Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 31
um ríkisfyrirtækjum var gert að skipta við Landssmiðjuna, naut hún einnig þess að geta tapað, án þess að þurfa að óttast gjaldþrot. Þetta voru að sjálfsögðu þau for- réttindi, sem einkaatvinnurek- endur óttuðust mest, enda óþekkt fyrirbæri í þeim herbúðum þá, hvað sem síðar kann að hafa orð- ið. Fyrsti forstjóri Landssmiðj- unnar var Ásgeir Sigurðsson, vél- stjóri, sem auk vélstjóramennt- unar hafði aflað sér nokkurrar þekkingar í skipa- og vélavið- gerðum og skildum atvinnu- rekstri í Danmörku, og þótti efni- legur ungur maður. Síðar hafa þrír ágætismenn tekið við af hon- um, hver fram af öðrum, og hef- ur ekki að því er ég bezt veit; skort áhuga né ástundun til þess að reka þetta fyrirtæki á hag- kvæman hátt. Reynsla hefur orðið sú, eins og vænta mátti, að Landssmiðjan hefur þurft að taka fyrir sína vinnu eins og hin, sem hún hefur sennilega átt að passa, og hefur sá ótti sem einkafyrirtæki þau er ég nefndi hér að framan verið ástæðulaus, fram yfir það sem um venjulegt samkeppnisfyrir- tæki væri að ræða. Útgerðarmenn sem átt hafa þess kost að skipta við Landssmiðjuna hafa ekki tal- ið það neitt sérstakt happ, þegar reikningar hafa verið gerðir upp og einkasmiðjur hafa jafnvel notið stuðnings frá þessu ríkis- fyrii-tæki í viðskiptum við hið óheppilega verðlagseftirlit stríðs- og eftirstríðsáranna. Eins og fyrr segir var þetta ríkisfyrirtæki stofnað án nokk- urs tilgangs, það átti bara að vera stórt, þar voru margar deild- ir: Renniverkstæði (bæði fyrir tré og járn), eldsmíði, plötusmíði, mótorverkstæði, vélvirkjadeild, almennar skipaviðgerðir, málm- steypa, módelsmíði, vélaumboð, efnissala, tréskipasmíði, nýsmíði o.fl. o.fl., sem of langt yrði upp að telja. Allt þetta hefur verið starfrækt, til skamms tíma, í - Skemmtileg mynd af háseta við flatnings- vinnu um borð í tog- ara. Á þeim tíma var gnægð kunnáttumanna á þessu sviði. Með breyttum framleiðslu- háttum lagðist þcssi vinna að mestu niður og fækkar því stórum þeim er kunna að fletja fisk í salt. Margt bendir nú til þess að aukast muni á næstunni fiskvinnsla í salt. Ljósmynd: Guðbjartur Ásgeirsson. hafið hafa göngu sína með álíka afkomu og hjá þeim (sízt betri), þrátt fyrir þann aðstöðumun sem í fljótu bragði virtist vera fyrir hendi. Landssmiðjan á raunalega lít- inn þátt í hinni stórstígu upp- byggingu síldveiðiflotans á und- anförnum árum, eða þeim árum sem hún hefur verið starfrækt. Aðeins þrír eða fjórir trébátar, sem hún hefur smíðað eru finnan- legir á skipaskrá, meðan skip hafa verið smíðuð í hundraðatali erlendis og nú er ekki annað að sjá en verið sé að draga starf- semi hennar saman, fækka deild- um. Ef Landssmiðjan hefði verið stofnsett með hugsjón Einars Bjarnasonar, væri hún vissulega ekkert vandræðabarn í dag. Ef Landssmiðjan hefði fengið viðfangsefni, til dæmis stálskipa- smíðar, með tilheyrandi aðstöðu, heldur ekkert vandræðabarn. Ennþá má bjarga Landssmiðj- unni, annaðhvort selja öll hin ný- tízkulegu tæki, hús, lóðir og stofn- setja litla eldsmiðju í anda Ein- ars Bjarnasonar, eða breyta lienni í stálskipasmíðastöð, en fyrir alla muni leggja hana nið- ur í núverandi mynd. G. Þorbjörnsson. samkeppni og samvinnu við hinih svipað og ríkisstjórnin hefur gömlu einkafyrirtæki og ný, semLtveitt Norðmönnum o.fl., værihún Hann þótti dálítið meinyrtur. Eitt sinn er kona hans kom heim eftir allsherjar yfirhalninguásnyrti- stofu, spurði hann: „Var snyrtistof- an lokuð?“ * „Af hverju giftist þú ekki stúlk- unni? Þú segir að hún sé hreinasta perla.“ „Ja, sjáðu til; það fylgir einnig „perlumóðir.“ VlKINGUR 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.