Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Qupperneq 10
 Landsýn í Reykjavík. Ljósm. Snorri Snorrason yngri. frá Félagi starfsfólks í veitinga- húsum. Er þar bent á nauðsyn þess, að skipuleggja þessi mál vel, og að stofnaður verði veit- inga- og gistihúsalánasjóður. Er þar skorað á ríkisstjórnina að skipa ferðamálaráð, sem sjái um úthlutun lánsfjár og verði um leið ráðgefandi aðili við teikning- ar og byggingar sumargistihúsa og heimavistarskóla, með svipuðu fyrirkomulagi og t. d. í Noregi. Þar var einnig rætt um nauðsyn þess að skipuleggja ferðalög á sjó í tengslum við ferðalög á landi. 1 þessum blaðagreinum var gert ráð fyrir, að ferðamálaráð ákveði, hvar byggja skuli veit- ingastað, og hvar gististað um gjörvalt landið, með það fyrir augum, að slíkum stöðum verði sem bezt fyrirkomið, ekki of þétt staðsettir sums staðar, og aftur of dreifðir annars staðar. Um þessar áðurtilvitnaðar blaðagreinar mínar skal ég ekki ræða frekar að sinni. En rétt er að geta þess, að fleiri menn hafa á þessum árum sem og síðar látið þessi mál til sín taka, og sýnt áhuga sinn þar um. Viðleitni hinna mörgu manna og félaga, er létu til sín heyra á þessum árum, miðaði í rétta átt, málefni ferðamálanna til efling- ar, þó að sjálfsögðu væru ekki allir aðilar sammála. Sérstaklega er mér minnisstætt, að Samband matreiðslu- og framreiðslumanna og Samband veitinga- og gisti- húsaeigenda lágu ekki á liði sínu hér um. Með lögum um ferðamál, nr. 29/1964 er stigið heilladrjúgt skref fram á við, varðandi ferða- mál. Lög þessi eru í fimm köfl- um og 40 greinum. 1. kafli er um almennar ferðaskrifstofur, 2. kafli um ferðamálaráð, 3. kafli um Ferðaskrifstofu ríkisins, 4. kafli um ferðamálasjóð og 5. kafli um ýms ákvæði. 1 11. gr. laganna er þess getið að samgöngumálaráðherra skipi 9 manna ferðamálaráð til þriggja ára í senn, er formaður ráðsins skipaður án tilnefningar, en eft- irtaldir aðilar tilnefna einn mann hver: Eimskipafélag Islands, Fé- lag sérleyfishafa, Ferðafélag Is- lands, Flugfélag íslands, Loft- leiðir, Ferðaskrifstofa ríkisins, Samband veitinga- og gistihúsa- eigenda og samtök Islenzkra ferðaskrifstofa. Varamenn eru skipaðir á sama hátt. Frá upp- hafi hefur Lúðvík Hjálmtýsson verið formaður ráðsins og fram- kvæmdarstjóri þess, en varafor- maður hefur verið einnig frá upp- hafi Albert Guðmundsson stór- kaupmaður, núverandi formaður Knattspyrnusambands Islands. I 12. gr. laganna er getið um hlutverk ferðamálaráðs, og segir þar m. a. að hlutverk ferðamála- ráðs skuli vera, að vera Alþingi og ríkisstjórninni ráðgefandi um allt það, er að ferðamálum í landinu lýtur. Skal ráðið bera fram tillögur um þær fram- kvæmdir og umbætur, sem það telur nauðsynlegar hverju sinni, og gera áætlanir og tillögur um skipan gistihúsamála í landinu, svo sem um það, hvar einkum sé nauðsynlegt að gistihúsakostur verði aukinn eða bættur, hver tegund gistihúsa skuli verða á hverjum stað og með hvaða hætti þeim verði komið upp. Þó margt hafi áunnist varð- andi ferðamál á liðnum einum til tveimur áratugum, er þó margt enn óleyst þessum merka at- vinnuvegi til eflingar. Ber því að fagna þeirri áætlunargerð um ferðamál til þriggja ára, sem lagt er til í tillögu til þingsályktunar á þingskjali 34. Við, sem störfum á farþega- skipum, fögnum því, að stjórn Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands hefur ákveðið, að sambandið láti ferðamál til sín taka, eins og fram kemur hér að framan. Þegar skipulögð verða ferðalög erlendra jafnt sem innlendra ferðamanna, á sjó og í landi, sem öllum má vera ljóst að fram- kvæma þarf í framtíðinni, sam- kveemt fyrirframgerðri áætlun, kemur til kasta FFSl að vera þar aðili við tillögugerð. Væri þá ekki óhugsandi að sá tími komi, fremur fyrr en síðar, að rétt muni teljast, að FFSÍ fái full- trúa í ferðamálaráði. Læt ég svo þessum hugleiðingum mínum um ferðamál lokið að sinni. Já. Aðeins að sinni. Ritað um borð í ms. Esju í byrjun desembermánaðar 1968. VÍKINGUR 10

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.