Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 18
Jóhann Klausen:
SÍLDARTUNNUR
í 3.—4. tölublaði Víkings er
athyglisverð grein eftir Guðfinn
Þorbjörnsson um „Síldartunnur
og aðrar tunnur." Við grein
þessa vil ég engu bæta að sinni,
en aðeins geta þess, að Norðmenn
eru þegar farnir að nota plast-
umbúðir, a.m.k er þeir ganga frá
síld til sölu á innanlandsmarkað
í smærri pakkningum. Það er
upphafið að notkun plastumbúða
í stærri stíl.
1 3. tölublaði Ægis 15. febrúar
1958 ritaði ég grein um svipað
málefni. Læt ég greinina fylgja
til endurprentunar í Viking. Það
eru liðin 9 ár, síðan ég vakti máls
á þessu, og er grein Guðfinns
það fyrsta, sem ég hefi séð eða
heyrt um þetta síðan. Ég veit
ekki til, að nokkrar tilraunir hafi
verið gerðar hér á landi með
söltun síldar í plastílát, sem þeg-
ar eru til af ýmsum gerðum, og
enginn vandi er að fá búin til,
sem henta mundu til þessara
hluta. — Fyrir mörgum árum
ræddi ég þetta við síldarmats-
stjóra og Gunnar Flóvenz, skrif-
stofustj óra Síldarútvegsnefndar,
en hvort þær stofnanir hafa
nokkuð aðhaf st, er mér eigi kunn-
ugt. Má merkilegt heita, ef slík-
ir aðilar hafa ekki opin augun
fyrir öllum hugsanlegum úrbót-
um á þessu sviði.
„Bætt verkun og vinnuskilyrði.
í 7. tbl. Ægis 1957 ritar Hólm-
steinn Helgason frá Raufarhöfn
grein, er nefnist „Öfugt stefnt."
Þetta er í höfuðatriðum ádeila á
Síldarmat ríkisins og margt, sem
þar kemur fram, þess vert, að um
það sé rætt, þótt ég hafi hvergi
getað rekizt á undirtektir né mót-
mæli. Að þessu sinni er það held-
ur ekki ætlunin að gera grein
Hólmsteins að umræðuefni, en
aðeins geta hennar sem framlags
til úrbóta.
Það segir sig sjálft, að þær
þjóðir, í þessu tilfelli fiskveiði-
þjóðir, sem vilja og nauðsynlega
þurfa að standa jafnfætis og
helzt að komast fram úr öðrum
í vöruvöndun, eru tilneyddar að
að hafa vakandi auga með ýms-
um nýjungum á sviði fiskveiða,
fiskiðnaðar, vörusölu og flutningi
svo og þeim möguleikum, sem
fyrir hendi eru hverju sinni að
koma með nýjungar.
Hér á landi eru til tvær stofn-
anir, Fiskimat ríkisins og Síld-
armat ríkisins, er hafa yfir-
stjórn hvort á sínu sviði. Frá
hinu fyrrnefnda heyrist oft. Það
birtir tíðum skýrslur um niður-
stöður merkilegra rannsókna,
segir frá ferðalögum til markaðs-
landa og nýbreytni í saltfisk-
verkun, er það stendur fyrir, svo
eitthvað sé nefnt. Hinsvegar þeg-
ir Síldarmatið, annaðhvort fyrir
óheppilega hlédrægni eða þá ein-
faldlega vegna þess að það hefir
ekkert að segja. Það hefst sem sé
ekkert það, er leitt geti til úrbóta
í síldarverkun, er í frásögur sé
færandi.
Hvað kemur þarna til? Getur
það verið, að þessum annars ná-
skyldu stofnunum sé mismunað
fjárhagslega og Síldarmatinu sé
þess vegna nauðugur sá kostur
að halda að sér höndunum? Úr
þessu væri gott að fá skorið, en
ekki aðeins það — á því þarf
einnig að verða breyting.
En nú skulum við fara svolít-
ið aftur í tímann. Við tökum okk-
ur það leyfi að tilfæra glefsur úr
bókum Ástvalds Eydal fil. lic. 1
bókinni „Silfur hafsins" á blað-
síðu 36 segir, að síldveiðarnar á
Skáni hafi náð hámarki á tíma-
bilinu frá lokum 12. aldar til
miðrar 16. aldar, og á blaðsíðu
37: „Saltendum varþáþegarljóst,
að vanda bæri verkunina sem
mest, og að tunnur og salt yrði
að vera af beztu tegund. Tunn-
urnar áttu að vera af ákveðinni
stærð og búnar til af löggiltum
tunnusmiðum" og á bls. 38:
„Skánska síldin var í miklu áliti
og var einvöld á markaðinum,
þangað til hollenzka síldin út-
rýmdi henni, vegna þess að ný
verkunaraðferð var tekin upp og
til þeirrar vöru ennþá betur
vandað.“ Og á bls. 24 í bókinni
„Síldveiðar og síldariðnaður"
segir svo: „Hornsteinninn að
yfirburðum Hollendinga í síld-
verkun lagði William Beukels um
miðja fjórtándu öld. Hann fann
upp nýja verkunaraðferð. Hann
lét kverka síldina og salta hana
með þurru salti í tunnur, en áð-
ur hafði hún verið lögð í pækil.“
Þessar tilvitnanir eru upp
teknar svo menn minnist þess að
það eru mörg hundruð ár síðan
farið var að verka síld á svipað-
an hátt og gert er enn þann dag
í dag og það, sem merkilegra er,
að ílátin skuli vera hin sömu,
tunnur úr tré.
Undanfarin ár, næstum á
hverju þingi, hefur verið rætt
um aukna framleiðslu Tunnu-
verksmiðja ríkisins og jafn-
framt að byggja fleiri slíkar. —
Ekki skal hér mælt á móti þeirri
nauðsyn að flytja sem mest af
þeirri smíði inn í landið, síður en
svo. En þá erum við líka komin
að þungamiðju þessarar greinar,
því sem henni er ætlað að vekja
athygli á. Er ekki kominn tími til
að hætta smíði íláta undir síld
úr tré? Nú eru miklir uppgangs-
tímar allra gerfiefna. Það eru
smíðaðir björgunarbátar úr
plasti, skíðastafir úr glasfiber og
nú hér á landi nótabátar úr svip-
uðu efni, svo við nefnum eitt-
hvað. Væri nú ekki reynandi að
nota eitthvað slíkt í síldarílát,
gera tilraun með það? Skjóta svo
keppinautum okkar um markað-
inn ref fyrir rass ef vel tækist.
Því fé væri ekki illa ráðstafað og
og slíkt ílát úr gerfiefnum
mætti vera dýrt, ef það kostaði
meira en gamla trétunnan með
sínu vafasama innihaldi, komin
VÍKINGUR
198