyjum skömmu fyrir síðustu
aldamót. Þar voru ýmsir staðir
þar sem að mátti með góðum
árangri veiða í háf. En sérstak-
lega var það í Reynisfjalli og
Víkurhömrum sem mest var veitt
í háf, var það fýll á vetrum, en
lundi á vorin og sumrin. Fyrstir
til þess að veiða í háfinn í Mýr-
dal munu þeir hafa verið, Einar
Finnbogason í Þórisholti, Skúli
Unason, síðar á Suður-Fossi,
Högni Högnason, Görðum, Hall-
grímur í Hellum og Magnús
VÍKINGUR
186