Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Qupperneq 35
Eftir Guðfinn Þorbjörnsson. v* Skynsemin skilin eftir Fyrir um það bil 35 árum lögðu tveir vélfróðir menn upp frá Reykjavík í einkabíl og var ferð þeirra heitið til Hafnar- fjarðar til þess að skoða gamlan línuveiðara, norskbyggðan, sem lá við festar þar, og var eign Ut- vegsbanka íslands. Áttu þessir menn að gera sem gleggsta áætl- un um kostnað við að koma þessu skipi í haffært ástand eftir kröfu Skipaskoðunar ríkisins, sem á þessum árum var ekkert stór- veldi, en varð af illri nauðsyn að taka við þessum skipaflokki, jafn- óðum og skipin voru strikuð út úr uppi'únalegu flokkunarfélagi. Þessi skip voru búin að gegna sínu hlutverki og þóttu, er hér var komið, orðin úrelt og of dýr í rekstri. Þau höfðu smátt og smátt orðið að láta undan í sam- keppni við nýrri skip stærri og minni vegna breyttra veiðiað- ferða o. fl. Höfðu eigendur þeirra orðið að hætta rekstri þeirra og lánastofnanir tekið þau upp í á- hvílandi veðskuldir. Eins og fyrr segir, hafði Skipa- skoðun ríkisins tekið þessi skip í flokkun og þau höfðu verið gerð út á síldveiðar á undangengnum sumrum, en haffærisskírteini þeirra aðeins bundin við þessar veiðar yfir blásumarið og því vitað, að mikið þyrfti að lagfæra í þeim til þess að fullnægja full- komlega hliðstæðum kröfum og flokkunarfélögin gerðu. En þessi skip voru orðin vandræðabörn síns tíma ekki síður en „nýsköp- unin“ varð síðar. Þetta voru krepputímar og hugtakið velferð- arríki óþekkt á ístandi og öll sjónarmið minni í sniðum en nú- tímamenn eiga að venjast. Fyrir nokkru- hafði vaknað VÍKINGUR áhugi meðal dugandi sjómanna að mynda samvinnufélög skips- hafna og eignast sín skip sjálfir og gera þau út. Þar með tryggðu menn sig fyrir stopulli atvinnu auk meiri aflavonar og gátu þá líka frekar slegið af fyllstu kröf- um stéttarfélaganna, ef iila gengi, þar sem þetta var eigin útgerð. Nokkur skip höfðu þegar verið gerð út á þennan hátt, m. a. þessi tegund, og hugmyndinni var vel tekið af lánastofnunum. Útgerðin gekk að sjálfsögðu mis- jafnlega eins og gengur, menn höfðu þá heldur ekki frá miklu að hverfa, því að þetta voru kreppu- ár eins og fyrr segir. Komið var til Hafnarfjarðar að afliðnu hádegi, veður afburð-a- gott og sjórinn sléttur. Skipið, sem skoða átti, lá nokkra metra frá bryggjunni. Söguhetjur okk- ar náðu í pilt 15—16 ára, sem hafði ráð á litlum árabát og reyndist fús til að flytja þá út í skipið og bíða meðan erindið var rekið. Eftir á að gizka tvo klukku- tíma hafði allt skipið verið yfir- farið og minnispunktar skrifaðir upp um nauðsynlegar aðgerðir. Hér var komið nokkuð glöggt yf- irlit um ástand skips og véla, að- eins var gufúketillinn ekki með. Hafði svo verið ráðgert, að hann skyldi undan skilinn í þessari fyrstu skoðunargerð, þar sem ekki var vitað, hvort hann væri með ketilvatn eða ekki og ástand hans nokkurn veginn þekkt af síðustu skoðunargerðum. Þrátt fyrir þessar ákvarðanir vildi það þannig til, að skoðunar- ferð um skipið endaði aftur við ketiltopp og „topplokið" blasti við augum. 1 þessu skipi var þetta ketillok alveg sérstaklega óaðgengilegt, þar sem gólf stýris- hússins gekk rúman metra aftur fyrir og yfir það og varð ekki komizt að því nema að skríða á fjórum fótum undir gólfið, sem varla var í metershæð frá katlin- um. Þegar hér var komið, fór elcki hjá því að ,,rjátlað“ væri við lok- ið, og kom þá í ljós, að það var aðeins lauslega fyrir og því opn- anlegt án verkfæra. Var ketillinn því opnaður og lýst með vasa- ljósi niður í hann. Kom í ljós, að hann leit vel út og var hreinn og þokkalegur hið innra, eða það, sem séð varð ofan frá. Var nú tekin skyndiákvörðun um að skreppa niður í ketilinn, svo að hægt væri að sjá betur nið- ur eftir ketilrörum. Báðir mennirnir, sem voru í samfestingum, tæmdu í flýti alla vasa sína og losuðu sig við úr og annað, sem til baga mætti verða, og tróðu sér án frekari tafa nið- ur í ketilinn. Eldri maðurinn, sem mun hafa verið um fertugt, og jafn- framt fararstjóri, fór á undan, en hinn, sem var fáum árum yngri, strax á eftir. Hinn ungi ferjumaður geymdi plögg þeirra. Þessi skyndilega ákvörðun var tekin án undangenginnar um- ræðu, og þá einnig án þess að nokkur skynsemi væri spurð ráða — hún var skilin eftir uppi, þrátt fyrir það, að báðum þessum mönnum hafði verið kennt það, að aldrei má fara ofan í ketil eða tank án þess að gera þær örygg- isráðstafanir að láta kertaljós fara á undan til þess að kanna súrefni loftsins. Þeir höfðu auk þessa um árabil brýnt þetta 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.