Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 36
Hér sést flugvélin vera að leggja af staíi meS Mussolini frá Gran
Sasso. MaSurinn meS hattinn er Mussolini.
ingu gæti þetta ekki orðið strax. Þá
var aðeins eftir síðasta leiðin og —
sú hættulegasta.
Þegar ítalarnir höfðu verið af-
vopnaðir, voru þeir mjög hjálpsam-
ir og nokkrir þeirra fóru með mönn-
um þeim, sem við sendum til að-
stoðar áhöfn flugunnar, sem fórst.
Við höfðum séð í sjónaukanum ein-
hverja hreyfingu hjá flakinu, sem
benti til að einhver þeirra væri með
lífsmarki. Aðrir hjálpuðu við að
gera flugbraut. Verstu ójöfnurnar
voru fjarlægðar, á meðan að Ger-
lach sveimalði yfir og beið eftir
merki um að lenda. Hann reyndist
óviðjafnanlegur við neyðarlending-
una, en þegar við sögðum honum á
hvern hátt við hugsuðum okkur
burtförina, með hans hjálp, varð
hann allt annað en hrifinn, og þeg-
ar ég sagði honum ennfremur að
við yrðum þrír í vélinni, sagði hann
blátt áfram, að það væri ekki hægt.
Ég varð að taka hann afsíðis og tala
ákaft um fyrir honum. M.n sterku
rök sannfærðu hann um síðir. Ég
hafði satt að segja hugsað rækilega
allar hliðar málsins og var full ljós
hin mikla ábyrgð, sem ég tók á mig,
með því að vera þriðji maður í vél-
inni. En gat ég á nokkurn hátt varið
það, að skilja við Duce, einan með
flugmanninum ? Ef slys yrði og ég
kæmist lifandi frá því, beið mín
ekkert annað en kúla gegnum haus-
inn, — úr eigin skammbyssu. Adolf
Hitler myndi aldrei fyrirgefa slíkan
endi leiðangursins. Þar sem engin
önnur leið var til að koma Duce til
Rómar, var eins gott að ég deildi
áhættunni með honum, jafnvel þótt
nærvera mín yki áhættuna enn meir.
Með öðrum orðum: Ef þetta mis-
tækist myndum við allir mæta sömu
örlögum.
Á þessari hættunnar stund lét ég
ekki undir höfuð leggjast að ráð-
færa mig við hinn trúa vin minn,
Radl. Þá ræddum við við Mors
major, um hvernig leiðangurinn
kæmist til baka. Hinir einu af ítöl-
unum, sem við vildum halda, voru
colonelinn og generalinn, en þeim
yrðum við að koma til Rómar, eins
fljótt og hægt var. Verðirnir og liðs-
foringjarnir yrðu eftir á hótelinu,
frjálsir ferða sinna.
Duce upplýsti að meðferðin á hon-
um hafi verið góð, svo það var eng-
in ástæða til annars en að vera dá-
lítið höfðinglegur. Gleði mín yfir
hve vel hafði til tekizt, var svo mik-
216
il, að ég vildi fara vel með mót-
herjana.
Lið mitt átti að fara með raf-
brautinni, en til tryggingar gegn
skemmdarverkum, skyldu tveir
ítalskir liðsforingjar vera í hverjum
vagni, en síðan skyldu vélamar gerð-
ar ónothæfar, — fyrst um sinn. Allt
annað fól ég Mors í hendur.
Þá gaf ég mér tíma til að sinna
Mussolini. Ég hafði séð hann einu
sinni áður, 1943, þegar hann ávarp-
aði mannfjölda af svölum Palazzo
Venezia. Ég verð að viðurkenna, að
myndir af honum í fullum skrúða,
líktust lítið þeim manni, sem nú
stóð frammi fyrir mér, í lélegum,
ópassandi borgaralegum fötum, en
svipurin nleyndi sér ekki. 1 raun og
veru leit hann sjúklega út og ekki
bætti úr skák, að hann var órakaður
og illa klipptur. En hin stóru, svörtu
leiftrandi augu voru vissulega ein-
ræðisherrans.
Hann sagði mér, í smáatriðum,
frá falli sínu og fangelsun, en í
staðinn gat ég sagt honum góðar
fréttir: — Við höfum einnig hugsað
um f jölskyldu yðar, Duce. Kona yð-
ar og tvö yngstu bömin voru kyrr-
sett af nýju stjórninni, á búgarði
yðar við Rocca Della Caminata. Við
náðum sambandi við Donnu Rac-
hele, fyrir nokkrum vikum. Þegar
við lentum hér, fór annar flokkur
úr liði mínu, undir stjórn Mandel
Hauptsturnfuhrer, til að sækja fjöl-
skylduna. Ég er viss um að hún er
frjáls núna.
Mussolini tók innilega í hönd
mína: — Þá er allt í góðu lagi. Ég
er yður afar þakklátur!
Klæddur vetrarfrakka, með svart-
an hatt á höfðinu, gekk Mussolini
út. Ég vísaði leiðina að flugvélinni.
Hann kom sér fyrir í aftara sætinu,
en ég tróð mér niður fyrir aftan
hann. Ég tók eftir smávegis hiki á
honum, þegar hann steig um borð
og mundi þá einnig að hann var
flugmaður og var Ijós áhættan, sem
hann tók.
Vélin var nú hituð upp og við
kvöddum þá, sem eftir urðu. Ég
hélt mér báðum höndum og reyndi
að lyfta mér í sætinu öðru hvoru,
til þess að létta á vélinni og gefa
henni meiri ferð. Gerlach gaf nú
mönnum þeim, sem héldu vélinni
kyrri, merki um að sleppa, og skrúf-
an tók að draga okkur áfram. Mér
heyrðist kallað sambland af ,,Heil!“
og „Eviva!" inn um plastgluggann.
En þótt hraðinn ykist og við vær-
um nærri komnir að brautarenda,
lyftist vélin ekki. Ég ók mér til, eins
VÍKINGUR