Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Side 5
um, sem ausið var með, þá breytt-
ist taflstaðan, svo við fórum að
haf-a við, því þá urðu afköstin
miklu meiri, en þá var líka sjór-
inn farinn að renna inn á dekk
þar sem lægst var.
Þessi barátta varð því að halda
áfram, þar til hjálp bærist, en
hún var nokkuð langt undan, því
björgunarskipið „Geir“ lá í
Reykjavík og enginn vissi um
okkur. Þá voru ekki loftskeyta
tækin komin til sögunnar á tog-
urum. Út af þessu varð svo þetta
það mesta erfiði, sem ég lenti í á
togara á ekki lengri tíma en 36
tímum. Það var tíminn hjá okk-
ur, sem lengst höfðum verið uppi,
og vorum að fara af vakt, þegar
skipið tók niðri.
Það var um miðnætti, sem við
rákumst á skerið. Seinnipart næt-
ur fór að draga úr snjókomunni,
svo við sáum til lands, og sáum,
að við vorum undir háum hömr-
um. Eftir að bjart var orðið, tók-
um við okkur upp og sigldum inn
á Þorlákshöfn. Þar lögðumst við
fyrir akkeri og flautuðum neyð-
arflaut.
Hann var þá svo hvass og illa
stæður, að það tafðist fyrir þeim
í landi að komast út til okkar.
Við fírðum því báti og sendum 5
menn í land á honum, því frá
okkur gátu þeir látið flathama
upp í sand, fyrir innan varirnar
í Þorlákshöfn. Þar var þá kominn
fjöldi manns til að taka á móti
þeim.
Þó þeir í Þorlákshöfn vissu
hvað okkur var á höndum, þá var
ekki allur vandi leystur með því,
þar sem enginn sími var þar, og
enginn nær en á Kotströnd. Það
varð því að senda mann þangað,
en það var bæði langt og erfitt
ferðalag, og móti veðri að sækja.
Nokkru eftir að báturinn frá
okkur var kominn í land, brutust
2 skip út til okkar. Hjálpuðu bát-
verjar okkur við austurinn, kom
það sér vel, því okkur hafði fækk-
að um þessa 5, sem í land fóru en
ekki komu þeir út með þessum
skipum og fannst okkur hinum
lítið til um það. Það var ekki fyrr
en að morgni næsta dags að björg
VÍKINGUR
Sigurjón Einarsson.
unarskipið „Geir“ kom til okkar,
og hafði hann tafizt nokkuð við
að leita að okkur. Orðsendingin
hafði brenglazt eitthvað, svo ekki
Var fullljóst af henni hvar við
værum niðurkomnir.
Frá „Geir“ komu þeir svo með
dælu, sem þeir tengdu við troll-
spilsgufurörið hjá okkur. Þegar
dælan var komin um borð, sögðu
þeir, að við mættum hætta að
ausa, meðan þeir tengdu við, okk-
ur væri víst orðin þörf á því. Við
létum ekki segja okkur þetta
tvisvar, hvíldin varð samt ekki
löng, því að brátt vorum við
kvaddir til aftur, þar sem svo ört
hækkaði í lestinni að farið var að
fljóta inn að lúgum áður en þeir
voru búnir að tengja dæluna við,
sem tók þó ekki langan tími. Þeg-
ar kella tók til starfa, þá gafst
okkur á að líta foss sem um mun-
aði. Þetta var 6 tommu dæla og
hún þurrjós lestarnar á rúmum
klukkutíma.
Var þá létt akkerum og haldið
á stað vestur með. Það þurfti að-
eins að setja dæluna í gang öðru
hvoru. Við sigldum í samfloti og
héldu skipin sér nálægt hvort
öðru, en auðvitað réði björgun-
arskipið ferðinni.
Þegar til Hafnarfjarðar kom,
fór kafari niður til að kanna
skemmdirnar, kom þá í ljós, að 3
boltar höfðu farið úr plötusam-
skeytum. Þetta var hægt að gera
við á staðnum án þess að taka
skipið upp. Var það fljót gert,
svo engin teljandi töf varð frá
veiðum af þessu óhappi, sem
minna varð úr en efni stóðu til,
fyrir örugga stjórn og staðfestu
skipstjórans, sem hrökk upp úr
fasta svefni við það að skipið tók
niðri. Það var vitanlega rangt að
ekki var búið að stöðva skipið í
tæka tíð, og fela skipstjóra áfram
haldið eftir að nálgast tók, því að
þarn-a var um blindsiglingu á
land að ræða í aflands vindi, og
því ekkert vafamál að hverju dró
eftir að komið var á ládauðan
sjó.
Það var ég, sem á umræddum
vaktaskiptum fór aftur í til að
ræsa stýrimanninn, og ég herti á
honum með því að geta þess að
við værum komnir nærri landi, en
ekkert sæist til fyrir snjókomu.
Hann náði svo aðeins að komast í
hólinn og taka við. Ég var hins
vegar kominn fram í lúkar og
stóð á lúkarsgólfinu að hálfu
leyti búinn að steypa af mér
doppunni. Það er óhæg aðstaða
til að standa af sér óvæntar
hreyfingar eins og árekstur, en
höggið var ekki meira en það, að
ég valt ekki um koll, en rak í
skyndi hausinn aftur upp úr háls-
málinu og hljóp upp.
Við B-hlið skipsins glórði þá í
svartan klett og skipið nötraði
undan átökum vélarinnar, sem
var þá knúin af öllu afli aftur á
bak. Kletturinn mjakaðist fram-
með, svo skipið var þá laust, en
þá hnykti við að aftan og hélt ég
þá, að skrúfan hefði slegist í, en
það kom síðar í ljós, að það var
stýrið. Sá áverki sem það fékk
leiddi ekki til þess, að skipinu
yrði ekki vel stjórnað fyrir því.
Engin æðru-merki sáust á nein-
um, og þó hefur eflaust mörgum
flogið í hug að illa gæti farið.
Sjálfur strammaði ég mig upp
með vísunni „Þó ég sökkvi í salt-
an mar“. Já, það var gott að
eiga hvorki konu né krakka eins
og á stóð. En það ástand mitt
átti sér ekki langan aldur. Ekki
lengur en til haustsins, því þá
krækti ég mér í konuefnið, og það
samband hefur staðið fram á
þennan dag.
Ef ég væri spurður að því, hver
áhrif framangreindir atburðir
§